Bíllinn er kominn til ára sinna og þurfti á mikilli ást að halda. Soffía Dögg fór heldur frumlega leið í að fríska upp á útlitið þar sem meðal annars límband, málning og blóm komu við sögu.
„Sérð bara hvað er hægt að gera úr litlu ef maður er nógu sniðugur,“ sagði útvarpsmaðurinn Svali þegar hann kom inn í bílinn eftir breytingarnar.
Þáttinn má horfa á heild sinni hér að neðan.
Fjórða þáttaröðin af Skreytum hús, sem sýndir eru hér á Vísi og á Stöð 2+ efnisveitunni, fer í gang fljótlega. Í þáttunum tekur Soffía Dögg Garðarsdóttir rými í gegn og fá áhorfendur að fylgjast með ferlinu alveg frá byrjun.
Í hverjum þætti er tekið fyrir ákveðið verkefni og ræða svo íbúðaeigendur útkomuna í lok þáttar.
Horfa má á alla þættina af Skreytum hús hér: