Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 4. ágúst 2023 09:13 Ytri Rangá er komin yfir 1.000 laxa í sumar Harpa Hlín Nýjar vikulegar tölur úr laxveiðiánum bera með sér vatnsleysi og í raun þá staðreynd að sumarið er undir meðallagi í flestum ánum. Eins og við greindum frá í gær þá var Ytri Rangá fyrsta áinn til að fara yfir 1.000 laxa múrinn en hún er komin í 1.085 laxa með vikuveiði uppá 467 laxa sem er mjög góð vika en veiðin í ánni fór heldur seint af stað. Þessi veiði kemur ánni í efsta sætið á listanum yfir hæstu veiðina á landinu. Eystri Rangá var komin í 924 laxa í fyrradag og er örugglega komin yfir 1.000 laxa í dag og ef ekki þá gerist það klárlega í dag og situr áinn í öðru sæti listans. Þverá Kjarrá eru komnar í 741 lax, Norðurá í 649 laxa en vikuveiðin þar var 61 lax. Urriðafoss er svo í fimmta sæti með 629 laxa með vikuveiði uppá 87 laxa. Annars var vikuveiðin mjög fín í nokkrum ám neðar á listanum og þar má nefna Haffjarðará með 110 laxa viku, Miðfjarðará með 147 laxa viku, Selá með 88 laxa viku og Hofsá með 132 laxa eftir vikuna. Það sem vekur athygli er að sjá Elliðaárnar með aðeins 32 laxa veidda í vikunni og heildarveiði uppá aðeins 375 laxa. Já við segjum "aðeins" því heldar laxgengdin í ánna er 2.056 fiskar, laxar og sjóbirtingar, upp í hana og veiðiálag er þess vegna ótrúlega lítið. Listinn í heild sinni er inná www.angling.is Stangveiði Mest lesið Góður gangur í Langá Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Aldrei verið skrifuð dýrari bók um lax Veiði Góðar fréttir af gæsaveiði um allt land Veiði 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði 60 sm bleikja veiddist við Efri Brú Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið 2016 Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 6. þáttur Veiði Döpur veiði seinniparts sumars í Krossá Veiði Uppgert veiðihús við Miðdalsá tilbúið Veiði
Eins og við greindum frá í gær þá var Ytri Rangá fyrsta áinn til að fara yfir 1.000 laxa múrinn en hún er komin í 1.085 laxa með vikuveiði uppá 467 laxa sem er mjög góð vika en veiðin í ánni fór heldur seint af stað. Þessi veiði kemur ánni í efsta sætið á listanum yfir hæstu veiðina á landinu. Eystri Rangá var komin í 924 laxa í fyrradag og er örugglega komin yfir 1.000 laxa í dag og ef ekki þá gerist það klárlega í dag og situr áinn í öðru sæti listans. Þverá Kjarrá eru komnar í 741 lax, Norðurá í 649 laxa en vikuveiðin þar var 61 lax. Urriðafoss er svo í fimmta sæti með 629 laxa með vikuveiði uppá 87 laxa. Annars var vikuveiðin mjög fín í nokkrum ám neðar á listanum og þar má nefna Haffjarðará með 110 laxa viku, Miðfjarðará með 147 laxa viku, Selá með 88 laxa viku og Hofsá með 132 laxa eftir vikuna. Það sem vekur athygli er að sjá Elliðaárnar með aðeins 32 laxa veidda í vikunni og heildarveiði uppá aðeins 375 laxa. Já við segjum "aðeins" því heldar laxgengdin í ánna er 2.056 fiskar, laxar og sjóbirtingar, upp í hana og veiðiálag er þess vegna ótrúlega lítið. Listinn í heild sinni er inná www.angling.is
Stangveiði Mest lesið Góður gangur í Langá Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Aldrei verið skrifuð dýrari bók um lax Veiði Góðar fréttir af gæsaveiði um allt land Veiði 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði 60 sm bleikja veiddist við Efri Brú Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið 2016 Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 6. þáttur Veiði Döpur veiði seinniparts sumars í Krossá Veiði Uppgert veiðihús við Miðdalsá tilbúið Veiði