Lífið

Býður þeim sem ekki komast úr bænum á tón­leika

Árni Sæberg skrifar
Björn Thoroddsen er lunkinn á gítar, svo ekki sé meira sagt.
Björn Thoroddsen er lunkinn á gítar, svo ekki sé meira sagt. Bryggjan

Björn Thoroddsen, einn besti gítarleikari landsins og þó víðar væri leitað, blæs til tónleika í dag og annað kvöld við gömlu höfnina í Reykjavík. Ekkert verður rukkað inn á tónleikana og markmiðið er að þeir sem ekki komast út úr bænum um helgina geti gert sér glaðan dag.

Tónleikarnir verða annaðhvort á bryggjunni eða inni í sal Bryggjunnar brugghúss, en það fer eftir veðri hvort það verður. Tónleikarnir eru í boði rekstraraðila á svæðinu.

Í auglýsingu sem Björn deilir á Facebook segir að hann muni koma fram einn með kassagítarinn, spila mörg af sínum uppáhaldslögum, segja sögur sem var þola dagsins ljós og töfra fram yndislega stund.

Þá deilir hann einnig myndbandi þar sem hann hvetur alla þá sem hafa áhuga að mæta á tónleika og tekur nokkur lög.

Tónleikarnir í dag hefjast klukkan 17 og þeir á morgun klukkan 18.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.