Handjárnagjörningurinn skilaði Sindra þúsund fylgjendum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. ágúst 2023 23:01 Sindri hefur verið handjárnaður við handriðið í rúmlega tvo sólarhringa. Vísir/Steingrímur Dúi Hinum 23 ára gamla Sindra Leví hefur nú tekist að afla sér eitt þúsund fylgjenda eftir að hafa verið handjárnaður við handrið í miðbæ Reykjavíkur síðan á laugardag. „Ég hætti ekki neinu sem ég byrja á,“segir Sindri um áfangann í samtali við Vísi. Heldur rigningasamt var í miðbænum í gær þegar fréttastofa náði tali af honum. Þá sagðist hann harðákveðinn í að fara ekki úr handjárnunum fyrr en hann næði þúsund fylgjendum. „Ég hef ekki sofið í þrjá daga,“ segir Sindri. Hann segir fólk hafa komið yndislega fram við hann meðan á gjörningnum stóð. Margir hafi fært honum mat og spjallað við hann. „Þetta er eitt það skemmtilegasta og eitt það erfiðasta sem ég hef gert,“ segir hann. Sindri vekur athygli á að fylgjendatalan á Youtube síðu hans marki ekki raunverulegan fjölda fylgjenda vegna þess hve lengi fylgjendatöluna tekur að uppfærast. Vitaskuld hafi hann sjálfur horft á þúsund manns ýta á Subscribe-hnappinn fyrir framan hann. Aðspurður hvað nú taki við segist Sindri ætla að birta eitt myndskeið í viku með hjálp félaga sinna. Markmiðið með myndböndunum sé að stíga út fyrir kassann, veita fólki innblástur og miðla jákvæðri orku. „Mig langar að fólki líði betur eftir að þau horfa á myndböndin mín heldur en áður en þau gera það,“ segir Sindri. Hann bendir áhugasömum á að enn sé hægt að fylgja honum á Youtube-rásinni Sindri Levi eða hér. Samfélagsmiðlar Reykjavík Tengdar fréttir Handjárnaður við handrið til að afla fylgjenda: „Ég er tilbúinn að gera allt“ Ungur maður hefur verið handjárnaður við handrið í miðbæ Reykjavíkur í sólarhring. Hann er harðákveðinn í að vera þar þangað til hann hefur fengið þúsund áskrifendur að Youtube síðu sinni. 6. ágúst 2023 15:44 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Sjá meira
„Ég hætti ekki neinu sem ég byrja á,“segir Sindri um áfangann í samtali við Vísi. Heldur rigningasamt var í miðbænum í gær þegar fréttastofa náði tali af honum. Þá sagðist hann harðákveðinn í að fara ekki úr handjárnunum fyrr en hann næði þúsund fylgjendum. „Ég hef ekki sofið í þrjá daga,“ segir Sindri. Hann segir fólk hafa komið yndislega fram við hann meðan á gjörningnum stóð. Margir hafi fært honum mat og spjallað við hann. „Þetta er eitt það skemmtilegasta og eitt það erfiðasta sem ég hef gert,“ segir hann. Sindri vekur athygli á að fylgjendatalan á Youtube síðu hans marki ekki raunverulegan fjölda fylgjenda vegna þess hve lengi fylgjendatöluna tekur að uppfærast. Vitaskuld hafi hann sjálfur horft á þúsund manns ýta á Subscribe-hnappinn fyrir framan hann. Aðspurður hvað nú taki við segist Sindri ætla að birta eitt myndskeið í viku með hjálp félaga sinna. Markmiðið með myndböndunum sé að stíga út fyrir kassann, veita fólki innblástur og miðla jákvæðri orku. „Mig langar að fólki líði betur eftir að þau horfa á myndböndin mín heldur en áður en þau gera það,“ segir Sindri. Hann bendir áhugasömum á að enn sé hægt að fylgja honum á Youtube-rásinni Sindri Levi eða hér.
Samfélagsmiðlar Reykjavík Tengdar fréttir Handjárnaður við handrið til að afla fylgjenda: „Ég er tilbúinn að gera allt“ Ungur maður hefur verið handjárnaður við handrið í miðbæ Reykjavíkur í sólarhring. Hann er harðákveðinn í að vera þar þangað til hann hefur fengið þúsund áskrifendur að Youtube síðu sinni. 6. ágúst 2023 15:44 Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Sjá meira
Handjárnaður við handrið til að afla fylgjenda: „Ég er tilbúinn að gera allt“ Ungur maður hefur verið handjárnaður við handrið í miðbæ Reykjavíkur í sólarhring. Hann er harðákveðinn í að vera þar þangað til hann hefur fengið þúsund áskrifendur að Youtube síðu sinni. 6. ágúst 2023 15:44