Þægilegur sumarhiti næstu daga en lægð á leiðinni Atli Ísleifsson skrifar 8. ágúst 2023 07:13 Reikna má með skúrum suðvestanlands fram á kvöld og sums staðar þokubakkar við norður- og austurströndina. Vísir/Vilhelm Spáð er þægilegum sumarhita á landinu næstu daga þar sem nálgast gæti tuttugu stig í innsveitum þegar best lætur. Á vef Veðurstofunnar segir að reikna megi með fremur hægum vindum og skýjuðu veðri með köflum í dag, en skúrum suðvestanlands fram á kvöld og sums staðar þokubakkar við norður- og austurströndina. Hiti verður á bilinu tíu til nítján stig, hlýjast á Norðausturlandi. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að yfir Suður-Skandinavíu sé nú víðáttumikil og vaxandi lægð á hreyfingu norðvestur og komi hún við sögu hér á landi annað kvöld. Þá muni ganga í norðvestankalda með smá rigningu norðaustanlands. „Önnur vaxandi lægð nærri Nýfundalandi hreyfist norðaustur og síðar norður á bóginn. Sú lægð mun koma talsvert við sögu fimmtudag og föstudag, þegar hvessir af austri og rignir á sunnanverðu landinu,“ segir á vef Veðurstofunnar. Spákort fyrir landið klukkan 14 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Norðvestan 5-13 m/s norðaustanlands, annars hægari og yfirleitt bjartviðri. Gengur í austan 8-13 með smá rigningu syðst um kvöldið. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast suðvestantil. Á fimmtudag: Austan 5-10 m/s og 10-15 við suðurströndina, en vestan 5-10 norðaustantil. Dálítil rigning eða súld öðru hvoru um sunnanvert landið, en annars bjart með köflum og þurrt að mestu. Hiti 10 til 19 stig, hlýjast á Suðurlandi. Á föstudag: Stíf austan- og norðaustanátt með rigningu víða um land, en úrkomulítið norðan heiða. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast inn til landsins. Á laugardag: Norðaustlæg átt og víða rigning eða þokusúld, en skýjað og stöku skúrir suðvestantil. Kólnar heldur norðaustanlands. Á sunnudag og mánudag: Útlit fyrir fremur hæga norðlæga át og skýjað að mestu, en heldur bjartara sunnan heiða. Líkur á þokulofti við sjávarsíðuna um kvöldið. Hlýtt í veðri syðra, en mun svalara fyrir norðan. Veður Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Sjá meira
Á vef Veðurstofunnar segir að reikna megi með fremur hægum vindum og skýjuðu veðri með köflum í dag, en skúrum suðvestanlands fram á kvöld og sums staðar þokubakkar við norður- og austurströndina. Hiti verður á bilinu tíu til nítján stig, hlýjast á Norðausturlandi. Í hugleiðingum veðurfræðings segir að yfir Suður-Skandinavíu sé nú víðáttumikil og vaxandi lægð á hreyfingu norðvestur og komi hún við sögu hér á landi annað kvöld. Þá muni ganga í norðvestankalda með smá rigningu norðaustanlands. „Önnur vaxandi lægð nærri Nýfundalandi hreyfist norðaustur og síðar norður á bóginn. Sú lægð mun koma talsvert við sögu fimmtudag og föstudag, þegar hvessir af austri og rignir á sunnanverðu landinu,“ segir á vef Veðurstofunnar. Spákort fyrir landið klukkan 14 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á miðvikudag: Norðvestan 5-13 m/s norðaustanlands, annars hægari og yfirleitt bjartviðri. Gengur í austan 8-13 með smá rigningu syðst um kvöldið. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast suðvestantil. Á fimmtudag: Austan 5-10 m/s og 10-15 við suðurströndina, en vestan 5-10 norðaustantil. Dálítil rigning eða súld öðru hvoru um sunnanvert landið, en annars bjart með köflum og þurrt að mestu. Hiti 10 til 19 stig, hlýjast á Suðurlandi. Á föstudag: Stíf austan- og norðaustanátt með rigningu víða um land, en úrkomulítið norðan heiða. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast inn til landsins. Á laugardag: Norðaustlæg átt og víða rigning eða þokusúld, en skýjað og stöku skúrir suðvestantil. Kólnar heldur norðaustanlands. Á sunnudag og mánudag: Útlit fyrir fremur hæga norðlæga át og skýjað að mestu, en heldur bjartara sunnan heiða. Líkur á þokulofti við sjávarsíðuna um kvöldið. Hlýtt í veðri syðra, en mun svalara fyrir norðan.
Veður Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Sjá meira