Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Selfoss 0-0 | Markalaust í mikilvægum botnslag Arnar Skúli Atlason skrifar 8. ágúst 2023 20:32 Tindastóll og Selfoss gerðu markalaust jafntefli í dag. VÍSIR/VILHELM Tindastóll og Selfoss gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust á Sauðárkróki í Bestu-deild kvenna í dag. Liðin eru í harðri fallbaráttu og hefðu því bæði þurft á þremur stigum að halda. Á Sauðárkróki í dag tókust á lið Tindastóls og Selfoss í Bestu-deild kvenna, liðin í mikilli baráttu á neðri helmingi deildarinnar og því mikið undir. Tindastóll fyrir leikinn í sjöunda sæti en Selfoss í því tíunda fjórum stigum á eftir Tindastól því mikið undir fyrir leik dagsins. Tindastóll byrjaði betur því strax eftir tveggja mínútna leik var dæmd vítaspyrna á varnarmann Selfoss og Hannah Cade fór á punktinn en henni brást bogalistinn, spyrnan léleg beint á markið en Idun í marki Selfoss hafði farið af stað í hægra hornið en skilið fæturna eftir og varði spyrnuna út í teig þar sem varnarmenn Selfoss komu boltanum í burtu. Á fjórtándu mínútu fengu Selfoss aukaspyrnu út á miðjum vellinum, Sif átti þá sendingu inná teig og Murielle í liðið Tindastóls reyndi að koma boltanum frá en fór ekki betur en svo að hún fleytti boltanum áfram og í átt að eigin marki en Monica var vel á verði og sló boltann í slánna og leikmenn Tindastóls náðu að koma boltanum í burtu. Eftir 33 mínútur fékk Tindastóll dauðafæri þegar Murielle fékk boltann í gegn ein á móti Sif á stóru svæði, fór fram hjá henni og var ein á á móti Idun í markinu hjá Selfoss sem kom út úr markinu og varði dauðafærið út í teig þar kom Aldís á fleygi ferð og reyndi að skora en aftur varði Idun og staðan því en þá 0-0. Fjórum mínútum síðar fengu Selfoss besta færi leiksins, Eftir hornspyrnu Tindastóls, geystust leikmenn Selfoss í sókn og sending kemur inn fyrir á á Bergrós sem er ein á móti Monica í markinu, hún lék á Monica og var ein á móti marki vinstra megin í teignum, og setur boltann í stöngina í dauðafæri og því var ísínn ekki brotinn í fyrri hálfleik og því Sveinn flautaði af þegar klukkan sló í 45 mínútur og staðan því 0-0 þegar liðinn fóru inn í hálfleikinn. Tindastóll byrjaði betur í seinni hálfleik og María Dögg fékk færi strax en skot hennar beint og Idun Kristine í marki Selfoss. Strax hinumegin fengu Selfoss ágætisfæri en skot Bergrósar var gott en markvarslan hjá Monica var betri.Leikurinn lokaðist aðeins eftir þetta, mikil stöðubarátta og bæði lið vildu ekki tapa leiknum. Tindastóll fengu tvo sénsa áður en leikurinn var allur, Melissa átti skalla fram hjá eftir fallegt uppspil hjá Tindastól og Murielle átti skot sem varð eiginlega að sendingu í boltinn fyrir mark Selfoss en enginn var á fjárstönginni til að setja boltann yfir línuna. Leikurinn leið án þess að fleira markvert gerðist og því lauk leiknum með markalausu jafntefli, þar sem fyrri hálfleikurinn var meira fyrir augað en sá síðari. Sitthvort liðið fengu stig sem var sanngjarnt þegar uppi er staðið. Af hverju jafntefli? Liðin fengu sína sénsa en nýttu þau ekki, bæði lið fengu mjög góð færi í þessum leik og með hreinum ólíkindum að ekki hafi verið mark skorað miðað við dauðafærin sem komu. Selfoss skutu í stöng einar á móti marki og Tindastóll klikkar víti og algjöru dauðafæri ein á móti markmanni. Hverjir stóðu upp úr? Idun í marki Selfoss var mjög öflug, Sif og Áslaug voru mjög öflugar og komu í veg fyrir að Tindastóll skoruðu í dag. Í liði Tindastóls var Monica Gwendolyn og Murielle sem stóðu upp úr en heilt yfir áttu bæði lðið góðan dag og sanngjarnt jafntefli staðreynd og þjálfarnir geta verið stoltir af sínu liði. Hvað gekk illa? Það gekk illa að klára færinn, þau voru þarna en þau voru ekki kláruð í dag, Þessi leikur hafði allt nema mörk sem var algjör synd, en bæði lið áttu stór fínan leik. Hvað gerist næst? Tindastóll fer í heimsókn til í Laugardalinn og mætir þar Þrótti en Selfoss fær FH í heimsókn, báðir leikir 19:15 Þriðjudaginn 15. Ágúst. Halldór Jón: Hundsvekktur og varð fyrir vonbrigðum eins og stelpurnar með færanýtinguna í dag Halldór Jón Sigurðsson er þjálfari Tindastóls.Vísir/Vilhelm Jafntefli í dag hvað taki þið út úr leiknum? „Góður leikur af okkur hálfu, fengu eitt gott færi og eitt hálfæri, annars gerðu þær ekki neitt og það var þa sem við vildum að þær fengu ekki mikið af færum. Varnarleikurinn heilt yfir góður, Sóknarleikur var mjög góður, sköpuðum svolítið af færum, fengum víti og allskonar sem fór forgörðum,en heilt yfir sáttur með frammistöðu liðsins, baráttuna orkuna og viljan og þessa færasköpun en hundsvekktur og varð fyrir vonbrigðum eins og stelpurnar með færanýtinguna í dag. Sáttur með stöðuna á liðnu:„Já bara mjög sáttur hefði klárlega viljað hafa fleiri leikmenn heila, Bergljót frá út tímabilið, Hrabba (Hrafnhildur Björnsdóttir) frá út tímabilið og Krista farinn út í skóla þetta eru ákveðinn skörð sem erfitt er að fylla því þeir hafa allar spilað mikið, hefði viljað hafa fleiri leikmenn ef fleiri skakkaföll verða þegar kemur í úrslitakeppni“ Einnig bætti Donni við að ekki yrði bætt við fleiri leikmönnum fyrir lok gluggans. Björn Sigurbjörnsson: Ég virði þetta stig á erfiðum útivelli Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss.Vísir/Pawel Hvað tekur þú út úr þessum leik í dag? „Ég virði þetta stig, erfiður útivöllur, fengum á okkur víti snemma í leiknum sem ég veit ekki, fannst þetta skrítinn dómur þar sem ég stóð enn Sveinn hefur séð þetta betur en ég, við áttum talsvert af ágætissóknum og ágætum færum, við byggjum ofan á þetta og framfarir á milli leikja við, ég er bara sáttur með það“ Hvað ætli þið að gera í framhaldinu? Við höldum bara áfram að byggja, sáttur með liðið, sáttur með hópinn minn, ég er með skemmtilegan og góðan hóp til að vinna með, en það er hins vegar að kvarnast aðeins úr honum, við stilltum Kötlu upp í byrjunarliði en hún þurfti að víkja vegna meiðsla settum Emblu Dís inna sem er uppalinn Selfyssingur og hún spilaði stórvel fannst mér, ógeðslega gaman að sjá ungu stelpurnar koma inná og þetta fer að vera þeirra hlutverk að bera ábyrgð, kannski ekki verið alltof duglegur við það í sumar að gefa þeim mikla ábyrgð en þær hafa verið að fá smá tækifæri en núna þurfum við að fara að treysta á þær.“ Besta deild kvenna Tindastóll UMF Selfoss
Tindastóll og Selfoss gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust á Sauðárkróki í Bestu-deild kvenna í dag. Liðin eru í harðri fallbaráttu og hefðu því bæði þurft á þremur stigum að halda. Á Sauðárkróki í dag tókust á lið Tindastóls og Selfoss í Bestu-deild kvenna, liðin í mikilli baráttu á neðri helmingi deildarinnar og því mikið undir. Tindastóll fyrir leikinn í sjöunda sæti en Selfoss í því tíunda fjórum stigum á eftir Tindastól því mikið undir fyrir leik dagsins. Tindastóll byrjaði betur því strax eftir tveggja mínútna leik var dæmd vítaspyrna á varnarmann Selfoss og Hannah Cade fór á punktinn en henni brást bogalistinn, spyrnan léleg beint á markið en Idun í marki Selfoss hafði farið af stað í hægra hornið en skilið fæturna eftir og varði spyrnuna út í teig þar sem varnarmenn Selfoss komu boltanum í burtu. Á fjórtándu mínútu fengu Selfoss aukaspyrnu út á miðjum vellinum, Sif átti þá sendingu inná teig og Murielle í liðið Tindastóls reyndi að koma boltanum frá en fór ekki betur en svo að hún fleytti boltanum áfram og í átt að eigin marki en Monica var vel á verði og sló boltann í slánna og leikmenn Tindastóls náðu að koma boltanum í burtu. Eftir 33 mínútur fékk Tindastóll dauðafæri þegar Murielle fékk boltann í gegn ein á móti Sif á stóru svæði, fór fram hjá henni og var ein á á móti Idun í markinu hjá Selfoss sem kom út úr markinu og varði dauðafærið út í teig þar kom Aldís á fleygi ferð og reyndi að skora en aftur varði Idun og staðan því en þá 0-0. Fjórum mínútum síðar fengu Selfoss besta færi leiksins, Eftir hornspyrnu Tindastóls, geystust leikmenn Selfoss í sókn og sending kemur inn fyrir á á Bergrós sem er ein á móti Monica í markinu, hún lék á Monica og var ein á móti marki vinstra megin í teignum, og setur boltann í stöngina í dauðafæri og því var ísínn ekki brotinn í fyrri hálfleik og því Sveinn flautaði af þegar klukkan sló í 45 mínútur og staðan því 0-0 þegar liðinn fóru inn í hálfleikinn. Tindastóll byrjaði betur í seinni hálfleik og María Dögg fékk færi strax en skot hennar beint og Idun Kristine í marki Selfoss. Strax hinumegin fengu Selfoss ágætisfæri en skot Bergrósar var gott en markvarslan hjá Monica var betri.Leikurinn lokaðist aðeins eftir þetta, mikil stöðubarátta og bæði lið vildu ekki tapa leiknum. Tindastóll fengu tvo sénsa áður en leikurinn var allur, Melissa átti skalla fram hjá eftir fallegt uppspil hjá Tindastól og Murielle átti skot sem varð eiginlega að sendingu í boltinn fyrir mark Selfoss en enginn var á fjárstönginni til að setja boltann yfir línuna. Leikurinn leið án þess að fleira markvert gerðist og því lauk leiknum með markalausu jafntefli, þar sem fyrri hálfleikurinn var meira fyrir augað en sá síðari. Sitthvort liðið fengu stig sem var sanngjarnt þegar uppi er staðið. Af hverju jafntefli? Liðin fengu sína sénsa en nýttu þau ekki, bæði lið fengu mjög góð færi í þessum leik og með hreinum ólíkindum að ekki hafi verið mark skorað miðað við dauðafærin sem komu. Selfoss skutu í stöng einar á móti marki og Tindastóll klikkar víti og algjöru dauðafæri ein á móti markmanni. Hverjir stóðu upp úr? Idun í marki Selfoss var mjög öflug, Sif og Áslaug voru mjög öflugar og komu í veg fyrir að Tindastóll skoruðu í dag. Í liði Tindastóls var Monica Gwendolyn og Murielle sem stóðu upp úr en heilt yfir áttu bæði lðið góðan dag og sanngjarnt jafntefli staðreynd og þjálfarnir geta verið stoltir af sínu liði. Hvað gekk illa? Það gekk illa að klára færinn, þau voru þarna en þau voru ekki kláruð í dag, Þessi leikur hafði allt nema mörk sem var algjör synd, en bæði lið áttu stór fínan leik. Hvað gerist næst? Tindastóll fer í heimsókn til í Laugardalinn og mætir þar Þrótti en Selfoss fær FH í heimsókn, báðir leikir 19:15 Þriðjudaginn 15. Ágúst. Halldór Jón: Hundsvekktur og varð fyrir vonbrigðum eins og stelpurnar með færanýtinguna í dag Halldór Jón Sigurðsson er þjálfari Tindastóls.Vísir/Vilhelm Jafntefli í dag hvað taki þið út úr leiknum? „Góður leikur af okkur hálfu, fengu eitt gott færi og eitt hálfæri, annars gerðu þær ekki neitt og það var þa sem við vildum að þær fengu ekki mikið af færum. Varnarleikurinn heilt yfir góður, Sóknarleikur var mjög góður, sköpuðum svolítið af færum, fengum víti og allskonar sem fór forgörðum,en heilt yfir sáttur með frammistöðu liðsins, baráttuna orkuna og viljan og þessa færasköpun en hundsvekktur og varð fyrir vonbrigðum eins og stelpurnar með færanýtinguna í dag. Sáttur með stöðuna á liðnu:„Já bara mjög sáttur hefði klárlega viljað hafa fleiri leikmenn heila, Bergljót frá út tímabilið, Hrabba (Hrafnhildur Björnsdóttir) frá út tímabilið og Krista farinn út í skóla þetta eru ákveðinn skörð sem erfitt er að fylla því þeir hafa allar spilað mikið, hefði viljað hafa fleiri leikmenn ef fleiri skakkaföll verða þegar kemur í úrslitakeppni“ Einnig bætti Donni við að ekki yrði bætt við fleiri leikmönnum fyrir lok gluggans. Björn Sigurbjörnsson: Ég virði þetta stig á erfiðum útivelli Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfoss.Vísir/Pawel Hvað tekur þú út úr þessum leik í dag? „Ég virði þetta stig, erfiður útivöllur, fengum á okkur víti snemma í leiknum sem ég veit ekki, fannst þetta skrítinn dómur þar sem ég stóð enn Sveinn hefur séð þetta betur en ég, við áttum talsvert af ágætissóknum og ágætum færum, við byggjum ofan á þetta og framfarir á milli leikja við, ég er bara sáttur með það“ Hvað ætli þið að gera í framhaldinu? Við höldum bara áfram að byggja, sáttur með liðið, sáttur með hópinn minn, ég er með skemmtilegan og góðan hóp til að vinna með, en það er hins vegar að kvarnast aðeins úr honum, við stilltum Kötlu upp í byrjunarliði en hún þurfti að víkja vegna meiðsla settum Emblu Dís inna sem er uppalinn Selfyssingur og hún spilaði stórvel fannst mér, ógeðslega gaman að sjá ungu stelpurnar koma inná og þetta fer að vera þeirra hlutverk að bera ábyrgð, kannski ekki verið alltof duglegur við það í sumar að gefa þeim mikla ábyrgð en þær hafa verið að fá smá tækifæri en núna þurfum við að fara að treysta á þær.“
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti