„Allir staðir eru rómantískir með réttu manneskjunni“ Íris Hauksdóttir skrifar 10. ágúst 2023 20:01 Þorbjörg og Silja Ýr eru nýjustu viðmælendurnir í viðtalsliðnum Ást er. aðsend Þær Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Silja Ýr S. Leifsdóttir kynntust á spjallborðinu Lez Jungle sem þá var vettvangur íslenskra hinsegin kvenna til að kynnast. Það þurfti aðeins eitt samtal og hafa þær nú verið par í fimmtán ár og eiga saman tvær dætur. „Þetta var árið 2008 og Lez Jungle var vettvangur íslenskra hinsegin kvenna til að tala saman, deila reynslu og fá MSN-ið hjá sætum stelpum. Við vorum komnar á MSN Messenger hjá hvor annarri, töluðum saman eitt kvöld og skiptumst á númerum. Ég man að kvöldið eftir að við töluðum fyrst saman þá var ég hjá bekkjarsystur minni úti á Granda en laug að Silju að ég væri í nágrenninu og lagði til að við færum í ísbíltúr. Hún átti heima í Ártúnsholti. Mánuði síðar vorum við orðnar kærustupar og erum því búnar að vera saman í 15 ár í haust,“ segir Þorbjörg í viðtalsliðnum Ást er. Dæturnar Valbjörg María og Steinunn Þórkatla fæddust 2016 og 2019 og segja mæðurnar þær hæfilega fyndnar og óþekkar.aðsend „Við vorum bara krakkar í menntaskóla og báðar nýkomnar út úr skápnum þegar við byrjuðum saman. Það var held ég ágætt að við kynntumst svona ungar, því við erum ansi ólíkar og þurftum að slípa okkur saman. Trúlofaðar eftir sjö mánaða samband Við trúlofuðum okkur samt mjög fljótt, 18 og 19 ára eftir sjö mánaða samband. Í dag finnst mér pínu krúttlegt að hugsa til þess núna hvað mér fannst pirrandi þá að fólk væri ekki gjörsamlega í skýjunum yfir þessu skrefi hjá okkur. Auðvitað hélt fólk að þetta myndi ekkert endast. En Silja flutti síðan fljótlega til mín í kjallarann hjá mömmu og pabba í Garðabænum og við höfum búið saman síðan. Við giftum okkur svo í janúar 2014 og eigum þannig tíu ára brúðkaupsafmæli í vetur.“ Níu mánaða bakpokaferðalag Spurð hvað sameini þær nefnir Þorbjörg fyrst og fremst ferðalög. „Við elskum að ferðast og prófa nýja hluti saman. Við fórum sem dæmi í níu mánaða bakpokaferðalag eftir menntaskóla. Það var ótrúlega styrkjandi fyrir sambandið okkar og við áttuðum okkur bæði á því að við umbærum að vera saman allan sólarhringinn og á því að við gætum gert allt saman. Meðal annars keyptum við ponsulítið mótorhjól í Tælandi og fórum saman á því með bakpokana okkar 800 km leið á milli Chiang Rai og Bangkok.“ Þorbjörg og Silja á níu mánaða ferðalagi sínu um Asíu eftir að menntaskólagöngu þeirra lauk.aðsend Fyndnar og hæfilega óþekkar „Eftir ferðina og grunnnám í Háskóla Íslands fluttum við svo til Leiden í Hollandi til þess að fara í meistaranám og bjuggum þar í tvö og hálft ár. Við eignuðumst eldri stelpuna okkar í Hollandi árið 2016, en þá yngri á Íslandi árið 2019. Þær heita Valbjörg María og Steinunn Þórkatla. Þær eru mjög fyndnar og svona hæfilega óþekkar.“ Hjónabandið okkar Silju er stöðugt og traust, en alltaf skemmtilegt. Við eigum alveg ótrúlega vel saman, hlæjum mikið og erum duglegar að tala saman um þær væntingar sem við höfum til hvor annarrar og til lífsins okkar saman.“ Taka sunnudagskvöldin frá fyrir samveru Þegar talið berst að farsælu hjónabandi segir Þorbjörg þær Silju hafa unnið markvisst í því að rækta sambandið í rótinu sem lífið getur verið. „Það hefur stundum verið flókið að finna tíma fyrir okkur, sérstaklega á meðan börnin voru yngri. Konan mín gerði líka þau afdrifaríku mistök að verða ástfangin af félagsmálamanneskju. Á tímabili, á meðan það var hvað mest að gera hjá mér, tókum við sunnudagskvöld alltaf frá fyrir samveru. Það skiptir svo miklu máli að ná að tala við makann sinn um eitthvað annað en planið í vikunni, þvott og barnauppeldi.“ Mér finnst rómantískt stefnumót vera: „Eitthvað einfalt þar sem við erum einar og höfum tíma til að spjalla. Við fórum til dæmis saman í sjósund í Nauthólsvík í vikunni og það var æðislegt. Við förum venjulega í sjóinn með vinum okkar og oft með börnin okkar með, þannig að það var furðulega rómantískt að vera bara tvær og knúsast í kuldanum.“ Fyrsti kossinn: „Fyrsti kossinn okkar Silju var á Q-bar, á Halloween kvöldi þar sem hún var í kisubúning og ég í einhverju hrikalegu eitís outfitti. Svo vorum við bara í sleik til lokunar.“ Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: „About time. Dásamleg mynd sem við horfum mjög reglulega á.“ Uppáhalds break up ballaðan mín er: „Unbreak my heart með Toni Braxton. Annars var ég krónískt í ástarsorg sem unglingur þannig að ég gæti gert mjög langan og mjög dramatískan lagalista.“ Lagið okkar: „Þú ert mín með Valdimar. Arna Ösp systurdóttir Silju söng það fyrir okkur þegar við giftum okkur. Þetta er samt eiginlega orðið fjölskyldulagið okkar, stelpurnar vita að þær eru þessar „stjörnur tvær“ sem ljóðmælanda dreymir um að eignast.“ Maturinn: „Við erum hvorugar miklir kokkar og því er maturinn sem kemur fyrst upp í hugann skyndibiti, svokölluð tyrknesk pizza sem við pöntuðum óþægilega oft meðan við bjuggum í Leiden. Fjórar evrur með heimsendingu, slegið.“ Fyrsta gjöfin sem ég gaf konunni minni: „Geisladiskurinn How to Make Friends með FM Belfast. Ég man eftir að hafa ráfað mjög ráðvillt og stressuð um í Smáralind að leita að afmælisgjöf handa henni, við vorum svo nýbyrjaðar saman og ég vissi ekkert hvað hún fílaði.“ Fyrsta gjöfin sem konan mín gaf mér: „Mér finnst hræðilega vandræðalegt að segja frá þessu, en það fyrsta sem hún gaf mér voru Twilight bækurnar. Ég var búin að segja henni að ég væri spennt að lesa þær þannig að hún lét pabba sinn kaupa þær í útlöndum því þær voru ekki komnar í bókabúðir á Íslandi.“ Konan mín er: „Eldklár og stórkostlega skemmtileg, stríðin og missir aldrei sjónar á því hvað skiptir mestu máli.“ Rómantískasti staður á landinu: „Ég held að allir staðir geti verið rómantískir með réttu manneskjunni á réttu augnabliki.“ Ást er: „Það sem lífið snýst um.“ Ást er... Ástin og lífið Tengdar fréttir Urðu ástfangin í Marokkó Listaparið Snæfríður Ingvarsdóttir og Högni Egilsson eru óumdeilanlega eitt heitasta par landsins. Þau hafa verið saman um nokkurra ára skeið en vita fátt betra en að taka frá tíma til að vera bara tvö saman. 9. ágúst 2023 07:01 Ást er: „Er ótrúlega lánsöm að hafa nælt í hana“ „Frá okkar fyrstu kynnum var ljóst að eitthvað alveg einstakt var í gangi,“ segir Ingileif Friðriksdóttir um kvöldið þegar leiðir hennar og Maríu Rutar Kristinsdóttur, aðstoðarmaður formanns Viðreisnar lágu saman á örlagaríku ágústkvöldi árið 2013. 3. ágúst 2023 20:00 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Eru hrotur makans vandamál í sambandinu? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
„Þetta var árið 2008 og Lez Jungle var vettvangur íslenskra hinsegin kvenna til að tala saman, deila reynslu og fá MSN-ið hjá sætum stelpum. Við vorum komnar á MSN Messenger hjá hvor annarri, töluðum saman eitt kvöld og skiptumst á númerum. Ég man að kvöldið eftir að við töluðum fyrst saman þá var ég hjá bekkjarsystur minni úti á Granda en laug að Silju að ég væri í nágrenninu og lagði til að við færum í ísbíltúr. Hún átti heima í Ártúnsholti. Mánuði síðar vorum við orðnar kærustupar og erum því búnar að vera saman í 15 ár í haust,“ segir Þorbjörg í viðtalsliðnum Ást er. Dæturnar Valbjörg María og Steinunn Þórkatla fæddust 2016 og 2019 og segja mæðurnar þær hæfilega fyndnar og óþekkar.aðsend „Við vorum bara krakkar í menntaskóla og báðar nýkomnar út úr skápnum þegar við byrjuðum saman. Það var held ég ágætt að við kynntumst svona ungar, því við erum ansi ólíkar og þurftum að slípa okkur saman. Trúlofaðar eftir sjö mánaða samband Við trúlofuðum okkur samt mjög fljótt, 18 og 19 ára eftir sjö mánaða samband. Í dag finnst mér pínu krúttlegt að hugsa til þess núna hvað mér fannst pirrandi þá að fólk væri ekki gjörsamlega í skýjunum yfir þessu skrefi hjá okkur. Auðvitað hélt fólk að þetta myndi ekkert endast. En Silja flutti síðan fljótlega til mín í kjallarann hjá mömmu og pabba í Garðabænum og við höfum búið saman síðan. Við giftum okkur svo í janúar 2014 og eigum þannig tíu ára brúðkaupsafmæli í vetur.“ Níu mánaða bakpokaferðalag Spurð hvað sameini þær nefnir Þorbjörg fyrst og fremst ferðalög. „Við elskum að ferðast og prófa nýja hluti saman. Við fórum sem dæmi í níu mánaða bakpokaferðalag eftir menntaskóla. Það var ótrúlega styrkjandi fyrir sambandið okkar og við áttuðum okkur bæði á því að við umbærum að vera saman allan sólarhringinn og á því að við gætum gert allt saman. Meðal annars keyptum við ponsulítið mótorhjól í Tælandi og fórum saman á því með bakpokana okkar 800 km leið á milli Chiang Rai og Bangkok.“ Þorbjörg og Silja á níu mánaða ferðalagi sínu um Asíu eftir að menntaskólagöngu þeirra lauk.aðsend Fyndnar og hæfilega óþekkar „Eftir ferðina og grunnnám í Háskóla Íslands fluttum við svo til Leiden í Hollandi til þess að fara í meistaranám og bjuggum þar í tvö og hálft ár. Við eignuðumst eldri stelpuna okkar í Hollandi árið 2016, en þá yngri á Íslandi árið 2019. Þær heita Valbjörg María og Steinunn Þórkatla. Þær eru mjög fyndnar og svona hæfilega óþekkar.“ Hjónabandið okkar Silju er stöðugt og traust, en alltaf skemmtilegt. Við eigum alveg ótrúlega vel saman, hlæjum mikið og erum duglegar að tala saman um þær væntingar sem við höfum til hvor annarrar og til lífsins okkar saman.“ Taka sunnudagskvöldin frá fyrir samveru Þegar talið berst að farsælu hjónabandi segir Þorbjörg þær Silju hafa unnið markvisst í því að rækta sambandið í rótinu sem lífið getur verið. „Það hefur stundum verið flókið að finna tíma fyrir okkur, sérstaklega á meðan börnin voru yngri. Konan mín gerði líka þau afdrifaríku mistök að verða ástfangin af félagsmálamanneskju. Á tímabili, á meðan það var hvað mest að gera hjá mér, tókum við sunnudagskvöld alltaf frá fyrir samveru. Það skiptir svo miklu máli að ná að tala við makann sinn um eitthvað annað en planið í vikunni, þvott og barnauppeldi.“ Mér finnst rómantískt stefnumót vera: „Eitthvað einfalt þar sem við erum einar og höfum tíma til að spjalla. Við fórum til dæmis saman í sjósund í Nauthólsvík í vikunni og það var æðislegt. Við förum venjulega í sjóinn með vinum okkar og oft með börnin okkar með, þannig að það var furðulega rómantískt að vera bara tvær og knúsast í kuldanum.“ Fyrsti kossinn: „Fyrsti kossinn okkar Silju var á Q-bar, á Halloween kvöldi þar sem hún var í kisubúning og ég í einhverju hrikalegu eitís outfitti. Svo vorum við bara í sleik til lokunar.“ Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: „About time. Dásamleg mynd sem við horfum mjög reglulega á.“ Uppáhalds break up ballaðan mín er: „Unbreak my heart með Toni Braxton. Annars var ég krónískt í ástarsorg sem unglingur þannig að ég gæti gert mjög langan og mjög dramatískan lagalista.“ Lagið okkar: „Þú ert mín með Valdimar. Arna Ösp systurdóttir Silju söng það fyrir okkur þegar við giftum okkur. Þetta er samt eiginlega orðið fjölskyldulagið okkar, stelpurnar vita að þær eru þessar „stjörnur tvær“ sem ljóðmælanda dreymir um að eignast.“ Maturinn: „Við erum hvorugar miklir kokkar og því er maturinn sem kemur fyrst upp í hugann skyndibiti, svokölluð tyrknesk pizza sem við pöntuðum óþægilega oft meðan við bjuggum í Leiden. Fjórar evrur með heimsendingu, slegið.“ Fyrsta gjöfin sem ég gaf konunni minni: „Geisladiskurinn How to Make Friends með FM Belfast. Ég man eftir að hafa ráfað mjög ráðvillt og stressuð um í Smáralind að leita að afmælisgjöf handa henni, við vorum svo nýbyrjaðar saman og ég vissi ekkert hvað hún fílaði.“ Fyrsta gjöfin sem konan mín gaf mér: „Mér finnst hræðilega vandræðalegt að segja frá þessu, en það fyrsta sem hún gaf mér voru Twilight bækurnar. Ég var búin að segja henni að ég væri spennt að lesa þær þannig að hún lét pabba sinn kaupa þær í útlöndum því þær voru ekki komnar í bókabúðir á Íslandi.“ Konan mín er: „Eldklár og stórkostlega skemmtileg, stríðin og missir aldrei sjónar á því hvað skiptir mestu máli.“ Rómantískasti staður á landinu: „Ég held að allir staðir geti verið rómantískir með réttu manneskjunni á réttu augnabliki.“ Ást er: „Það sem lífið snýst um.“
Ást er... Ástin og lífið Tengdar fréttir Urðu ástfangin í Marokkó Listaparið Snæfríður Ingvarsdóttir og Högni Egilsson eru óumdeilanlega eitt heitasta par landsins. Þau hafa verið saman um nokkurra ára skeið en vita fátt betra en að taka frá tíma til að vera bara tvö saman. 9. ágúst 2023 07:01 Ást er: „Er ótrúlega lánsöm að hafa nælt í hana“ „Frá okkar fyrstu kynnum var ljóst að eitthvað alveg einstakt var í gangi,“ segir Ingileif Friðriksdóttir um kvöldið þegar leiðir hennar og Maríu Rutar Kristinsdóttur, aðstoðarmaður formanns Viðreisnar lágu saman á örlagaríku ágústkvöldi árið 2013. 3. ágúst 2023 20:00 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Eru hrotur makans vandamál í sambandinu? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Urðu ástfangin í Marokkó Listaparið Snæfríður Ingvarsdóttir og Högni Egilsson eru óumdeilanlega eitt heitasta par landsins. Þau hafa verið saman um nokkurra ára skeið en vita fátt betra en að taka frá tíma til að vera bara tvö saman. 9. ágúst 2023 07:01
Ást er: „Er ótrúlega lánsöm að hafa nælt í hana“ „Frá okkar fyrstu kynnum var ljóst að eitthvað alveg einstakt var í gangi,“ segir Ingileif Friðriksdóttir um kvöldið þegar leiðir hennar og Maríu Rutar Kristinsdóttur, aðstoðarmaður formanns Viðreisnar lágu saman á örlagaríku ágústkvöldi árið 2013. 3. ágúst 2023 20:00