Lífið

Idol dómararnir snúa aftur í nýrri þáttaröð

Boði Logason skrifar
Herra Hnetusmjör, Birgitta Haukdal, Daníel Ágúst og Bríet snúa aftur sem dómarar í Idol í vetur.
Herra Hnetusmjör, Birgitta Haukdal, Daníel Ágúst og Bríet snúa aftur sem dómarar í Idol í vetur. Hulda Margrét

Ný þáttaröð af Idol hefst 24. nóvember á Stöð 2 og munu dómararnir fjórir frá því síðast snúa aftur á skjáinn.

Þau Birgitta Haukdal, Herra Hnetusmjör, Daníel Ágúst og Bríet setjast öll aftur í sæti dómara. Fyrstu upptökur fyrir nýju þáttaröðina fara fram í lok ágúst. Í maí síðastliðnum fóru prufur fram víðvegar um land og var þátttakan glæsileg.

Það var Saga Matthildur sem var krýnd Idol-stjarna Íslands í febrúar eftir að hafa unnið hug og hjörtu þjóðarinnar í þáttaröðinni. 

Idolið var endurvakið á Stöð 2 síðastliðið haust og fékk þáttaröðin góðar viðtökur. Mikill fjöldi mætti í áheyrnarprufur, tæplega hundrað manns komust áfram í dómaraprufur. Átta manns náðu svo að komast á lokasprettinn sem sýndur var í beinni útsendingu.

Nýja þáttaröðin verður sýnd á Stöð 2 í vetur og er fyrsti þáttur 24. nóvember, eins og áður sagði.


Tengdar fréttir

Idol-stjörnubarnið komið í heiminn

Tónlistarkonan og Idol-stjarnan Saga Matthildur Árnadóttir og Sigurður Rúnar Reynisson kærasti hennar eignuðust frumburð sinn fyrr í mánuðinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.