Sport

Dagskráin í dag: Brjálað að gera í Bestu deildinni

Valur Páll Eiríksson skrifar
Bæði KR og Víkingur verða í eldlínunni í kvöld.
Bæði KR og Víkingur verða í eldlínunni í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Besta deild karla ræður ríkjum á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Fimm leikir fara fram á þeim vettvangi í dag.

Fótboltinn er farinn að rúlla á Skotlandi en Aberdeen og Celtic eigast við klukkan ellefu og verður leikur liðanna sýndur beint á Vodafone Sport.

Seinni partinn tekur svo við margra klukkustunda Bestu deildar veisla.

KA og Breiðablik mætast í fyrsta leik dagsins klukkan 16:00 á Stöð 2 Besta deildin. Á sömu rás verður leikur KR og Fram sýndur beint í kjölfarið, klukkan 18:00.

Tveir leikir eru svo klukkan 17:00. Leikur FH og ÍBV í Kaplakrika er sýndur beint á Stöð 2 Sport 5 og Keflavík og Valur mætast á sama tíma, sem sýnt verður frá á Stöð 2 Besta deildin 2.

Lokaleikur dagsins er milli Víkings og HK sem er í beinni á Stöð 2 Sport frá klukkan 19:00. Beint í kjölsogið verður farið yfir öll mörkin og atvikin í Bestu tilþrifunum klukkan 21:25 á Stöð 2 Sport.

Golfið fær þá einnig að njóta sín en AIG Women's Open er á dagskrá frá klukkan 11:00 á Stöð 2 Sport 4.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×