Katrín Tanja endaði í sjöunda sæti á heimsleikum í ár en þetta voru endurkomuleikar hjá henni eftir að hún komst ekki á heimsleikana í fyrra.
Katrín hefur vissulega klárað margar greinar glæsilega á heimsleikunum, bæði þegar hún vann heimsmeistaratitilinn en líka þegar hún náði öðru sætinu eins og heimsleikunum 2020.
Á heimsleikunum 2023 komst hún aftur á móti yfir þröskuld sem hafði verið henni oft erfiður í gegnum tíðina.
„Aldrei verið stoltari af grein hjá mér. Tólf ár að baki á í ferli mínum og þetta var í fyrsta skiptið sem mér tókst að klára muscle up grein. Ánægð, stolt og hafði meira að segja gaman af hringjunum,“ skrifaði Katrín Tanja.
Hún birti með þessu myndasyrpu af sér klára þessa æfingu og fagna með þjálfara sínum Matt Fraser að henni lokinni.
„Flettið myndunum og sjáið hvað ég var hátt uppi eftir æfinguna. Ég náði kannski bara níunda sætinu í greininni en fyrir mig og teymið mitt þá var þetta stór sigur,“ skrifaði Katrín.
„Ég þakklát þjálfurunum mínum fyrir að sýna mér endalausa þolinmæði í hringjunum,“ skrifaði Katrín eins og sjá má hér fyrir neðan.