Fyrsta ófríska konan keppir um titilinn Miss Universe Iceland Íris Hauksdóttir skrifar 14. ágúst 2023 18:44 Keppendur Miss Universe Iceland eru einkar glæsilegir í ár. Arnór Trausti Fegurðarsamkeppnin Miss Universe Iceland fer fram á miðvikudagskvöld og keppendur væntanlega komnir með fiðring í magann. Þó önnur meira en hinar því í fyrsta skipti í sögu keppninnar er einn þátttakandinn barnshafandi. Mína Fanney sótti um þátttöku í fegurðarsamkeppnina í byrjun þessa árs. Eftir umsóknarferli og tilheyrandi prufur komst hún inn í keppnina en skömmu síðar fékk hún óvæntar fréttir. Hún var barnshafandi. Mína Fanney mun keppa um titilinn Miss Universe Iceland á miðvikudagskvöld.Arnór Trausti Ekki á plani en í fyrsta skipti í ár tekur móðir þátt í keppninni. Fram að þessu hafa þær reglur gilt að keppendur mættu ekki eiga börn en eftir að nýr eigandi keypti keppnina, í fyrra, breyttust þær reglur. Kom aldrei neitt annað til greina en að halda áfram þátttöku Mína Fanney deildi því fréttunum með hópnum sínum og upplifði mikinn stuðning. Hún segir það heiður að fá að vera fyrsta konan til að taka þátt í Miss Universe Iceland með barn í maganum. „Þessi meðganga kom mér mjög á óvart og var alls ekki plönuð," segir Mína Fanney og heldur áfram. „Mér leið illa fyrstu vikurnar en eftir að hafa deilt fréttunum með stelpunum fann ég fyrir svo miklum stuðningi. Það kom aldrei neitt annað til greina en að halda áfram þátttöku. Þetta ferli hefur verið svo skemmtilegt og ég er bæði stolt og spennt að vera fyrsta ófríska konan sem tekur þátt í þessarri keppni." Keppnin fer fram í Gamla bíói miðvikudagskvöldið 16. ágúst og hefst keppnin klukkan 20:00. Hægt verður að fylgjast með keppninni í gegnum Vísi.is. Miss Universe Iceland Börn og uppeldi Tímamót Tengdar fréttir Þetta eru keppendur Miss Universe Iceland í ár Miss Universe Iceland keppnin verður haldin í áttunda sinn þann 16. ágúst í Gamla bíó. Keppendur í ár eru nítján talsins og eru á aldrinum átján til tuttugu og átta ára. Alþjóðleg dómnefnd sér um að velja þá stúlku sem stendur uppi sem sigurvegari. 6. júlí 2023 20:22 Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Sjá meira
Mína Fanney sótti um þátttöku í fegurðarsamkeppnina í byrjun þessa árs. Eftir umsóknarferli og tilheyrandi prufur komst hún inn í keppnina en skömmu síðar fékk hún óvæntar fréttir. Hún var barnshafandi. Mína Fanney mun keppa um titilinn Miss Universe Iceland á miðvikudagskvöld.Arnór Trausti Ekki á plani en í fyrsta skipti í ár tekur móðir þátt í keppninni. Fram að þessu hafa þær reglur gilt að keppendur mættu ekki eiga börn en eftir að nýr eigandi keypti keppnina, í fyrra, breyttust þær reglur. Kom aldrei neitt annað til greina en að halda áfram þátttöku Mína Fanney deildi því fréttunum með hópnum sínum og upplifði mikinn stuðning. Hún segir það heiður að fá að vera fyrsta konan til að taka þátt í Miss Universe Iceland með barn í maganum. „Þessi meðganga kom mér mjög á óvart og var alls ekki plönuð," segir Mína Fanney og heldur áfram. „Mér leið illa fyrstu vikurnar en eftir að hafa deilt fréttunum með stelpunum fann ég fyrir svo miklum stuðningi. Það kom aldrei neitt annað til greina en að halda áfram þátttöku. Þetta ferli hefur verið svo skemmtilegt og ég er bæði stolt og spennt að vera fyrsta ófríska konan sem tekur þátt í þessarri keppni." Keppnin fer fram í Gamla bíói miðvikudagskvöldið 16. ágúst og hefst keppnin klukkan 20:00. Hægt verður að fylgjast með keppninni í gegnum Vísi.is.
Miss Universe Iceland Börn og uppeldi Tímamót Tengdar fréttir Þetta eru keppendur Miss Universe Iceland í ár Miss Universe Iceland keppnin verður haldin í áttunda sinn þann 16. ágúst í Gamla bíó. Keppendur í ár eru nítján talsins og eru á aldrinum átján til tuttugu og átta ára. Alþjóðleg dómnefnd sér um að velja þá stúlku sem stendur uppi sem sigurvegari. 6. júlí 2023 20:22 Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Sjá meira
Þetta eru keppendur Miss Universe Iceland í ár Miss Universe Iceland keppnin verður haldin í áttunda sinn þann 16. ágúst í Gamla bíó. Keppendur í ár eru nítján talsins og eru á aldrinum átján til tuttugu og átta ára. Alþjóðleg dómnefnd sér um að velja þá stúlku sem stendur uppi sem sigurvegari. 6. júlí 2023 20:22