Lífið

Dönsuðu og fögnuðu þjóð­há­tíðar­deginum á Austur­velli

Máni Snær Þorláksson skrifar
Börnin fögnuðu þjóðhátíðardegi Indlands með dansi á Austurvelli.
Börnin fögnuðu þjóðhátíðardegi Indlands með dansi á Austurvelli. Vísir/Vilhelm

Nokkur börn sáust dansa á Austurvellinum í dag en þau voru að fagna þjóðhátíðardegi Indlands. Haldið er upp á daginn til að fagna því þegar Indland fékk sjálfstæði frá Bretlandi.

Börnin, sem eru á aldrinum fimm til níu ára, mættu í sínu fínasta pússi á Austurvöll í dag með útprentaðar myndir og indverska fána. Á einni myndinni sem börnin halda á má til að mynda sjá Subhas Chandra Bose, sem er þekktur fyrir hlutverk sitt í sjálfstæðisbaráttu Indlands.

Ljósmyndara Vísis bar að garði þegar börnin voru í miðjum dansi.Vísir/Vilhelm

Sjötíu og sex ár eru nú liðin frá því að Indland fékk sjálfstæði frá Bretlandi. Georg sjötti, þáverandi Bretakonungur, var þó áfram þjóðarleiðtogi Indlands þar til þann 26. janúar árið 1950. Þá varð Indland að lýðveldi og stjórnarskrá landsins tók gildi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.