Eva Ruza trónir á toppi áhrifavalda Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. ágúst 2023 15:30 Eva Ruza hefur fengist við veislustjórnun samhliða útvarps- og blaðamennsku. Með henni á listanum eru Gummi Kíró og Birgitta Líf. vísir Eva Ruza Milijevic, skemmtikraftur og blaðamaður á K100, trónir á toppi lista yfir tekjuhæstu áhrifavalda landsins árið 2022. Hún hreppir toppsætið af kírópraktornum geðuga, Gumma Kíró. Greint er frá þessu í Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem má nálgast hér. Um er að ræða útsvarsskyldar tekjur árið 2022. Hafa ber í huga að þær tekjur endurspegla þó ekki endilega öll laun viðkomandi. Eva Ruza er samkvæmt Tekjublaðinu með um 1,6 milljónir króna í laun á mánuði. Guðmundur Birkir Pálmason, Gummi Kíró, er í öðru sæti listans með tæplega 1,4 milljónir króna. Gummi Kíró var tekjuhæsti áhrifavaldurinn á síðasta ári með 1,3 milljónir króna. Eva hefur samhliða blaða- og útvarpsmennskunni fengist við veislustjórnun og var sem dæmi kynnir á Ungfrú Ísland fegurðarsamkepninni sem fór fram í Gamla bíói á miðvikudagskvöld. Hér að neðan má sjá Evu spyrja fimm efstu dömurnar lokaspurningar: Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World class og samfélagsmiðlastjarna situr í þriðja sæti listans. Fyrr í sumar var greint frá því að hún hafi selt hlut sinn í skemmtistaðnum Bankastræti club sem hún rak frá árinu 2021. Nafni staðarins var breytt í B5 en heitir nú B vegna lögbannskröfu. Þá var greint frá því í vikunni að Birgitta Líf og kærasti hennar Enok Jónsson ættu von á barni. Mikla athygli vakti á síðasta ári þegar greint var frá því í Tekjublaðinu að Þorsteinn V. Einarsson umsjónarmaður Karlmennskunnar hafi verið með um 1,3 milljónir króna í mánaðarlaun árið 2021. Þá sagði hann að sú tala væri tilkomin vegna þess að það hafi gleymst að skila skattframtali hans. Samkvæmt útsvarinu nú var Þorsteinn með 532 þúsund krónur á mánuði árið 2022. Listi yfir tíu tekjuhæstu áhrifavaldana árið 2022: Eva Ruza Milijevic, skemmtikraftur og blaðamaður á K100 - 1,6 milljónir króna. Guðmundur Birkir Pálmason, Gummi Kíró - 1,3 milljónir króna. Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World Class - 1,2 milljónir króna. Indíana Nanna Jóhannsdóttir, eig. GoMove Iceland - 1 milljón króna. Ingileif Friðriksdóttir, áhrifavaldur og aktívisti - 946 þúsund krónur. Brynjólfur Löve Mogensson, Binni Löve - 799 þúsund. Hjálmar Örn Jóhannsson, grínisti og áhrifavaldur - 719 þúsund krónur. Ólöf Tara Harðardóttir, stjórnarkona Öfga - 717 þúsund krónur. Ágúst Beinteinn Árnason, Gústi B - 668 þúsund krónur. Rannveig Hildur Guðmundsdóttir, áhrifavaldur - 635 þúsund krónur. Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2022 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2021 sem var greiddur árið 2022. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við. Tekjur Skattar og tollar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Sigurður launahæstur innan hagsmunasamtaka Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og stjórnarformaður Kviku banka er launahæsti starfsmaður hagsmunasamtaka og aðila vinnumarkaðarins. Hann hreppir toppsætið af Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. 18. ágúst 2023 13:50 Hjalti launahæsti forstjórinn Hjalti Baldursson, fyrrverandi forstjóri Bókunar, var launahæsti forstjóri landsins árið 2022. Mánaðartekjur hans námu 24,8 milljónum króna. Ein kona kemst á lista yfir tíu launahæstu forstjórana. 18. ágúst 2023 09:41 Benedikt er launahæsti bankastjórinn Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka var launahæsti bankastjóri landsins árið 2022. Hann er þó langt því frá launahæsti starfsmaður fjármálafyrirtækja. Birna Einarsdóttir fyrrverandi bankastjóri Íslandsbanka kemst ekki inn á lista yfir tíu launahæstu starfsmennina. 18. ágúst 2023 11:03 Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Greint er frá þessu í Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem má nálgast hér. Um er að ræða útsvarsskyldar tekjur árið 2022. Hafa ber í huga að þær tekjur endurspegla þó ekki endilega öll laun viðkomandi. Eva Ruza er samkvæmt Tekjublaðinu með um 1,6 milljónir króna í laun á mánuði. Guðmundur Birkir Pálmason, Gummi Kíró, er í öðru sæti listans með tæplega 1,4 milljónir króna. Gummi Kíró var tekjuhæsti áhrifavaldurinn á síðasta ári með 1,3 milljónir króna. Eva hefur samhliða blaða- og útvarpsmennskunni fengist við veislustjórnun og var sem dæmi kynnir á Ungfrú Ísland fegurðarsamkepninni sem fór fram í Gamla bíói á miðvikudagskvöld. Hér að neðan má sjá Evu spyrja fimm efstu dömurnar lokaspurningar: Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World class og samfélagsmiðlastjarna situr í þriðja sæti listans. Fyrr í sumar var greint frá því að hún hafi selt hlut sinn í skemmtistaðnum Bankastræti club sem hún rak frá árinu 2021. Nafni staðarins var breytt í B5 en heitir nú B vegna lögbannskröfu. Þá var greint frá því í vikunni að Birgitta Líf og kærasti hennar Enok Jónsson ættu von á barni. Mikla athygli vakti á síðasta ári þegar greint var frá því í Tekjublaðinu að Þorsteinn V. Einarsson umsjónarmaður Karlmennskunnar hafi verið með um 1,3 milljónir króna í mánaðarlaun árið 2021. Þá sagði hann að sú tala væri tilkomin vegna þess að það hafi gleymst að skila skattframtali hans. Samkvæmt útsvarinu nú var Þorsteinn með 532 þúsund krónur á mánuði árið 2022. Listi yfir tíu tekjuhæstu áhrifavaldana árið 2022: Eva Ruza Milijevic, skemmtikraftur og blaðamaður á K100 - 1,6 milljónir króna. Guðmundur Birkir Pálmason, Gummi Kíró - 1,3 milljónir króna. Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World Class - 1,2 milljónir króna. Indíana Nanna Jóhannsdóttir, eig. GoMove Iceland - 1 milljón króna. Ingileif Friðriksdóttir, áhrifavaldur og aktívisti - 946 þúsund krónur. Brynjólfur Löve Mogensson, Binni Löve - 799 þúsund. Hjálmar Örn Jóhannsson, grínisti og áhrifavaldur - 719 þúsund krónur. Ólöf Tara Harðardóttir, stjórnarkona Öfga - 717 þúsund krónur. Ágúst Beinteinn Árnason, Gústi B - 668 þúsund krónur. Rannveig Hildur Guðmundsdóttir, áhrifavaldur - 635 þúsund krónur. Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2022 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2021 sem var greiddur árið 2022. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í dag en rétt er að árétta að um er að ræða útsvarsskyldar tekjur á árinu 2022 og þurfa þær ekki að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn getur falist í launum fyrir setu í nefndum og önnur aukastörf og hlunnindi vegna kaupréttarsamninga. Í launum sumra kann að vera falinn bónus vegna ársins 2021 sem var greiddur árið 2022. Miðað er við útsvarsstofn samkvæmt álagningarskrá en í tölunum eru ekki fjármagnstekjur, til dæmis af vöxtum, arði eða sölu hlutabréfa. Sleppt er skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Þá ber að hafa í huga að inn í tekjunum geta líka verið einskiptisgreiðslur vegna úttektar á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóði. Verktakagreiðslur flokkast ekki sem útsvarsskyldar tekjur og eru því ekki teknar fyrir í álagningaskrá Ríkisskattstjóra sem Tekjublaðið styðst við.
Tekjur Skattar og tollar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Sigurður launahæstur innan hagsmunasamtaka Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og stjórnarformaður Kviku banka er launahæsti starfsmaður hagsmunasamtaka og aðila vinnumarkaðarins. Hann hreppir toppsætið af Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. 18. ágúst 2023 13:50 Hjalti launahæsti forstjórinn Hjalti Baldursson, fyrrverandi forstjóri Bókunar, var launahæsti forstjóri landsins árið 2022. Mánaðartekjur hans námu 24,8 milljónum króna. Ein kona kemst á lista yfir tíu launahæstu forstjórana. 18. ágúst 2023 09:41 Benedikt er launahæsti bankastjórinn Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka var launahæsti bankastjóri landsins árið 2022. Hann er þó langt því frá launahæsti starfsmaður fjármálafyrirtækja. Birna Einarsdóttir fyrrverandi bankastjóri Íslandsbanka kemst ekki inn á lista yfir tíu launahæstu starfsmennina. 18. ágúst 2023 11:03 Mest lesið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Sigurður launahæstur innan hagsmunasamtaka Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og stjórnarformaður Kviku banka er launahæsti starfsmaður hagsmunasamtaka og aðila vinnumarkaðarins. Hann hreppir toppsætið af Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. 18. ágúst 2023 13:50
Hjalti launahæsti forstjórinn Hjalti Baldursson, fyrrverandi forstjóri Bókunar, var launahæsti forstjóri landsins árið 2022. Mánaðartekjur hans námu 24,8 milljónum króna. Ein kona kemst á lista yfir tíu launahæstu forstjórana. 18. ágúst 2023 09:41
Benedikt er launahæsti bankastjórinn Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka var launahæsti bankastjóri landsins árið 2022. Hann er þó langt því frá launahæsti starfsmaður fjármálafyrirtækja. Birna Einarsdóttir fyrrverandi bankastjóri Íslandsbanka kemst ekki inn á lista yfir tíu launahæstu starfsmennina. 18. ágúst 2023 11:03