Lífið

Leggja til sameiningu Reykjavíkur og Malmö

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Júlíus Viggó og félagar hans í Heimdalli telja sig hafa fundið lausn á vanda Reykjavíkurborgar.
Júlíus Viggó og félagar hans í Heimdalli telja sig hafa fundið lausn á vanda Reykjavíkurborgar. Twitter

Heimdellingar leggja til að Reykjavík verði færð undir Malmö í sameinuðu sveitarfélagi Malmövíkur. Þannig megi bæta fjárhag borgarinnar.

Júlíusi Viggó Ólafssyni, formanni Heimdallar, er líkt og flokksfélaga sínum Kjartani Magnússyni mjög umhugað um fjármál Reykjavíkurborgar. Á Twitter-síðu Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, birtist færsla og myndband þar sem formaðurinn leggur til lausnir á vandanum.

Í færslunni stendur meðal annars „Borgin brunar á ógnarhraða fram af brúninni og enginn virðist ætla að stíga á bremsuna. Það er greinilega undir Heimdalli einum komið að bjarga Reykjavík frá glötun.“

Í myndbandinu má síðan sjá frekari útlistun á útfærslunni. Viggó byrjar á að rifja upp hvernig sveitarfélagið Álftanes kom sérstaklega illa út úr hruninu og varð að endingu hluti af sveitarfélagi Garðabæjar.

„Við leggjum til að gera slíkt hið sama, finna stærri rekstareiningu og skutla Reykjavík inn í hana,“ segir hann.

„Því kynnir Heimdallur með stolti Malmövík, byltingarkennd lausn við fjárhagsörðugleikum og spennandi ný skandinavísk byggð.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.