Seðlabankinn telur að atvinnuleysi aukist í 4,4 prósent á tveimur árum

Vísbendingar eru um að hægja muni á vinnuaflseftirspurn næsta misserið. Niðurstöður sumarkönnunar Gallup benda til þess að dregið hafi úr ráðningaráformum fyrirtækja en að þau séu þó enn yfir meðallagi, segir í Peningamálum Seðlabankans.