Sport

Ver­stappen gæti jafnað met goð­sagnarinnar á heima­velli

Aron Guðmundsson skrifar
Max Verstappen, ökumaður Red Bull Racing og ríkjandi heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1
Max Verstappen, ökumaður Red Bull Racing og ríkjandi heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1 Vísir/Getty

For­múla 1 snýr aftur úr sumar­fríi um næst­komandi helgi og getur Max Ver­stappen, öku­maður Red Bull Ra­cing og ríkjandi heims­meistari, jafnað met goð­sagnar í móta­röðinni með sigri á heima­velli.

Næsta keppnis­helgi For­múlu 1 fer fram í Zand­voort í Hollandi og hingað til hefur fátt geta stöðvað heima­manninn Max Ver­stappen í því að sækja sinn þriðja heims­meistara­titil á ferlinum.

Ver­stappen er með 125 stiga for­ystu á toppi stiga­keppni öku­manna, hann hefur unnið átta keppnir í röð og sigur í Zand­voort sér til þess að hann jafnar met Sebastian Vet­tel sem vann á sínum tíma mest níu keppnir í röð.

Vet­tel er einn af bestu öku­mönnum For­múlu 1 frá upp­hafi með fjóra heims­meistara­titla á bakinu og allir komu þeir með nú­verandi liði Ver­stappen, Red Bull Ra­cing.

Sebastian Vettel árið 2013 sem ökumaður Red Bull Racing Vísir/Getty

Metið yfir flesta keppnis­sigra í röð náði Vet­tel að setja á sínu síðasta tíma­bili með Red Bull Ra­cing árið 2013.

Miðað við þróun yfir­standandi tíma­bils er ó­hætt að segja að líkurnar séu með Ver­stappen hvað varðar það hvort hann nái að jafna metið og yrði það önnur rós í hnappa­gat hans takist honum ætlunar­verk sitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×