Óvænt pálmatré settu strik í stóra daginn Íris Hauksdóttir skrifar 26. ágúst 2023 09:12 Hjónin Einar og Sólbjört giftu sig í Vestmannaeyjum fyrr í sumar. aðsend Listaparið Sólbjört Sigurðardóttir og Einar Stefánsson hittust fyrst á tónlistarhátíðinni LungA sumarið 2016. Fyrsti kossinn átti sér stað á skemmtistaðnum Húrra haustið eftir. Í byrjun næsta árs breyttist líf parsins svo snögglega þegar ljóst var að þau ættu von á barni. Síðan þá hafa tekið við ótal ævintýri, þar á meðal þátttaka þeirra í Eurovision og ævintýralegt brúðkaup sem haldið var í Vestmannaeyjum fyrr í sumar. Sólbjört starfar sem flugfreyja og dansari en hún nemur jafnframt stund á leiklist innan Listaháskóla Íslands. Einar starfar sem markaðs- og kynningarstjóri hjá Píeta samtökunum samhliða því að vera trommuleikari hljómsveitarinnar Hatara og gítarleikari hljómsveitarinnar Vök. Dóttirin kúkaði í miðju bónorði Parið hefur undanfarin ár komið víða fram á vegum Hatara og segir Sólbjört það geti á köflum verið krefjandi. „Það hefur alveg reynt á að vera í sambandi og vinna saman en með tímanum hefur okkur tekist að koma okkur upp ágætlega faglegu sambandi þegar við erum að vinna.“ Sólbjört segir það á köflum erfitt að samræma ástarlíf og vinnu með manninum sínum í hljómsveitinni Hatara.aðsend Spurð hvort þau séu rómantísk segir Sólbjört að þrátt fyrir að vera lítið fyrir væmni hafi þau trúlofast á Valentínusardaginn í fyrra. „Mér fannst ógeðslega fyndið að honum skildi detta til hugar að velja þennan dag. Hann hafi komið hringnum fyrir í krók í loftinu í eldhúsinu sem ég átti alls ekki að sjá strax. Við ætluðum að gefa dóttur okkar að borða og koma henni svo í rúmið en ég tók strax eftir hringnum. Hann var varla búinn að bera spurninguna upp þegar dóttir okkar kallaði BÚIN á baðherberginu. Mér þykir vænt um þessa minningu því þetta var svo hversdagslegt og fyndið.“ Urðu foreldrar snemma í sambandinu Litla dóttirin, Ylfa Björk kom í heiminn eftir stutt kynni þeirra Sólbjartar og Einars en segja þau hana hafa verið afskaplega velkomna viðbót inn í lífið. „Við urðum fullorðins mjög snemma í sambandinu,“ segir Sólbjört og heldur áfram. „Einar var mikið að túra eftir að hún fæddist og ég í Listaháskólanum. Ylfa Björk hefur fylgt foreldrum sínum í öllum þeirra ævintýrum. aðsend Hún var fimm mánaða þegar ég sneri aftur í skólann og þá kom Einar með hana í hádegishléum þar sem ég gaf henni að drekka. Síðan þá hefur hún tekið þátt í öllu sem við höfum tekið okkur fyrir hendur.“ Fengu sér tattú í stíl kvöldið fyrir brúðkaupið Parið gekk í hjónaband fyrr í sumar og segir Sólbjört það hafa snemma verið ákveðið að brúðkaupið skildi fara fram í Vestmannaeyjum. „Sama kvöld og við trúlofuðum okkur ákváðum við gifta okkur í Vestmannaeyjum. Ég er fædd þar, pabbi spilaði þar og þjálfaði með ÍBV auk þess er eru flestir ættingjar Einars búsettir í eyjum. Okkur langaði að hafa þetta heila helgi af skemmtun og settum niður dagskrá. Buðum gestum í bátsferð í kringum eyjuna, grilluðum og bókuðum svo skemmtistaðnum Lundanum. Þar fengum við Einar okkur tattú í stíl af pálmatrjám en þau áttu eftir að koma við sögu í brúðkaupinu. Önnur ástæða þess að Vestmannaeyjar urðu fyrir valinu var Gísli Matt, eigandi veitingarstaðarins Slippsins en Gísli er að okkar mati besti kokkur landsins. Við elskum að borða á Slippnum og það kom aldrei annað til greina en að borða mat eftir Gísla í brúðkaupinu. Salurinn hans er líka svo fallegur og látlaus, alveg í okkar anda.“ Risavaxin pálmatré óvænt í salnum Bæði voru ákveðin í að athöfnin færi ekki fram í kirkju og nennti Sólbjört ekki, að eigin sögn, að treysta á veðrið. Úr varð að athöfnin fór fram í Alþýðuhúsinu, tónleikastað eyjaskeggja en þar höfðu nýverið farið fram eigendaskipti og lítið um uppákomur þar innan hús síðan í heimsfaraldrinum. Veislan var haldin í Alþýðuhúsinu í Vestmannaeyjum.aðsend Viku fyrir brúðkaup hringdi nýi eigandinn í Sólbjörtu með óvæntar fréttir sem komu henni verulega á óvart. „Hann sagðist hafa keypt þrjú pálmatré sem áður höfðu verið í Vetrargarðinum í Smáralind. Þau voru sirka sex metra há og sennilega í kringum sjöhundruð kíló. Sólbjört segir brúðkaupið hafa verið besti dagur lífs síns. aðsend Hann tilkynnti mér það hróðugur að þetta yrðu hinar fínustu skreytingar í brúðkaupinu sem átti þó að vera svo látlaust. Ég viðurkenni að ég fékk smá panik en á endanum kom þetta ótrúlega vel út og eftir á að hyggja hefðum við ekki viljað hafa þetta neitt öðruvísi.“ Fullkomið augnablik Matthías Tryggvi Haraldsson, söngvari Hatara og athafnastjóri hjá Siðmennt gaf hjónin saman og að lokinni athöfn sprengdu feður brúðhjónanna yfir þau confetti sprengjum. Í kjölfarið var tjaldið dregið frá og hljómsveitin Bjartar sveiflur byrjuðu að spila lagið Þú fullkomnar mig úr smiðju Sálarinnar. Klippa: Brúðkaup Einars og Sólbjartar „Þetta var fullkomið augnablik. Fyrr um daginn höfðum við vinkonurnar gert okkur klárar á hárgreiðslustofu sem ég fékk til leigu. Þær gengu svo að Alþýðuhúsinu en eftir stóð ég fattaði þá að við höfum gleymt að plana það hver myndi sækja mig. Frændi minn kom þó á síðustu stundu og ég náði í tæka tíð. Feðurnir gáfu fótstig upp á sviðið Við höfðum lagið Just the two of us sem inngöngulag en þar sem athöfnin fór fram upp á sviði var enginn stigi til að komast þangað upp. Eftir því sem ég nálgaðist Einar yfir gólfið horfði ég sífellt ráðvilltari í augun á honum yfir því hvernig ég gæti klöngrast upp á sviðið í kjólnum. Ég komst ekki lengra í hugsun því skyndilega réttu pabbi og tengdapabbi mér hendurnar sínar og gáfu mér fótstig upp á svið þar sem þeir næstum misstu mig. Það var líka frábært atriði, það var allt létt, skemmtilegt og fyndið þennan dag. Löggan kom þrisvar vegna hávaðakvartana Ræðan hans Matta var passlega væmin og veislustjórarnir, þau Katla Njálsdóttir og Kristinn Óli, betur þekktur sem Króli, bestu vinir okkar og bekkjarsystkini mín í Leiklistarskólanum voru sömuleiðis með fullt af skemmtilegum atriðum í veislunni. Síðar steig hljómsveitin Sykur á svið sem var alveg geggjað. Bjartar sveiflur tóku svo aftur við og þá sungum við Einar með þeim, hann lagið Wicked Games og ég Draumaprinsinn. Þetta var grínlaust besta helgi lífs míns og löggan kom samtals þrisvar þetta kvöld vegna hávaðakvartana,“ segir Sólbjört glettin á svip. Lögreglan í Vestmannaeyjum kom þrisvar sama kvöld vegna kvartana um hávaða.aðsend Draumakjóllinn úr smiðju Hatara-hönnuðar Spurð hver eigi heiðurinn af kjólnum sem hún klæddist segir hún hann jafnframt eiga tengingu inn í hljómsveitina Hatari. „Andri Hrafn Unnarsson saumaði hann á mig en hann ásamt Karen Briem sáum um búningana fyrir Eurovision ferðina okkar. Þetta var í fyrsta sinn sem hann hannar og saumar brúðarkjól og þetta reyndist kjóll drauma minna.“ Andri Hrafn hannaði brúðarkjólinn.aðsend Hér fyrir neðan svarar Sólbjört spurningum í viðtalsliðnum Ást er. Fyrsti kossinn: „Á Húrra.“ Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: „Þó ég eigi mjög erfitt með alla væmni sjálf þá er ég algjör sökker fyrir rómantískum myndum og græt yfir þeim öllum, myndi þó segja að Notebook sé uppáhalds.“ Uppáhalds break up ballaðan mín er: „Unbreak My Heart með Toni Braxton.“ Lagið okkar: „Það var alltaf Fame með the Acid en er núna Þú fullkomnar mig eftir brúðkaupið.“ Mér finnst rómantískt stefnumót vera: „Góður matur, gott vín og góð mynd í sófanum.“ Maturinn: „Sushi eða tapas.“ Fyrsta gjöfin sem ég gaf kærastanum mínum: „Vinyl plötu með The Acid.“ Fyrsta gjöfin sem kærastinn minn gaf mér: „Vinyl plötuna Lemonade með Beyonce.“ Kærastinn minn er: „Einar Hrafn Stefánsson“ Rómantískasti staður á landinu: „Vestmannaeyjar.“ Ást er: Að vera bestu vinir, geta gert grín hvort af öðru og finna fegurðina í hversdagsleikanum. Tímamót Brúðkaup Ást er... Ástin og lífið Tengdar fréttir Söng um Draumaprinsinn og giftist sínum Einar Stefánsson, markaðs- og kynningarstjóri hjá Píeta samtökunum, trommuleikari Hatara og gítarleikari Vakar gekk að eiga Sólbjörtu Sigurðardóttur flugfreyju, dansara og leiklistarnema við hátíðlega athöfn um liðna helgi í Vestmannaeyjum. 1. ágúst 2023 10:56 „Allir staðir eru rómantískir með réttu manneskjunni“ Þær Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Silja Ýr S. Leifsdóttir kynntust á spjallborðinu Lez Jungle sem þá var vettvangur íslenskra hinsegin kvenna til að kynnast. Það þurfti aðeins eitt samtal og hafa þær nú verið par í fimmtán ár og eiga saman tvær dætur. 10. ágúst 2023 20:01 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Ertu ástar- og/eða kynlífsfíkill? Makamál Sambandið algjör ástarbomba Makamál „Sniðug, opin, klár og heit“ Makamál „Spurði hversu mörgum stelpum hann væri búinn að senda þessa línu“ Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Spurning vikunnar: Ferðu reglulega á stefnumót með makanum þínum? Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Sólbjört starfar sem flugfreyja og dansari en hún nemur jafnframt stund á leiklist innan Listaháskóla Íslands. Einar starfar sem markaðs- og kynningarstjóri hjá Píeta samtökunum samhliða því að vera trommuleikari hljómsveitarinnar Hatara og gítarleikari hljómsveitarinnar Vök. Dóttirin kúkaði í miðju bónorði Parið hefur undanfarin ár komið víða fram á vegum Hatara og segir Sólbjört það geti á köflum verið krefjandi. „Það hefur alveg reynt á að vera í sambandi og vinna saman en með tímanum hefur okkur tekist að koma okkur upp ágætlega faglegu sambandi þegar við erum að vinna.“ Sólbjört segir það á köflum erfitt að samræma ástarlíf og vinnu með manninum sínum í hljómsveitinni Hatara.aðsend Spurð hvort þau séu rómantísk segir Sólbjört að þrátt fyrir að vera lítið fyrir væmni hafi þau trúlofast á Valentínusardaginn í fyrra. „Mér fannst ógeðslega fyndið að honum skildi detta til hugar að velja þennan dag. Hann hafi komið hringnum fyrir í krók í loftinu í eldhúsinu sem ég átti alls ekki að sjá strax. Við ætluðum að gefa dóttur okkar að borða og koma henni svo í rúmið en ég tók strax eftir hringnum. Hann var varla búinn að bera spurninguna upp þegar dóttir okkar kallaði BÚIN á baðherberginu. Mér þykir vænt um þessa minningu því þetta var svo hversdagslegt og fyndið.“ Urðu foreldrar snemma í sambandinu Litla dóttirin, Ylfa Björk kom í heiminn eftir stutt kynni þeirra Sólbjartar og Einars en segja þau hana hafa verið afskaplega velkomna viðbót inn í lífið. „Við urðum fullorðins mjög snemma í sambandinu,“ segir Sólbjört og heldur áfram. „Einar var mikið að túra eftir að hún fæddist og ég í Listaháskólanum. Ylfa Björk hefur fylgt foreldrum sínum í öllum þeirra ævintýrum. aðsend Hún var fimm mánaða þegar ég sneri aftur í skólann og þá kom Einar með hana í hádegishléum þar sem ég gaf henni að drekka. Síðan þá hefur hún tekið þátt í öllu sem við höfum tekið okkur fyrir hendur.“ Fengu sér tattú í stíl kvöldið fyrir brúðkaupið Parið gekk í hjónaband fyrr í sumar og segir Sólbjört það hafa snemma verið ákveðið að brúðkaupið skildi fara fram í Vestmannaeyjum. „Sama kvöld og við trúlofuðum okkur ákváðum við gifta okkur í Vestmannaeyjum. Ég er fædd þar, pabbi spilaði þar og þjálfaði með ÍBV auk þess er eru flestir ættingjar Einars búsettir í eyjum. Okkur langaði að hafa þetta heila helgi af skemmtun og settum niður dagskrá. Buðum gestum í bátsferð í kringum eyjuna, grilluðum og bókuðum svo skemmtistaðnum Lundanum. Þar fengum við Einar okkur tattú í stíl af pálmatrjám en þau áttu eftir að koma við sögu í brúðkaupinu. Önnur ástæða þess að Vestmannaeyjar urðu fyrir valinu var Gísli Matt, eigandi veitingarstaðarins Slippsins en Gísli er að okkar mati besti kokkur landsins. Við elskum að borða á Slippnum og það kom aldrei annað til greina en að borða mat eftir Gísla í brúðkaupinu. Salurinn hans er líka svo fallegur og látlaus, alveg í okkar anda.“ Risavaxin pálmatré óvænt í salnum Bæði voru ákveðin í að athöfnin færi ekki fram í kirkju og nennti Sólbjört ekki, að eigin sögn, að treysta á veðrið. Úr varð að athöfnin fór fram í Alþýðuhúsinu, tónleikastað eyjaskeggja en þar höfðu nýverið farið fram eigendaskipti og lítið um uppákomur þar innan hús síðan í heimsfaraldrinum. Veislan var haldin í Alþýðuhúsinu í Vestmannaeyjum.aðsend Viku fyrir brúðkaup hringdi nýi eigandinn í Sólbjörtu með óvæntar fréttir sem komu henni verulega á óvart. „Hann sagðist hafa keypt þrjú pálmatré sem áður höfðu verið í Vetrargarðinum í Smáralind. Þau voru sirka sex metra há og sennilega í kringum sjöhundruð kíló. Sólbjört segir brúðkaupið hafa verið besti dagur lífs síns. aðsend Hann tilkynnti mér það hróðugur að þetta yrðu hinar fínustu skreytingar í brúðkaupinu sem átti þó að vera svo látlaust. Ég viðurkenni að ég fékk smá panik en á endanum kom þetta ótrúlega vel út og eftir á að hyggja hefðum við ekki viljað hafa þetta neitt öðruvísi.“ Fullkomið augnablik Matthías Tryggvi Haraldsson, söngvari Hatara og athafnastjóri hjá Siðmennt gaf hjónin saman og að lokinni athöfn sprengdu feður brúðhjónanna yfir þau confetti sprengjum. Í kjölfarið var tjaldið dregið frá og hljómsveitin Bjartar sveiflur byrjuðu að spila lagið Þú fullkomnar mig úr smiðju Sálarinnar. Klippa: Brúðkaup Einars og Sólbjartar „Þetta var fullkomið augnablik. Fyrr um daginn höfðum við vinkonurnar gert okkur klárar á hárgreiðslustofu sem ég fékk til leigu. Þær gengu svo að Alþýðuhúsinu en eftir stóð ég fattaði þá að við höfum gleymt að plana það hver myndi sækja mig. Frændi minn kom þó á síðustu stundu og ég náði í tæka tíð. Feðurnir gáfu fótstig upp á sviðið Við höfðum lagið Just the two of us sem inngöngulag en þar sem athöfnin fór fram upp á sviði var enginn stigi til að komast þangað upp. Eftir því sem ég nálgaðist Einar yfir gólfið horfði ég sífellt ráðvilltari í augun á honum yfir því hvernig ég gæti klöngrast upp á sviðið í kjólnum. Ég komst ekki lengra í hugsun því skyndilega réttu pabbi og tengdapabbi mér hendurnar sínar og gáfu mér fótstig upp á svið þar sem þeir næstum misstu mig. Það var líka frábært atriði, það var allt létt, skemmtilegt og fyndið þennan dag. Löggan kom þrisvar vegna hávaðakvartana Ræðan hans Matta var passlega væmin og veislustjórarnir, þau Katla Njálsdóttir og Kristinn Óli, betur þekktur sem Króli, bestu vinir okkar og bekkjarsystkini mín í Leiklistarskólanum voru sömuleiðis með fullt af skemmtilegum atriðum í veislunni. Síðar steig hljómsveitin Sykur á svið sem var alveg geggjað. Bjartar sveiflur tóku svo aftur við og þá sungum við Einar með þeim, hann lagið Wicked Games og ég Draumaprinsinn. Þetta var grínlaust besta helgi lífs míns og löggan kom samtals þrisvar þetta kvöld vegna hávaðakvartana,“ segir Sólbjört glettin á svip. Lögreglan í Vestmannaeyjum kom þrisvar sama kvöld vegna kvartana um hávaða.aðsend Draumakjóllinn úr smiðju Hatara-hönnuðar Spurð hver eigi heiðurinn af kjólnum sem hún klæddist segir hún hann jafnframt eiga tengingu inn í hljómsveitina Hatari. „Andri Hrafn Unnarsson saumaði hann á mig en hann ásamt Karen Briem sáum um búningana fyrir Eurovision ferðina okkar. Þetta var í fyrsta sinn sem hann hannar og saumar brúðarkjól og þetta reyndist kjóll drauma minna.“ Andri Hrafn hannaði brúðarkjólinn.aðsend Hér fyrir neðan svarar Sólbjört spurningum í viðtalsliðnum Ást er. Fyrsti kossinn: „Á Húrra.“ Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: „Þó ég eigi mjög erfitt með alla væmni sjálf þá er ég algjör sökker fyrir rómantískum myndum og græt yfir þeim öllum, myndi þó segja að Notebook sé uppáhalds.“ Uppáhalds break up ballaðan mín er: „Unbreak My Heart með Toni Braxton.“ Lagið okkar: „Það var alltaf Fame með the Acid en er núna Þú fullkomnar mig eftir brúðkaupið.“ Mér finnst rómantískt stefnumót vera: „Góður matur, gott vín og góð mynd í sófanum.“ Maturinn: „Sushi eða tapas.“ Fyrsta gjöfin sem ég gaf kærastanum mínum: „Vinyl plötu með The Acid.“ Fyrsta gjöfin sem kærastinn minn gaf mér: „Vinyl plötuna Lemonade með Beyonce.“ Kærastinn minn er: „Einar Hrafn Stefánsson“ Rómantískasti staður á landinu: „Vestmannaeyjar.“ Ást er: Að vera bestu vinir, geta gert grín hvort af öðru og finna fegurðina í hversdagsleikanum.
Tímamót Brúðkaup Ást er... Ástin og lífið Tengdar fréttir Söng um Draumaprinsinn og giftist sínum Einar Stefánsson, markaðs- og kynningarstjóri hjá Píeta samtökunum, trommuleikari Hatara og gítarleikari Vakar gekk að eiga Sólbjörtu Sigurðardóttur flugfreyju, dansara og leiklistarnema við hátíðlega athöfn um liðna helgi í Vestmannaeyjum. 1. ágúst 2023 10:56 „Allir staðir eru rómantískir með réttu manneskjunni“ Þær Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Silja Ýr S. Leifsdóttir kynntust á spjallborðinu Lez Jungle sem þá var vettvangur íslenskra hinsegin kvenna til að kynnast. Það þurfti aðeins eitt samtal og hafa þær nú verið par í fimmtán ár og eiga saman tvær dætur. 10. ágúst 2023 20:01 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Ertu ástar- og/eða kynlífsfíkill? Makamál Sambandið algjör ástarbomba Makamál „Sniðug, opin, klár og heit“ Makamál „Spurði hversu mörgum stelpum hann væri búinn að senda þessa línu“ Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Spurning vikunnar: Ferðu reglulega á stefnumót með makanum þínum? Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Söng um Draumaprinsinn og giftist sínum Einar Stefánsson, markaðs- og kynningarstjóri hjá Píeta samtökunum, trommuleikari Hatara og gítarleikari Vakar gekk að eiga Sólbjörtu Sigurðardóttur flugfreyju, dansara og leiklistarnema við hátíðlega athöfn um liðna helgi í Vestmannaeyjum. 1. ágúst 2023 10:56
„Allir staðir eru rómantískir með réttu manneskjunni“ Þær Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Silja Ýr S. Leifsdóttir kynntust á spjallborðinu Lez Jungle sem þá var vettvangur íslenskra hinsegin kvenna til að kynnast. Það þurfti aðeins eitt samtal og hafa þær nú verið par í fimmtán ár og eiga saman tvær dætur. 10. ágúst 2023 20:01