Lífið

Andrés Pírati flytur í næstu götu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Andrés hyggst flytja fjölskylduna um 140 metra.
Andrés hyggst flytja fjölskylduna um 140 metra.

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata og Rúna Vigdís Guðmarsdóttir hafa sett íbúð sína við Rauðalæk 14 í Laugarneshverfi í Reykjavík til sölu. Ásett verð fyrir eignina eru 87,9 milljónir. 

„Við Rúna ætlum að draga krakkana með okkur í ferðalag á nýtt heimili, samt bara 140 metra í loftlínu þetta skiptið. En fyrir vikið er dásemdaríbúðin okkar komin á markaðinn,“ skrifar Andrés í færslu á samfélagsmiðlum um söluna á eigninni.

Um er að ræða rúmlega 120 fermetra eign á annarri hæð í fjórbýlihúsi byggt árið 1958. Í lýsingu eignarinnar á fasteignavef Vísis segir að íbúðin skiptist í þrjú rúmgóð svefnherbergi, baðherbergi og tvær samliggjandi og bjartar stofur. Þá er ttgengt er úr borðstofu á suðvestur svalir. 

Fjölskyldan hefur búið sér afar snoturt heimili líkt og meðfylgjandi myndir sýna. 

Stofur eru bjartar og rúmgóðar með gluggum í tvær áttir og útgengi á svalir til suðvesturs.Fasteignaljósmyndun
Stofa og borðstofa eru samliggjandi og parketlagðar,Fasteignaljósmyndun
Eldhús er búið  upprunalegri innréttingu með flísum á milli skápa og tengi fyrir uppþvottavél. Fasteignaljósmyndun
Hjónaherbergi er parketlagt og rúmgott með fataskápum. Fasteignaljósmyndun
Svalir snúa í suðvestur.Fasteignaljósmyndun
Húsið er byggt árið 1958 en hefur verið töluvert endurnýjað síðastliðin ár.Fasteignaljósmyndun





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.