Heitir í háloftunum Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 30. ágúst 2023 20:02 Vilhjálmur, Gilbert Álfgrímur og Egill Gauti eru fjórir af fjölmörgum funheitum og frískum flugþjónum sem fljúga um háloftin. Karlkyns flugþjónum, eða heitum háloftaprinsum, hefur fjölgað ört á síðastliðnum árum. Í gegnum tíðina hafa konur verið kenndar við starfið út frá gömlum staðalímyndum. Flugfreyjur áttu að vera ógiftar og snotrar í vexti. Tímarnir hafa breyst og hefur fjölbreytileikinn tekið við á jörðu niðri sem og í háloftunum. Óhætt er að segja að fjölgunin af karlpeningnum í aftara farrými flugvélarinnar sé mikið gleðiefni af mörgum ástæðum. En í grein Fálkans í mars 1947 segir: „Hlutverk flugfreyjunnar er yfirleitt það að sjá um að farþegunum líði eins vel og hœgt er. Þær hlynna að þeim og veita þeim hressingu og spara þeim ýmis ómök. Starf þeirra krefst því málakunnáttu, aðlaðandi framkomu og nokkurrar kunnáttu í sem flestu, auk þess sem æskilegt er að flugfreyjan sé lagleg og snotur í vexti, svo karlmennirnir geti haft hana til augnayndis og konurnar til þess að öfunda hana.“ Flugfreyjur máttu vera lofaðar en ekki giftar árið 1947. Þær áttu að vera sætar og mjóar. Augnakonfekt karlmannsins.Getty Þá kom einnig fram að flugfreyjustarfið væri eina starfið á Íslandi þar sem væri skilyrði að flugfreyjan væri ógift. Samkvæmt ráðningarsamningi mátti hún vera lofuð en skylt að hætta í starfinu um leið og hún væri búin að ganga í hjónaband, nema það væri á einhvern hátt hagur flugfélagsins að hún gifti sig. Himininn er rauður og blár Flugþjónar eru ólíkir eins og þeir eru margir en það sem aðskilur þá er einkennisklæðnaður, rauður eða blár. Lífið á Vísi setti saman lista af flottum flugþjónum sem starfa innan raða íslensku flugfélaganna, Play og Icelandair. En hvað er það sem heillar þessa huggulegu menn við starfið? Fljúgandi listamaður Álfgrímur Aðalsteinsson er 26 ára tónlistarmaður, sviðslistanemi og flugþjónn á sumrin hjá Icelandair. Hann hefur nú sest aftur á skólabekk við Listaháskóla Íslands þar sem hann er á öðru ári á sviðshöfundabraut. Álfgrímur hóf störf sem flugþjónn í sumar.Aðsend Að sögn Álfgríms eru samstarfsfélagarnir mest heillandi við starfið sem er ólíkt dag frá degi. Álfgrímur stundar nám við Listaháskóla Íslands.Aðsend Vinalottó í fluginu Flugþjónninn og einkaþjálfarinn Antoine Hrannar Fons hefur starfað sem flugþjónn hjá Icelandair frá árinu 2014. „Það er frábært að takast á við nýtt ævintýri a hverjum degi með fólki sem maður hefur kannski aldrei unnið með áður eftir öll þessi ár. Enginn dagur er eins og ég hef eignast fullt af ótrúlega góða vinum.“ Antoine er fæddur 1984 og nálgast því fertugt. Hann er á lausu.Dóra Dúna Ferðalög og bið fylgja óumflýjanlega starfi flugþjónsins.Antoine Hrannar Sautján ára reynsla Páll Magnús Guðjónsson hefur starfað sem flugþjónn í rúmlega sautján ár. Hann byrjaði í bransanum hjá Iceland Express árið 2007 áður en hann hóf störf hjá Icelandair. Samhliða flugþjónastafinu starfar hann sem Uniform manager félagsins og hefur því umsjón með einkennisklæðnaði flugfólks. „Ég heillast af því að enginn dagur sé eins, ferðalögunum, að kynnast nýju fólki og hinum óreglulega vinnutíma.“ Páll ásamt samstarfskonu sinni um borð.Aðsend Aðsend Enginn mánuður eins Hinn þrítugi Gilbert Bryon hefur starfað hjá Play frá upphafi. Fyrir það starfaði hann hjá Wow air og lauk í framhaldinu atvinnuflugnámi. „Work hard PLAY hard, er það ekki?,“ segir Gilbert Bryon og hlær. „Það sem heillar mig við starfið er allt það frábæra fólk sem ég fæ að vinna með og kynnast. Ferðalög og óreglulegur vinnutími þar sem engin mánuður er eins,“ segir Gilbert. „Þrátt fyrir langa vinnudaga þá fer maður í gegnum þá með bros á vör.“ Gilbert lítur út um flugstjórnarklefann.Aðsend Aðsend Einkaþjálfun og flugþjónastarfið góð blanda Vikar Sigurjónsson er fimmtugur flugþjónn og einkaþjálfari búsettur í Reykjanesbæ. Hann segist heillaður af starfinu fólksins vegna, bæði farþegum sem og samstarfsfólki. Hann segir þó ákveðinn galla fylgja því að vinna í stórum og skemmtilegum hópi. „Í þessari vinnu er maður að hitta nýja samstarfsfélaga á hverjum vinnudegi sem maður fær svo kannski ekki flug með aftur fyrr en eftir einhverja mánuði, jafnvel ár. Það er kostur að vinna með stórum hópi af frábæru fólki en gallinn að hitta fólkið sjaldan,“ segir Vikar. Hann nefnir sem dæmi að undanfarna þrjá mánuði hafi hann aðeins þrisvar flogið aftur með sama vinnufélaga. „Svo er það klisjan... að ég elska að ferðast,“ bætir hann við. Vikar hefur starfað við líkamsrækt síðastliðin 26 ár. Honum þótti kominn tími til að víkka sjóndeildarhringinn og ákvað að sækja um. „Ég rak Lífsstíl Líkamsrækt í Keflavík í 19 ár sem lokaði 1. mars síðastliðinn. Meðfram flugþjónastarfinu er ég að þjálfa í Sporthúsinu í Reykjanesbæ sem einkaþjálfari og hóptímakennari í Spinning, ButtLift, pallatímum, auk annarra tíma, ásamt því að vera með ButtLift í fjarþjálfun.“ Vikar við stélið.Vikar. Vikar útskrifaðist sem flugþjónn í sumar.Aðsend Vinahópurinn stækkar Flugþjóninn Egill Gauti Viðarsson, hóf störf hjá Play í sumar. Hann segist heillaður af stöðugu ferðalagi sem einkenni starfið. „Ég er að kynnast nýju fólki á hverjum degi svo vinahópurinn stækkar nánast í hverri viku.“ Góður kaffibolli á milli leggja.Aðsend Hreyflamynd er alltaf klassísk.Aðsend Nýtir tækifærin í að kynnast nýjum stöðum Jafet Máni Magnúsarson er 26 ára gamall fluþjónn og dagskrárgerðarmaður. „Ég byrjaði að vinna hjá Icelandair í fyrrasumar. Meðfram fluginu hefur ég unnið við dagskrárgerð, leiklist og að talsetja,“ segir Jafet sem heillast af mannauði fyrirtækisins. „Þar vinnur fólk á öllum aldri með ríka þjónustulund og mikla þekkingu er lítur að ferðalögum og annarri menningu. Það gagnast mér afar vel enda hef ég mikinn áhuga á ferðalögum og nýti hvert tækifæri sem ég hef til að spóka mig um á nýjum stað. Þá ber helst að nefna einnig þá ferðalanga sem nýta þjónustuna. Í fluginu er fjölbreyttur hópur fólks að sækja ýmis erindi, hvort sem það eru fyrstu utanlandsferðir, fjölskylduferðir, skemmtiferðir eða vinnuerindi. Það er afar gaman að fá að vera liður í því og upplifa, oftast, fyrsta eða síðasta legg fólks í ferðalaginu.“ Jafet Máni hefur starfað við dagskrárgerð síðastliðin ár.Jafet Máni Dóra Dúna Tíminn flýgur Vilhjálmur Þór Davíðsson hóf störf sem flugþjónn hjá Icelandair árið 2012. „Það er svo mikið sem heillar við flugið, yndislegt samstarfsfólk og farþegar, enginn dagur er eins og tíminn flýgur alltaf áfram um borð,“ segir Vilhjálmur. Villi hefur starfað sem flugþjónn frá árinu 2012.Vilhjálmur Þór. Villi hefur fengið að kynnast ólíkum menningarheimum í starfi sínu síðastliðin ár.Vilhjálmur Þór. Vellíðan og góð liðsheild mikilvæg Hinn þrítugi Ethem Bajramaj hefur starfað sem flugþjónn hjá Play frá því í mars í fyrra. Aðspurður segist Ethem heillast af fjölbreyttu og skemmtilegu starfsumhverfi með góðum samstarfsfélögum og lýsir félaginu sem einni stórri fjölskyldu. Etham starfaði eitt ár hjá flugfélaginu Wow air, sem var og hét.Aðsend Etham tekur brosandi á móti farþegum.Aðsend „Þetta starf er svo allskonar, eins og ég!“ Ólafur Alex Kúld hefur starfað sem flugþjónn hjá Icelandair frá árinu 2015. Fyrir það hafði hann starfað við hin ýmsu þjónustustörf. „Ég starfaði sem þjónn á Kaffi Vest, Kex Hostel, Kaffi Flóru og var barþjónn eitt sumar á Seyðisfirði á Kaffi Láru,“ segir Ólafur og bætir við: „Flugið átt alltaf hug minn frá því að ég fór í mína fyrstu flugferð sem barn.“ „Það sem heillar mig við þetta starf er fjölbreytnin, glæsibragurinn yfir starfinu, ríka öryggismenningin og að vera alltaf á ferðinni. Reynsla úr fyrri störfum nýtist einstaklega vel í að veita framúrskarandi þjónustu en það gleður mig mikið að gleðja aðra og tryggja öryggi í leiðinni,“ segir Ólafur. Aðsend Á Suðurskautslandinu.Aðsend Icelandair Play Fréttir af flugi Ástin og lífið Ferðalög Tengdar fréttir Leyndir hæfileikar þekktra Íslendinga Hæfileikar einstaklinga eru mismunandi og tengjast oft á tíðum áhugamálum. Þá býr fólk stundum yfir leyndum og óútskýrðum hæfileikum sem gætu flokkast sem óhefðbundnir líkt og geta snert nefið á sér með tungubroddinum eða rappa á kínversku svo dæmi séu tekin. 21. júlí 2023 09:19 Fabjúlöss feður Birtingarmynd föðurhlutverksins er fjölbreytt og flókin. Þar má nefna nýbakaða feður, margra barna feður, stjúpfeður, einstæða feður, verðandi feður og feður yfir fertugt, svo fátt eitt sé nefnt. 2. ágúst 2023 13:10 Nöfnin sem þekktir Íslendingar spara Nöfn eru eitt helsta persónueinkenni fólks, einkum og sér í lagi þegar kemur að þjóðþekktum einstaklingum. Listamenn fara ýmsar leiðir til að skara fram úr eða vekja athygli með eftirminnilegum viðurnefnum en svo eru aðrir sem velja að sleppa for -eða millinafni sínu. 9. júní 2023 07:01 Föngulegir folar á lausu Íslenskir karlmenn eru misjafnir eins og þeir eru margir. Í samráði við vel valda álitsgjafa settum við saman lista af föngulegum folum sem eiga það sameignlegt að ganga lausir. 15. maí 2023 07:01 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Tímarnir hafa breyst og hefur fjölbreytileikinn tekið við á jörðu niðri sem og í háloftunum. Óhætt er að segja að fjölgunin af karlpeningnum í aftara farrými flugvélarinnar sé mikið gleðiefni af mörgum ástæðum. En í grein Fálkans í mars 1947 segir: „Hlutverk flugfreyjunnar er yfirleitt það að sjá um að farþegunum líði eins vel og hœgt er. Þær hlynna að þeim og veita þeim hressingu og spara þeim ýmis ómök. Starf þeirra krefst því málakunnáttu, aðlaðandi framkomu og nokkurrar kunnáttu í sem flestu, auk þess sem æskilegt er að flugfreyjan sé lagleg og snotur í vexti, svo karlmennirnir geti haft hana til augnayndis og konurnar til þess að öfunda hana.“ Flugfreyjur máttu vera lofaðar en ekki giftar árið 1947. Þær áttu að vera sætar og mjóar. Augnakonfekt karlmannsins.Getty Þá kom einnig fram að flugfreyjustarfið væri eina starfið á Íslandi þar sem væri skilyrði að flugfreyjan væri ógift. Samkvæmt ráðningarsamningi mátti hún vera lofuð en skylt að hætta í starfinu um leið og hún væri búin að ganga í hjónaband, nema það væri á einhvern hátt hagur flugfélagsins að hún gifti sig. Himininn er rauður og blár Flugþjónar eru ólíkir eins og þeir eru margir en það sem aðskilur þá er einkennisklæðnaður, rauður eða blár. Lífið á Vísi setti saman lista af flottum flugþjónum sem starfa innan raða íslensku flugfélaganna, Play og Icelandair. En hvað er það sem heillar þessa huggulegu menn við starfið? Fljúgandi listamaður Álfgrímur Aðalsteinsson er 26 ára tónlistarmaður, sviðslistanemi og flugþjónn á sumrin hjá Icelandair. Hann hefur nú sest aftur á skólabekk við Listaháskóla Íslands þar sem hann er á öðru ári á sviðshöfundabraut. Álfgrímur hóf störf sem flugþjónn í sumar.Aðsend Að sögn Álfgríms eru samstarfsfélagarnir mest heillandi við starfið sem er ólíkt dag frá degi. Álfgrímur stundar nám við Listaháskóla Íslands.Aðsend Vinalottó í fluginu Flugþjónninn og einkaþjálfarinn Antoine Hrannar Fons hefur starfað sem flugþjónn hjá Icelandair frá árinu 2014. „Það er frábært að takast á við nýtt ævintýri a hverjum degi með fólki sem maður hefur kannski aldrei unnið með áður eftir öll þessi ár. Enginn dagur er eins og ég hef eignast fullt af ótrúlega góða vinum.“ Antoine er fæddur 1984 og nálgast því fertugt. Hann er á lausu.Dóra Dúna Ferðalög og bið fylgja óumflýjanlega starfi flugþjónsins.Antoine Hrannar Sautján ára reynsla Páll Magnús Guðjónsson hefur starfað sem flugþjónn í rúmlega sautján ár. Hann byrjaði í bransanum hjá Iceland Express árið 2007 áður en hann hóf störf hjá Icelandair. Samhliða flugþjónastafinu starfar hann sem Uniform manager félagsins og hefur því umsjón með einkennisklæðnaði flugfólks. „Ég heillast af því að enginn dagur sé eins, ferðalögunum, að kynnast nýju fólki og hinum óreglulega vinnutíma.“ Páll ásamt samstarfskonu sinni um borð.Aðsend Aðsend Enginn mánuður eins Hinn þrítugi Gilbert Bryon hefur starfað hjá Play frá upphafi. Fyrir það starfaði hann hjá Wow air og lauk í framhaldinu atvinnuflugnámi. „Work hard PLAY hard, er það ekki?,“ segir Gilbert Bryon og hlær. „Það sem heillar mig við starfið er allt það frábæra fólk sem ég fæ að vinna með og kynnast. Ferðalög og óreglulegur vinnutími þar sem engin mánuður er eins,“ segir Gilbert. „Þrátt fyrir langa vinnudaga þá fer maður í gegnum þá með bros á vör.“ Gilbert lítur út um flugstjórnarklefann.Aðsend Aðsend Einkaþjálfun og flugþjónastarfið góð blanda Vikar Sigurjónsson er fimmtugur flugþjónn og einkaþjálfari búsettur í Reykjanesbæ. Hann segist heillaður af starfinu fólksins vegna, bæði farþegum sem og samstarfsfólki. Hann segir þó ákveðinn galla fylgja því að vinna í stórum og skemmtilegum hópi. „Í þessari vinnu er maður að hitta nýja samstarfsfélaga á hverjum vinnudegi sem maður fær svo kannski ekki flug með aftur fyrr en eftir einhverja mánuði, jafnvel ár. Það er kostur að vinna með stórum hópi af frábæru fólki en gallinn að hitta fólkið sjaldan,“ segir Vikar. Hann nefnir sem dæmi að undanfarna þrjá mánuði hafi hann aðeins þrisvar flogið aftur með sama vinnufélaga. „Svo er það klisjan... að ég elska að ferðast,“ bætir hann við. Vikar hefur starfað við líkamsrækt síðastliðin 26 ár. Honum þótti kominn tími til að víkka sjóndeildarhringinn og ákvað að sækja um. „Ég rak Lífsstíl Líkamsrækt í Keflavík í 19 ár sem lokaði 1. mars síðastliðinn. Meðfram flugþjónastarfinu er ég að þjálfa í Sporthúsinu í Reykjanesbæ sem einkaþjálfari og hóptímakennari í Spinning, ButtLift, pallatímum, auk annarra tíma, ásamt því að vera með ButtLift í fjarþjálfun.“ Vikar við stélið.Vikar. Vikar útskrifaðist sem flugþjónn í sumar.Aðsend Vinahópurinn stækkar Flugþjóninn Egill Gauti Viðarsson, hóf störf hjá Play í sumar. Hann segist heillaður af stöðugu ferðalagi sem einkenni starfið. „Ég er að kynnast nýju fólki á hverjum degi svo vinahópurinn stækkar nánast í hverri viku.“ Góður kaffibolli á milli leggja.Aðsend Hreyflamynd er alltaf klassísk.Aðsend Nýtir tækifærin í að kynnast nýjum stöðum Jafet Máni Magnúsarson er 26 ára gamall fluþjónn og dagskrárgerðarmaður. „Ég byrjaði að vinna hjá Icelandair í fyrrasumar. Meðfram fluginu hefur ég unnið við dagskrárgerð, leiklist og að talsetja,“ segir Jafet sem heillast af mannauði fyrirtækisins. „Þar vinnur fólk á öllum aldri með ríka þjónustulund og mikla þekkingu er lítur að ferðalögum og annarri menningu. Það gagnast mér afar vel enda hef ég mikinn áhuga á ferðalögum og nýti hvert tækifæri sem ég hef til að spóka mig um á nýjum stað. Þá ber helst að nefna einnig þá ferðalanga sem nýta þjónustuna. Í fluginu er fjölbreyttur hópur fólks að sækja ýmis erindi, hvort sem það eru fyrstu utanlandsferðir, fjölskylduferðir, skemmtiferðir eða vinnuerindi. Það er afar gaman að fá að vera liður í því og upplifa, oftast, fyrsta eða síðasta legg fólks í ferðalaginu.“ Jafet Máni hefur starfað við dagskrárgerð síðastliðin ár.Jafet Máni Dóra Dúna Tíminn flýgur Vilhjálmur Þór Davíðsson hóf störf sem flugþjónn hjá Icelandair árið 2012. „Það er svo mikið sem heillar við flugið, yndislegt samstarfsfólk og farþegar, enginn dagur er eins og tíminn flýgur alltaf áfram um borð,“ segir Vilhjálmur. Villi hefur starfað sem flugþjónn frá árinu 2012.Vilhjálmur Þór. Villi hefur fengið að kynnast ólíkum menningarheimum í starfi sínu síðastliðin ár.Vilhjálmur Þór. Vellíðan og góð liðsheild mikilvæg Hinn þrítugi Ethem Bajramaj hefur starfað sem flugþjónn hjá Play frá því í mars í fyrra. Aðspurður segist Ethem heillast af fjölbreyttu og skemmtilegu starfsumhverfi með góðum samstarfsfélögum og lýsir félaginu sem einni stórri fjölskyldu. Etham starfaði eitt ár hjá flugfélaginu Wow air, sem var og hét.Aðsend Etham tekur brosandi á móti farþegum.Aðsend „Þetta starf er svo allskonar, eins og ég!“ Ólafur Alex Kúld hefur starfað sem flugþjónn hjá Icelandair frá árinu 2015. Fyrir það hafði hann starfað við hin ýmsu þjónustustörf. „Ég starfaði sem þjónn á Kaffi Vest, Kex Hostel, Kaffi Flóru og var barþjónn eitt sumar á Seyðisfirði á Kaffi Láru,“ segir Ólafur og bætir við: „Flugið átt alltaf hug minn frá því að ég fór í mína fyrstu flugferð sem barn.“ „Það sem heillar mig við þetta starf er fjölbreytnin, glæsibragurinn yfir starfinu, ríka öryggismenningin og að vera alltaf á ferðinni. Reynsla úr fyrri störfum nýtist einstaklega vel í að veita framúrskarandi þjónustu en það gleður mig mikið að gleðja aðra og tryggja öryggi í leiðinni,“ segir Ólafur. Aðsend Á Suðurskautslandinu.Aðsend
Icelandair Play Fréttir af flugi Ástin og lífið Ferðalög Tengdar fréttir Leyndir hæfileikar þekktra Íslendinga Hæfileikar einstaklinga eru mismunandi og tengjast oft á tíðum áhugamálum. Þá býr fólk stundum yfir leyndum og óútskýrðum hæfileikum sem gætu flokkast sem óhefðbundnir líkt og geta snert nefið á sér með tungubroddinum eða rappa á kínversku svo dæmi séu tekin. 21. júlí 2023 09:19 Fabjúlöss feður Birtingarmynd föðurhlutverksins er fjölbreytt og flókin. Þar má nefna nýbakaða feður, margra barna feður, stjúpfeður, einstæða feður, verðandi feður og feður yfir fertugt, svo fátt eitt sé nefnt. 2. ágúst 2023 13:10 Nöfnin sem þekktir Íslendingar spara Nöfn eru eitt helsta persónueinkenni fólks, einkum og sér í lagi þegar kemur að þjóðþekktum einstaklingum. Listamenn fara ýmsar leiðir til að skara fram úr eða vekja athygli með eftirminnilegum viðurnefnum en svo eru aðrir sem velja að sleppa for -eða millinafni sínu. 9. júní 2023 07:01 Föngulegir folar á lausu Íslenskir karlmenn eru misjafnir eins og þeir eru margir. Í samráði við vel valda álitsgjafa settum við saman lista af föngulegum folum sem eiga það sameignlegt að ganga lausir. 15. maí 2023 07:01 Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Leyndir hæfileikar þekktra Íslendinga Hæfileikar einstaklinga eru mismunandi og tengjast oft á tíðum áhugamálum. Þá býr fólk stundum yfir leyndum og óútskýrðum hæfileikum sem gætu flokkast sem óhefðbundnir líkt og geta snert nefið á sér með tungubroddinum eða rappa á kínversku svo dæmi séu tekin. 21. júlí 2023 09:19
Fabjúlöss feður Birtingarmynd föðurhlutverksins er fjölbreytt og flókin. Þar má nefna nýbakaða feður, margra barna feður, stjúpfeður, einstæða feður, verðandi feður og feður yfir fertugt, svo fátt eitt sé nefnt. 2. ágúst 2023 13:10
Nöfnin sem þekktir Íslendingar spara Nöfn eru eitt helsta persónueinkenni fólks, einkum og sér í lagi þegar kemur að þjóðþekktum einstaklingum. Listamenn fara ýmsar leiðir til að skara fram úr eða vekja athygli með eftirminnilegum viðurnefnum en svo eru aðrir sem velja að sleppa for -eða millinafni sínu. 9. júní 2023 07:01
Föngulegir folar á lausu Íslenskir karlmenn eru misjafnir eins og þeir eru margir. Í samráði við vel valda álitsgjafa settum við saman lista af föngulegum folum sem eiga það sameignlegt að ganga lausir. 15. maí 2023 07:01