Manstu eftir Tívolíinu í Vatnsmýri? Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 27. ágúst 2023 08:00 1947. Hópur af fólki í röð til að komast í bílabrautina. Sigurhans Vignir/Ljósmyndasafn Reykjavíkur „Útiskemmtistaðurinn „Tívolí“ var opnaður fyrir almenning kl. 8 í gærkveldi. Er þetta fyrsti skemmtistaður sinnar tegundar hér á landi og verður án efa stór þáttur í skemmtanalífi íbúa höfuðborgarinnar.“ Þannig hófst frétt sem birtist í Alþýðublaðinu þann 10. júlí árið 1946. Tívolíið sem rekið var í Vatnsmýrinni á árunum 1946 til 1963 á sérstakan stað í hjörtum margra Íslendinga. Um miðbik fimmta áratugarins var takmörkuð afþreying í boði fyrir börn og unglinga í Reykjavík. Það dró því heldur betur til tíðinda þegar hópur athafnamanna stofnaði hlutafélag utan um rekstur á tívolígarði. Um var að ræða þá Þorleif H. Eyjólfsson húsasmíðameistara, Thor R. Thors verslunarmann, Sigurgeir Sigurðsson lögmann, Stefán Bjarnason verkfræðing og Kjartan Ásmundsson gullsmið. Fengu þeir félagar tveggja hektara lóð í Vatnsmýrinni, sem á þeim tíma var botnlaus mýri. Hófust þeir handa við að þurrka landið, leggja göngustíga og fegra svæðið. Skemmtitæki voru keypt frá Danmörku og Englandi og um mitt sumar var Tívolíið í Reykjavík opnað. Parísarhjól og hringekja Tívolíið var fyrstu árin opið frá lok maí og fram í september, eftir því sem veður leyfði, og var opið á kvöldin og um helgar. Upphaflegir stofnendur skemmtigarðsins sáu um rekstur hans fyrstu sjö árin, en þá festi Íþróttafélag Reykjavíkur kaup á svæðinu. Ljósmynd tekin árið 1947. Hér má sjá innganginn að Tívolíinu.Sigurhans Vignir/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Á tívolísvæðinu var meðal annars bílabraut, hringekja, skotbakki og Parísarhjól. Þá má ekki gleyma skálanum á svæðinu , sem fékk nafnið Vetrargarðurinn og var notaður undir skemmtanahald og veitingarekstur. Vetrargarðurinn var um skeið einn annálaðasti dans- og skemmtistaður borgarinnar og þótt staðurinn hefði aldrei vínveitingaleyfi flaut þar áfengi óspart. Í Tívolí var einnig boðið upp á margvíslegt sýningarhald og margir muna eftir flugvélunum sem flugu yfir svæðið á tyllidögum og vörpuðu sælgæti yfir barnahópinn. Árið 1954 fékk Einar Jónsson, þáverandi forstjóri Tívolí þá hugmynd að halda keppnina um fegurðardrottningu Íslands í garðinum. Reyndist það geysivinsælt og á næstu árum stigu ófáar fegurðardísir á svið í Vatnsmýrinni. 10. júní 1956, þegar fegurðarsamkeppnin var haldin í Tívolí í Vatnsmýri. Baldur og Konni skemmta gestum. Baldur Georgsson búktalari.Sigurhans Vignir/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Sagan endaði árið 1965 Í byrjun sjöunda áratugarins fór reksturinn að þyngjast og aðsóknin að dala. Margir vildu tengja það við rysjótt veðurfarið á Íslandi. Á þessum tíma voru skipulagðar útihátíðir einnig farnar að ryðja sér til rúms hér á landi og veitti það Tívolí beina samkeppni á þeim helgum sem höfðu verið hvað aðsóknarmestar. Árið 1962 var ákveðið að að leigja út rekstur bæði Tívolísins og Vetrargarðsins og um miðjan sjöunda áratuginn var þessi vinsæli skemmtigarður úr sögunni. Tívolíið í Vatnsmýrinni hefur engu að síður skapað sér vissan sess í dægurmenningu Íslendinga í gegnum árin, ekki síst í verkum listamanna sem voru á barnsaldri á „gullárum“ Tívolísins. Sem dæmi má nefna plötu Stuðmanna Tívolí sem kom út árið 1976 en þar má finna margar skírskotanir í skemmtigarðinn fræga. Tónlistarmaðurinn Megas hefur einnig gert Tívolí góð skil í mörgum af sínum lögum. Tívolíið kemur einnig fyrir í skáldsögu Péturs Gunnarssonar Punktur, punktur, komma, strik og í skáldsögu Sjón Með titrandi tár: Glæpasaga. Þá má ekki gleyma Djöflaeyjunni, kvikmynd Friðrik Þórs Friðrikssonar en þar kemur skemmtistaðurinn Vetrargarðurinn töluvert við sögu. Meðfylgjandi myndir eru í eigu Ljósmyndasafns Reykjavíkur. 1949. Hópur fólks á Tívolísvæðinu.Sigurhans Vignir/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Þessi ljósmynd var tekin í Tívolíinu árið 1949.Sigurhans Vignir/Ljósmyndasafn Reykjavíkur 1947. Hópur af fólki í röð til að komast í bílabrautina.Sigurhans Vignir/Ljósmyndasafn Reykjavíkur 1947, Tívolí í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Hér má sjá bílabrautina.Sigurhans Vignir/Ljósmyndasafn Reykjavíkur 11. júní 1956, úrslita kvöld Ungfrú Ísland. Fimm stúlkur keppa til úrslita. Á myndinni eru fjórar þeirra; Þórdís Tryggvadóttir, Margrét Jónsdóttir, Guðlaug Guðmundsdóttir og Rúna Brynjólfsdóttir, sú fimmta, Jóhanna Sigurjónsdóttir er á mörgum öðrum myndum í sömu myndatöku. Fyrir miðju er kynnir keppninnar, Thorolf Smith.Sigurhans Vignir/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Hringekjan fræga.Sigurhans Vignir/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Klessubílarnir voru vinsælir.Sigurhans Vignir/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Margir muna eftir speglasalnum.Sigurhans Vignir/Ljósmyndasafn Reykjavíkur 18. ágúst 1950. Fgurðarsamkepnni fyrir stúlkur haldin í Tívolí í Vatnsmýri á vegum Fegrunarfélags Reykjavíkur. Hópmynd, 14 stúlkur, taldar upp í þeirri röð, sem þær gengu inn á sviðið: Ingeborg Kanneworff, Sigrún Sigtryggsdóttir, Kolbrún Jónsdóttir (5. frá vinstri, sigurvegari keppninnar), Björg Bjarnadóttir, Hrefna Lárusdóttir, Guðbjörg Hansen (4. frá hægri), Elsa Pétursdóttir, Inga Gunnlaugsdóttir, Ástríður Magnúsdóttir, Elín Þórarinsdóttir, Sigríður Sveinbjörnsdóttir, Þórdís Valdimarsdóttir, Þóra Þorleifsdóttir og Rannveig Sveinsdóttir.Sigurhans Vignir/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Desember 1951. Aldraður vistmaður af elliheimilinu Grund heimsækir skemmtigarðinn.Sigurhans Vignir/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Fegurðarsamkeppnin í júní árið 1959. Hópmynd af keppendum sem komust áfram í úrslit. Keppendur halda á keppnisnúmerum sínum á meðan dómarar dæma hver á landi fegurst er. F.v. Þuríður Guðmundsdóttir, Sigurbjörg Sveinsdóttir, Edda Jónsdóttir, Sigríður Geirsdóttir, Ragnheiður Jónasdóttir, Sigríður Jósteinsdóttir. Pétur Thomsen/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Séð yfir skemmtigarðinn Tívolí, fremst er hringekjan. T.v. er bátatjörn, í baksýn er speglasalurinn. Bak við hringekjuna sér í skemmtistaðinn Vetrargarðurinn. Góðviðrisdagur, mikill mannfjöldi í skemmtigarðinum.Karl Christian Nielsen/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Um Ljósmyndasafnið Ljósmyndasafn Reykjavíkur er miðstöð ljósmynda þar sem fortíðin og nútíminn mætast. Markmið safnsins er að varðveita, safna og sýna bæði sögulega og samtímaljósmyndun í listrænu, félags- og menningarlegu samhengi. Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur eru nú varðveittar um 6,5 milljónir ljósmynda af ýmsum stærðum og gerðum. Elstu myndirnar eru frá því um 1860 og þær yngstu frá 2020. Ljósmyndasafn Reykjavíkur setur upp á annan tug sýninga ár hvert. Markmiðið er að kynna íslenska ljósmyndara og koma á framfæri, sýna verk úr safneign sem og að sýna verk erlendra ljósmyndara. Einu sinni var... Reykjavík Ljósmyndun Tengdar fréttir Þegar unglingarnir söfnuðust saman á Hallærisplaninu Á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum var Hallærisplanið, þar sem nú er Ingólfstorg, einn helsti samkomustaður unglinga um helgar. Í raun má segja að planið hafi breyst í nokkurs konar félagsmiðstöð á föstudags og laugardagskvöldum þar sem nokkur þúsund ungmenni söfnuðust saman. 20. ágúst 2023 08:00 Margir muna eftir tívolíinu í Hveragerði „Ferðatívolíin,sem hér hafa verið starfrækt undanfarinsumur hafa flest snúið aftur til meginlandsins með farfuglunum á haustin.Nú skal hér verða breyting á. Við Íslendingar munum bráðlega eignast aftur okkar eigið tívolí. Fyrirtækið Kaupland sf., sem rak tívolí á Melavellinum sl. sumar, og veitingahúsið Eden í Hveragerði hafa í sameiningu ákveðið að reisa tívolí sem á að hafa aðseturí Hveragerði til frambúðar.“ 23. júlí 2023 09:01 Einstakar ljósmyndir sýna stemninguna um borð í Gullfossi Farþegaskipið Gullfoss var í siglingum á árunum 1950 – 1973 og sigldi á milli Íslands, Danmerkur og Skotlands. Á þessum tíma voru ferðirnar sveipar miklum ævintýraljóma. 16. júlí 2023 08:00 Svona leit Reykjavík út árið 1960 Reykjavík í upphafi sjöunda áratugarins. Bær er að breytast í borg og framundan er mikill uppgangstími í íslensku samfélagi. 9. júlí 2023 08:08 Svona leit Reykjavík út árið 1970 Í upphafi áttunda áratugarins var miðborg Reykjavíkur töluvert öðruvísi en í dag. Þar sem nú er verslunarhúsnæði var áður Morgunblaðshúsið. Þar sem nú er veitingastaðurinn Hjá Jóni var áður Landsíminn og þar sem nú er veitingastaðurinn Apótekið var áður raunverulegt apótek. 18. júní 2023 10:00 Svona leit Keflavíkurflugvöllur út árið 1982 Flugstöð Leifs Eiríkssonar var vígð árið 1987 og urðu þá tímamót í flugsögu Íslendinga. Fram að því þjónaði Keflavíkurflugvöllur allri farþegaumferð, og þar voru aðstæðurnar öllu frumstæðari en við þekkjum í dag. 25. júní 2023 10:01 Einstakar myndir sýna sögu Háskólabíós í gegnum tíðina Nýlega var tilkynnt um að hætt verði rekstri kvikmyndahúss í Háskólabíó en þar með lýkur rúmlega 60 ára sögu bíósýninga í þessu sögufræga húsi. Ef marka má viðbrögð á samfélagsmiðlum er ljóst að Háskólabíó skipar stóran sess í huga marga Íslendinga. 11. júní 2023 10:01 Kunnugleg andlit á djamminu í Hollywood í gamla daga „Nýr skemmtistaður, Hollywood, var opnaður i gærkvöldi með „grandeur" sem hæfir nafninu. Fullt var út að dyrum og margir urðu frá að hverfa.“ Þannig hófst frétt sem birtist á forsíðu Vísis þann 3. mars árið 1978. 4. júní 2023 09:12 Svona litu íslensk fangelsi út árið 1988 Árið 1988 voru fimm fangelsi starfrækt á Íslandi; Litla Hraun, Kvíabryggja, Hegningarhúsið, Síðumúlafangelsi og fangelsið á Akureyri. Bragi Þór Jósefsson ljósmyndari eyddi degi á Litla Hrauni og í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg og náði þar einstökum ljósmyndum sem sýna vistarverurnar í fangelsunum á þessum tíma. 28. maí 2023 10:02 Mannlífið í Reykjavík á níunda áratugnum: Þekkir þú fólkið á myndunum? Þröstur Ingólfur Víðisson frá Stöðvarfirði er áhugamaður um ljósmyndun. Hann eignaðist sína fyrstu alvöru myndavél um 1980 og hefur verið að taka myndir síðan. Mestan áhuga hefur hann á svart/hvítum mannlífsmyndum og götuljósmyndun, en hefur einnig tekið nokkuð af landslagsmyndum í lit síðustu árin. 21. maí 2023 09:01 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira
Um miðbik fimmta áratugarins var takmörkuð afþreying í boði fyrir börn og unglinga í Reykjavík. Það dró því heldur betur til tíðinda þegar hópur athafnamanna stofnaði hlutafélag utan um rekstur á tívolígarði. Um var að ræða þá Þorleif H. Eyjólfsson húsasmíðameistara, Thor R. Thors verslunarmann, Sigurgeir Sigurðsson lögmann, Stefán Bjarnason verkfræðing og Kjartan Ásmundsson gullsmið. Fengu þeir félagar tveggja hektara lóð í Vatnsmýrinni, sem á þeim tíma var botnlaus mýri. Hófust þeir handa við að þurrka landið, leggja göngustíga og fegra svæðið. Skemmtitæki voru keypt frá Danmörku og Englandi og um mitt sumar var Tívolíið í Reykjavík opnað. Parísarhjól og hringekja Tívolíið var fyrstu árin opið frá lok maí og fram í september, eftir því sem veður leyfði, og var opið á kvöldin og um helgar. Upphaflegir stofnendur skemmtigarðsins sáu um rekstur hans fyrstu sjö árin, en þá festi Íþróttafélag Reykjavíkur kaup á svæðinu. Ljósmynd tekin árið 1947. Hér má sjá innganginn að Tívolíinu.Sigurhans Vignir/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Á tívolísvæðinu var meðal annars bílabraut, hringekja, skotbakki og Parísarhjól. Þá má ekki gleyma skálanum á svæðinu , sem fékk nafnið Vetrargarðurinn og var notaður undir skemmtanahald og veitingarekstur. Vetrargarðurinn var um skeið einn annálaðasti dans- og skemmtistaður borgarinnar og þótt staðurinn hefði aldrei vínveitingaleyfi flaut þar áfengi óspart. Í Tívolí var einnig boðið upp á margvíslegt sýningarhald og margir muna eftir flugvélunum sem flugu yfir svæðið á tyllidögum og vörpuðu sælgæti yfir barnahópinn. Árið 1954 fékk Einar Jónsson, þáverandi forstjóri Tívolí þá hugmynd að halda keppnina um fegurðardrottningu Íslands í garðinum. Reyndist það geysivinsælt og á næstu árum stigu ófáar fegurðardísir á svið í Vatnsmýrinni. 10. júní 1956, þegar fegurðarsamkeppnin var haldin í Tívolí í Vatnsmýri. Baldur og Konni skemmta gestum. Baldur Georgsson búktalari.Sigurhans Vignir/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Sagan endaði árið 1965 Í byrjun sjöunda áratugarins fór reksturinn að þyngjast og aðsóknin að dala. Margir vildu tengja það við rysjótt veðurfarið á Íslandi. Á þessum tíma voru skipulagðar útihátíðir einnig farnar að ryðja sér til rúms hér á landi og veitti það Tívolí beina samkeppni á þeim helgum sem höfðu verið hvað aðsóknarmestar. Árið 1962 var ákveðið að að leigja út rekstur bæði Tívolísins og Vetrargarðsins og um miðjan sjöunda áratuginn var þessi vinsæli skemmtigarður úr sögunni. Tívolíið í Vatnsmýrinni hefur engu að síður skapað sér vissan sess í dægurmenningu Íslendinga í gegnum árin, ekki síst í verkum listamanna sem voru á barnsaldri á „gullárum“ Tívolísins. Sem dæmi má nefna plötu Stuðmanna Tívolí sem kom út árið 1976 en þar má finna margar skírskotanir í skemmtigarðinn fræga. Tónlistarmaðurinn Megas hefur einnig gert Tívolí góð skil í mörgum af sínum lögum. Tívolíið kemur einnig fyrir í skáldsögu Péturs Gunnarssonar Punktur, punktur, komma, strik og í skáldsögu Sjón Með titrandi tár: Glæpasaga. Þá má ekki gleyma Djöflaeyjunni, kvikmynd Friðrik Þórs Friðrikssonar en þar kemur skemmtistaðurinn Vetrargarðurinn töluvert við sögu. Meðfylgjandi myndir eru í eigu Ljósmyndasafns Reykjavíkur. 1949. Hópur fólks á Tívolísvæðinu.Sigurhans Vignir/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Þessi ljósmynd var tekin í Tívolíinu árið 1949.Sigurhans Vignir/Ljósmyndasafn Reykjavíkur 1947. Hópur af fólki í röð til að komast í bílabrautina.Sigurhans Vignir/Ljósmyndasafn Reykjavíkur 1947, Tívolí í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Hér má sjá bílabrautina.Sigurhans Vignir/Ljósmyndasafn Reykjavíkur 11. júní 1956, úrslita kvöld Ungfrú Ísland. Fimm stúlkur keppa til úrslita. Á myndinni eru fjórar þeirra; Þórdís Tryggvadóttir, Margrét Jónsdóttir, Guðlaug Guðmundsdóttir og Rúna Brynjólfsdóttir, sú fimmta, Jóhanna Sigurjónsdóttir er á mörgum öðrum myndum í sömu myndatöku. Fyrir miðju er kynnir keppninnar, Thorolf Smith.Sigurhans Vignir/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Hringekjan fræga.Sigurhans Vignir/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Klessubílarnir voru vinsælir.Sigurhans Vignir/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Margir muna eftir speglasalnum.Sigurhans Vignir/Ljósmyndasafn Reykjavíkur 18. ágúst 1950. Fgurðarsamkepnni fyrir stúlkur haldin í Tívolí í Vatnsmýri á vegum Fegrunarfélags Reykjavíkur. Hópmynd, 14 stúlkur, taldar upp í þeirri röð, sem þær gengu inn á sviðið: Ingeborg Kanneworff, Sigrún Sigtryggsdóttir, Kolbrún Jónsdóttir (5. frá vinstri, sigurvegari keppninnar), Björg Bjarnadóttir, Hrefna Lárusdóttir, Guðbjörg Hansen (4. frá hægri), Elsa Pétursdóttir, Inga Gunnlaugsdóttir, Ástríður Magnúsdóttir, Elín Þórarinsdóttir, Sigríður Sveinbjörnsdóttir, Þórdís Valdimarsdóttir, Þóra Þorleifsdóttir og Rannveig Sveinsdóttir.Sigurhans Vignir/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Desember 1951. Aldraður vistmaður af elliheimilinu Grund heimsækir skemmtigarðinn.Sigurhans Vignir/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Fegurðarsamkeppnin í júní árið 1959. Hópmynd af keppendum sem komust áfram í úrslit. Keppendur halda á keppnisnúmerum sínum á meðan dómarar dæma hver á landi fegurst er. F.v. Þuríður Guðmundsdóttir, Sigurbjörg Sveinsdóttir, Edda Jónsdóttir, Sigríður Geirsdóttir, Ragnheiður Jónasdóttir, Sigríður Jósteinsdóttir. Pétur Thomsen/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Séð yfir skemmtigarðinn Tívolí, fremst er hringekjan. T.v. er bátatjörn, í baksýn er speglasalurinn. Bak við hringekjuna sér í skemmtistaðinn Vetrargarðurinn. Góðviðrisdagur, mikill mannfjöldi í skemmtigarðinum.Karl Christian Nielsen/Ljósmyndasafn Reykjavíkur Um Ljósmyndasafnið Ljósmyndasafn Reykjavíkur er miðstöð ljósmynda þar sem fortíðin og nútíminn mætast. Markmið safnsins er að varðveita, safna og sýna bæði sögulega og samtímaljósmyndun í listrænu, félags- og menningarlegu samhengi. Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur eru nú varðveittar um 6,5 milljónir ljósmynda af ýmsum stærðum og gerðum. Elstu myndirnar eru frá því um 1860 og þær yngstu frá 2020. Ljósmyndasafn Reykjavíkur setur upp á annan tug sýninga ár hvert. Markmiðið er að kynna íslenska ljósmyndara og koma á framfæri, sýna verk úr safneign sem og að sýna verk erlendra ljósmyndara.
Einu sinni var... Reykjavík Ljósmyndun Tengdar fréttir Þegar unglingarnir söfnuðust saman á Hallærisplaninu Á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum var Hallærisplanið, þar sem nú er Ingólfstorg, einn helsti samkomustaður unglinga um helgar. Í raun má segja að planið hafi breyst í nokkurs konar félagsmiðstöð á föstudags og laugardagskvöldum þar sem nokkur þúsund ungmenni söfnuðust saman. 20. ágúst 2023 08:00 Margir muna eftir tívolíinu í Hveragerði „Ferðatívolíin,sem hér hafa verið starfrækt undanfarinsumur hafa flest snúið aftur til meginlandsins með farfuglunum á haustin.Nú skal hér verða breyting á. Við Íslendingar munum bráðlega eignast aftur okkar eigið tívolí. Fyrirtækið Kaupland sf., sem rak tívolí á Melavellinum sl. sumar, og veitingahúsið Eden í Hveragerði hafa í sameiningu ákveðið að reisa tívolí sem á að hafa aðseturí Hveragerði til frambúðar.“ 23. júlí 2023 09:01 Einstakar ljósmyndir sýna stemninguna um borð í Gullfossi Farþegaskipið Gullfoss var í siglingum á árunum 1950 – 1973 og sigldi á milli Íslands, Danmerkur og Skotlands. Á þessum tíma voru ferðirnar sveipar miklum ævintýraljóma. 16. júlí 2023 08:00 Svona leit Reykjavík út árið 1960 Reykjavík í upphafi sjöunda áratugarins. Bær er að breytast í borg og framundan er mikill uppgangstími í íslensku samfélagi. 9. júlí 2023 08:08 Svona leit Reykjavík út árið 1970 Í upphafi áttunda áratugarins var miðborg Reykjavíkur töluvert öðruvísi en í dag. Þar sem nú er verslunarhúsnæði var áður Morgunblaðshúsið. Þar sem nú er veitingastaðurinn Hjá Jóni var áður Landsíminn og þar sem nú er veitingastaðurinn Apótekið var áður raunverulegt apótek. 18. júní 2023 10:00 Svona leit Keflavíkurflugvöllur út árið 1982 Flugstöð Leifs Eiríkssonar var vígð árið 1987 og urðu þá tímamót í flugsögu Íslendinga. Fram að því þjónaði Keflavíkurflugvöllur allri farþegaumferð, og þar voru aðstæðurnar öllu frumstæðari en við þekkjum í dag. 25. júní 2023 10:01 Einstakar myndir sýna sögu Háskólabíós í gegnum tíðina Nýlega var tilkynnt um að hætt verði rekstri kvikmyndahúss í Háskólabíó en þar með lýkur rúmlega 60 ára sögu bíósýninga í þessu sögufræga húsi. Ef marka má viðbrögð á samfélagsmiðlum er ljóst að Háskólabíó skipar stóran sess í huga marga Íslendinga. 11. júní 2023 10:01 Kunnugleg andlit á djamminu í Hollywood í gamla daga „Nýr skemmtistaður, Hollywood, var opnaður i gærkvöldi með „grandeur" sem hæfir nafninu. Fullt var út að dyrum og margir urðu frá að hverfa.“ Þannig hófst frétt sem birtist á forsíðu Vísis þann 3. mars árið 1978. 4. júní 2023 09:12 Svona litu íslensk fangelsi út árið 1988 Árið 1988 voru fimm fangelsi starfrækt á Íslandi; Litla Hraun, Kvíabryggja, Hegningarhúsið, Síðumúlafangelsi og fangelsið á Akureyri. Bragi Þór Jósefsson ljósmyndari eyddi degi á Litla Hrauni og í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg og náði þar einstökum ljósmyndum sem sýna vistarverurnar í fangelsunum á þessum tíma. 28. maí 2023 10:02 Mannlífið í Reykjavík á níunda áratugnum: Þekkir þú fólkið á myndunum? Þröstur Ingólfur Víðisson frá Stöðvarfirði er áhugamaður um ljósmyndun. Hann eignaðist sína fyrstu alvöru myndavél um 1980 og hefur verið að taka myndir síðan. Mestan áhuga hefur hann á svart/hvítum mannlífsmyndum og götuljósmyndun, en hefur einnig tekið nokkuð af landslagsmyndum í lit síðustu árin. 21. maí 2023 09:01 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira
Þegar unglingarnir söfnuðust saman á Hallærisplaninu Á sjöunda, áttunda og níunda áratugnum var Hallærisplanið, þar sem nú er Ingólfstorg, einn helsti samkomustaður unglinga um helgar. Í raun má segja að planið hafi breyst í nokkurs konar félagsmiðstöð á föstudags og laugardagskvöldum þar sem nokkur þúsund ungmenni söfnuðust saman. 20. ágúst 2023 08:00
Margir muna eftir tívolíinu í Hveragerði „Ferðatívolíin,sem hér hafa verið starfrækt undanfarinsumur hafa flest snúið aftur til meginlandsins með farfuglunum á haustin.Nú skal hér verða breyting á. Við Íslendingar munum bráðlega eignast aftur okkar eigið tívolí. Fyrirtækið Kaupland sf., sem rak tívolí á Melavellinum sl. sumar, og veitingahúsið Eden í Hveragerði hafa í sameiningu ákveðið að reisa tívolí sem á að hafa aðseturí Hveragerði til frambúðar.“ 23. júlí 2023 09:01
Einstakar ljósmyndir sýna stemninguna um borð í Gullfossi Farþegaskipið Gullfoss var í siglingum á árunum 1950 – 1973 og sigldi á milli Íslands, Danmerkur og Skotlands. Á þessum tíma voru ferðirnar sveipar miklum ævintýraljóma. 16. júlí 2023 08:00
Svona leit Reykjavík út árið 1960 Reykjavík í upphafi sjöunda áratugarins. Bær er að breytast í borg og framundan er mikill uppgangstími í íslensku samfélagi. 9. júlí 2023 08:08
Svona leit Reykjavík út árið 1970 Í upphafi áttunda áratugarins var miðborg Reykjavíkur töluvert öðruvísi en í dag. Þar sem nú er verslunarhúsnæði var áður Morgunblaðshúsið. Þar sem nú er veitingastaðurinn Hjá Jóni var áður Landsíminn og þar sem nú er veitingastaðurinn Apótekið var áður raunverulegt apótek. 18. júní 2023 10:00
Svona leit Keflavíkurflugvöllur út árið 1982 Flugstöð Leifs Eiríkssonar var vígð árið 1987 og urðu þá tímamót í flugsögu Íslendinga. Fram að því þjónaði Keflavíkurflugvöllur allri farþegaumferð, og þar voru aðstæðurnar öllu frumstæðari en við þekkjum í dag. 25. júní 2023 10:01
Einstakar myndir sýna sögu Háskólabíós í gegnum tíðina Nýlega var tilkynnt um að hætt verði rekstri kvikmyndahúss í Háskólabíó en þar með lýkur rúmlega 60 ára sögu bíósýninga í þessu sögufræga húsi. Ef marka má viðbrögð á samfélagsmiðlum er ljóst að Háskólabíó skipar stóran sess í huga marga Íslendinga. 11. júní 2023 10:01
Kunnugleg andlit á djamminu í Hollywood í gamla daga „Nýr skemmtistaður, Hollywood, var opnaður i gærkvöldi með „grandeur" sem hæfir nafninu. Fullt var út að dyrum og margir urðu frá að hverfa.“ Þannig hófst frétt sem birtist á forsíðu Vísis þann 3. mars árið 1978. 4. júní 2023 09:12
Svona litu íslensk fangelsi út árið 1988 Árið 1988 voru fimm fangelsi starfrækt á Íslandi; Litla Hraun, Kvíabryggja, Hegningarhúsið, Síðumúlafangelsi og fangelsið á Akureyri. Bragi Þór Jósefsson ljósmyndari eyddi degi á Litla Hrauni og í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg og náði þar einstökum ljósmyndum sem sýna vistarverurnar í fangelsunum á þessum tíma. 28. maí 2023 10:02
Mannlífið í Reykjavík á níunda áratugnum: Þekkir þú fólkið á myndunum? Þröstur Ingólfur Víðisson frá Stöðvarfirði er áhugamaður um ljósmyndun. Hann eignaðist sína fyrstu alvöru myndavél um 1980 og hefur verið að taka myndir síðan. Mestan áhuga hefur hann á svart/hvítum mannlífsmyndum og götuljósmyndun, en hefur einnig tekið nokkuð af landslagsmyndum í lit síðustu árin. 21. maí 2023 09:01