Hitinn farið yfir 25 stig í júní, júlí og ágúst Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. ágúst 2023 23:00 Einar Sveinbjörnsson segir þessa mynd lýsandi fyrir heiðríkjuna á Íslandi.. Veðurstofan Hitinn náði 26 stigum á Torfum í Eyjafirði í dag sem þýðir að hiti hefur farið yfir 25 stig alla sumarmánuðina þrjá. Það hefur ekki gerst oft. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. „Reiknaði með því í gær að hitinn kæmist á bestu stöðum í allt að 25 til 26 stig miðað við hitagæði loftsins og aðrar aðstæður. Það gekk eftir og hvergi hlýrra en í Torfum í Eyjafjaðarsveit í dag 25. ágúst. Þar sem hámarkshitinn mældist 26,4°C,“ skrifar hann. Þá segir hann að hæsti hitinn í júní hafi mælst 27,9°C á Egilsstaðaflugvelli en í júlí mest 26,5°C í Hjarðarlandi í Biskupstungum. Hitinn hafi því farið yfir 25 stig í júní, júlí og ágúst. Það hafi einnig gerst sumarið 2021 en það séu aftur á móti einu sumrin frá aldamótum sem það hefur gerst. Hann segist ekki hafa yfirlit fyrir þann tíma, en viti þó til þess að hiti hafi rofið 25 stiga múrinn í júní, júlí og ágúst „gæðasumarið“ 1939. Það árið hafi hitinn einnig náð 25 stigum í september á Lambavatni á Rauðasandi með sléttum 25°C. „Spurning hvað komandi september býður okkur upp á?“ spyr hann svo. Með færslunni birtir hann tunglmynd sem hann segir lýsandi: „Heiðríkja á landinu, en háskýjabakkinn nálgaðist úr vestri á hádegi. Með þessari bylgjusíun má sjá greinilega hjarnmörk stóru jöklana. Ákomusvæðin greina sig vel frá jöðunum og skriðjöklum, þar sem vetrarsnjórinn er allur bráðnaður.“ Veður Eyjafjarðarsveit Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Víða væta með köflum en rigningin samfelld á Suðausturlandi Bjart veður víðast hvar en víða frost í nótt Bjart suðvestantil en skýjað fyrir norðan og austan Víða bjart yfir landinu í dag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. „Reiknaði með því í gær að hitinn kæmist á bestu stöðum í allt að 25 til 26 stig miðað við hitagæði loftsins og aðrar aðstæður. Það gekk eftir og hvergi hlýrra en í Torfum í Eyjafjaðarsveit í dag 25. ágúst. Þar sem hámarkshitinn mældist 26,4°C,“ skrifar hann. Þá segir hann að hæsti hitinn í júní hafi mælst 27,9°C á Egilsstaðaflugvelli en í júlí mest 26,5°C í Hjarðarlandi í Biskupstungum. Hitinn hafi því farið yfir 25 stig í júní, júlí og ágúst. Það hafi einnig gerst sumarið 2021 en það séu aftur á móti einu sumrin frá aldamótum sem það hefur gerst. Hann segist ekki hafa yfirlit fyrir þann tíma, en viti þó til þess að hiti hafi rofið 25 stiga múrinn í júní, júlí og ágúst „gæðasumarið“ 1939. Það árið hafi hitinn einnig náð 25 stigum í september á Lambavatni á Rauðasandi með sléttum 25°C. „Spurning hvað komandi september býður okkur upp á?“ spyr hann svo. Með færslunni birtir hann tunglmynd sem hann segir lýsandi: „Heiðríkja á landinu, en háskýjabakkinn nálgaðist úr vestri á hádegi. Með þessari bylgjusíun má sjá greinilega hjarnmörk stóru jöklana. Ákomusvæðin greina sig vel frá jöðunum og skriðjöklum, þar sem vetrarsnjórinn er allur bráðnaður.“
Veður Eyjafjarðarsveit Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gengur á með skúrum sunnan- og vestanlands Útlit fyrir þokkalegt veður Hægfara lægð yfir landinu Víða væta með köflum en rigningin samfelld á Suðausturlandi Bjart veður víðast hvar en víða frost í nótt Bjart suðvestantil en skýjað fyrir norðan og austan Víða bjart yfir landinu í dag Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Norðan kaldi eða stinningskaldi í dag Hæglætisveður um páskana Snjókoma eða slydda norðan- og austantil Misstu bílinn af veginum og þorðu ekki að bíða í honum Rigning í flestum landshlutum og kaldara loft Fremur hlýtt en bætir í vind í kvöld Rigning sunnan- og vestantil Hiti gæti farið í sextán stig norðantil Hiti gæti náð átján stigum fyrir norðan og austan Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Allt að 14 stiga hiti á Austurlandi í dag Hvassir vindstrengir á Snæfellsnesi en milt loft yfir landinu Hlýnar í veðri en kólnar ört eftir sólsetur Síðasta lægðin í bili gengur norður yfir landið Víða snjókoma, slydda eða rigning í nótt Dregur úr vindi þegar líður á daginn Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Hlýnandi veður Veðurviðvaranir um helgina Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Sjá meira