Lífið

Gítar­leikari Whitesna­ke látinn

Árni Sæberg skrifar
Marsden á sviði í Lundúnum árið 2014.
Marsden á sviði í Lundúnum árið 2014. C Brandon/Getty

Bernie Marsden, gítarleikari og einn stofnenda bresku rokksveitarinnar Whitesnake, er látinn. 

Fjölskylda Marsdens tilkynnti andlát hans á Instagram-síðu hans í gær. Þar segir að hann hafi látist á fimmtudagskvöld í faðmi eiginkonu sinnar og tveggja dætra. Hann varð 72 ára gamall. 

Þá segir að hann hafi aldrei tapað ástríðu sinni fyrir tónlist. Hann hafi samið og tekið upp nýja tónlist allt fram að endalokum.

Samdi helstu slagara sveitarinnar

Marsden stofnaði Whitesnake ásamt söngvaranum David Coverdale, sem var áður í Deep Purple, og gítarleikaranum Micky Moody í Lundúnum árið 1978.

Hann kom að gerð fyrstu fimm breiðskífa hljómsveitarinnar en lét gott heita árið 1982 eftir að Coverdale, sem er enn í dag forsprakki sveitarinnar, ákvað að sveitin færi í hlé.

Hann samdi, ýmist einn eða ásamt öðrum meðlimum sveitarinnar, marga helstu smelli sveitarinnar á borð við Fool for Your Loving, She’s a Woman, Walking in the Shadow of the Blues, Trouble og stærsta smellinn, Here I Go Again.

Whitesnake tróð upp í Laugardalshöll árið 2008.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.