„Skref í rétta átt“ en þarf meira aðhald til að ná niður verðbólguvæntingum
![Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur gagnrýnt Seðlabankann nokkuð harkalega fyrir að vísa ábyrgðinni á hárri verðbólgu á aðra en bankann sjálfan sem hafi yfir að ráða þeim tækjum sem þurfi til að ná henni niður.](https://www.visir.is/i/54A1858432BA0CFB4F9A3AC2A0B33317989E1D7367DD25056742993684EA7F93_713x0.jpg)
Þótt boðaðar aðgerðir fjármála- og efnahagsráðherra um aukið aðhald í ríkisrekstrinum á komandi ári, sem nemur samtals um sautján milljörðum króna, séu jákvæðar þá eru þær ólíklega að hafa einhver áhrif til lækkunar á verðbólguvæntingum, að sögn sjóðstjóra á skuldabréfamarkaði. Síðasta vaxtahækkun Seðlabankans um 50 punkta var einkum rökstudd með vísun til hárra verðbólguvæntinga til lengri tíma en þær hafa lítið lækkað að undanförnu.