Fyrstu myndir af þeim rötuðu inn á samfélagmiðla á dögunum þar sem þau voru stödd í sólinni á Tenerife að fagna sextíu ára afmæli Sveins Andra.
Töluverður aldursmunur er á parinu en Anna María er fædd árið 1988 svo 25 ár skilja þau að. Óhætt er að segja að aldur sé afstæður og virðist ástin blómstra á milli þeirra.
Anna María stundaði nám í læknisfræði við Debrecen háskólann í Ungverjalandi þaðan sem hún útskrifaðist árið 2017. En sökum veikinda skilaði hún inn læknaleyfi sínu árið 2022.
Smartland greindi fyrst frá.