Gagnrýnir Livio: „Heimurinn bara hrundi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. ágúst 2023 07:00 Svava Kristín er komin fimm mánuði á leið í dag. vísir/ívar Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi opnaði íþróttafréttakonan Svava Kristín Grétarsdóttir sig um erfitt ferli að verða ólétt en hún fékk aðstoð frá fyrirtækinu Livio og eftir nokkrar tilraunir gekk það upp. Svava er komin fimm mánuði á leið í dag. Hún segist ekki hafa verið tilbúin að bíða lengur eftir hinum eina rétta, tók málin í sínar hendur og fór til Livio. Gleðin mikil en hún hefur samt sem áður margt út á fyrirtækið og ferlið að setja og sagði sína sögu í innslagi gærkvöldsins. Sem lítil stelpa í Vestmannaeyjum þá man hún eftir sjálfri sér með þann draum í huganum, að eignast mann og börn. „Ég man vel eftir mér að vilja rosalega mikið eignast börn. En svo breytist lífið aðeins og það verður ekki alveg eins og þú hafðir ímyndað þér sem krakki,“ segir Svava og heldur áfram. Ekki á réttum forsendum „Ég var ekki í sambandi á þeim tíma sem ég byrjaði að hafa áhyggjur af þessu. Og ég var stundum ekki að tala við stráka á réttum forsendum. Ég var stundum að hugsa, hvernig get ég byrjað með honum nægilega snemma svo ég nái að fá hann til að eignast börn með mér nægilega fljótt,“ segir Svava og var þá spurð hvort hún hafi mögulega fælt menn frá sér. „Já, það er ekki nokkur spurning, alveg hundrað prósent. Ég var samt ekki að ræða þetta beint við þá á stefnumóti, ekki þannig en ég held ég hafi bara verið pínu krípí að reyna ganga lengra með þeim.“ Svava starfar í dag sem íþróttafréttakona á Stöð 2. Hún segist vera meðvituð, eftir á að hyggja, að inn í nokkur sambönd hafi hún farið á röngum forsendum. „Ég var alltaf með þessa barnapælingu, ég vildi eignast börn. Það kemst ekkert annað að. Þarna ákvað ég að ég myndi á einhverjum tímapunkti sækja mér aðstoð og eignast barn ein. Þegar vinir og fjölskylda voru að tilkynna mér að þau ættu von á barni þá dó alltaf eitthvað inn í mér og sú tilfinning varð alltaf sterkari og sterkari. Það fannst mér svo erfitt að geta ekki samglaðst bestu vinum mínum,“ segir Svava sem fór þá til Livio árið 2020 í miðju Covid. Hún segist hafa valið sér ljóshærðan mann þar sem flestir í hennar fjölskyldu eru ljóshærðir og að maðurinn hefði auðvitað áhuga á íþróttum. Óvissan mikil „Ég get alveg viðurkennt það, og það er kannski eitthvað sem fólk þorir ekki að tala um, að ég hræðist það alveg að fá barn í hendurnar sem ég þekki ekki. Fæðingarþunglyndi er mjög algengt og vera fara í gegnum þetta ein og ég veit ekkert um helminginn af DNA-inu hjá þessu barni,“ segir Svava og bætir við að vissulega viti foreldri sem fari hefðbundna leið ekki hvað sé á leiðinni. Hún segist hafa pantað tíma í júní 2020 og ekki komist að fyrr en í október sama ár í fyrsta viðtalstímann. Hér má sjá Svövu á góðri stundum með tveimur ungum drengjum. Hún átti oft erfitt með að samgleðjast þegar nánir einstaklingar tilkynntu henni að þau ætti við á barni. „Þessi bið er rosalega erfið. Ég gerði mér alveg grein fyrir því að það væri einhver bið en eftir átta vikur hélt ég nú bara að ég hefði gleymst í kerfinu.“ Svava segir frábært að boðið sé upp á þessa þjónustu hér á landi. En aðilinn sé bara einn og því samkeppnin engin og að hennar mati þjónustan eftir því. Ekki bíða „Pantið bara tíma strax, biðlistinn er nógu langur og þú hefur enn tíma til að hugsa þig um.“ En hún kemst að í fyrsta tímann og þar var henni tjáð að hún þyrfti að hitta félagsráðgjafa, eitthvað sem kom Svövu á óvart. „Bróðir minn býr þarna hjá mér og konan segir við mig, ég sé síðan að bróðir þinn býr hjá þér. Það er mjög gott, það er mjög mikilvægt fyrir börn að hafa sterka karlímynd nálægt sér. Ég svara henni, heyrðu fyrirgefðu myndir þú segja þetta við mig ef ég sæti hérna með kvenkyns maka mínum?,“ segir Svava en þarna fannst henni fyrsta rauða flaggið koma fram og viðhorfið með ólíkindum. „Ég fékk allavega grænt ljós til að halda áfram og gerði það. Svo eru engar rannsóknir gerðar og ég pældi ekkert í því. Ég vissi ekkert hvernig þetta virkar,“ segir Svava og næsta skref var að taka egglospróf og þegar broskarlinn kæmi upp átti hún að láta vita. Þá er uppsetning gerð samdægurs eða daginn eftir. Það er glugginn og annars þarf hún að bíða í annan mánuð. Svava verður spennt en biðin verður lengri en hún hélt. Alltaf mikil bið „Þetta heldur áfram og það eru þessar tæknisæðingar. Í fyrsta skammti af sæðisgjafa kaupi ég þrjá skammta. Því ég vildi eiga auka ef barnið mitt myndi vilja systkini en þessir skammtar áttu eftir að verða ansi margir,“ segir Svava. „Í febrúar segi ég að ég vilji fara í glasa [frjóvgun] og það er tekið undir það og sagt við mig að þau mæli með því. Konan segir við eigum laust í júní áður en við förum í sumarlokanir.“ Hún var ekki sátt með þennan biðtíma en vildi fá að halda áfram í tæknisæðingarferlinu á meðan hún beið, en þá var henni sagt: „Nei, það er ekki hægt. Þetta eru fimm mánuðir, af hverju má ég ekki? Þá svaraði konan, bara kerfið býður ekki upp á það, þú getur bara verið skráð í eina meðferð. Á þessum tímapunkti er fyrst athugað hvort að eggjaleiðararnir séu opnir hjá mér. Og það kemur svo sem í ljós að þeir séu það sem var mikill léttir. Þannig að ég ákvað að halda bara áfram, því ég var ekki tilbúin að taka mér þessa fimm mánuði í pásu. Ég hefði auðvitað aldrei átt að gera það. Ég mæli með fyrir alla að fara beint í glasa [frjóvgun], það kostar sitt en hitt telur svo fljótt.“ Hún fer því næst í næsta ferli. Ekki eins og að Dominos hafi klúðrað pöntun „Ég fer í eggheimtu og það náðust einhver tólf egg, sem þykir mjög gott. En það voru ekki nema fjögur sem frjóvguðust. Þau hafa samband við mig og segja mér að það sé uppsetning á fimmtudegi en ekki laugardegi. Ég bara svara að það sé ekkert mál. Svo hafa þau samband og segja að uppsetningin verði ekki á fimmtudeginum því þau þurfi að hafa eggin aðeins lengur hjá sér. Þá á að gera þetta á laugardeginum. Svo fæ ég sms á föstudeginum og þar stendur að ég eigi að mæta klukkan 12:45 en ég hafði áður heyrt að ég ætti að mæta klukkan 12. Ég ákvað því að hringja og athuga hvort þetta væri einhvern misskilningur, ég ætlaði ekki að fara mæta of seint í mikilvægustu stund lífs míns. Þá svarar ritari í símann og segir mér að ég sé nú yfirleitt ekki bókuð hjá þeim á morgun. Hún segir við mig, ég sé að eggin þín eru ekki í lagi svo það er enginn uppsetning. Heimurinn bara hrundi. Ég er á bílastæði einhvers staðar og byrja bara að hágráta,“ segir Svava en ritarinn bauðst þá til að fá annan starfsmann til að heyra í sér. Hún fær síðan símtal stuttu seinna og þá er þetta staðfest að það fari engin uppsetning fram. Svava hefur alltaf verið mikil barnakona. „Þetta er milljón sem ég er að borga í þetta. Auðvitað er það ekki þeim að kenna að þetta hafi klikkað en hvernig fólk talaði við mig og það gat enginn sagt mér eitt né neitt. Þetta er svo sannarlega ekki eins og Dominos hafi klúðrað einni pítsu. Þetta var á föstudegi og ég fæ tíma eftir helgi. Þetta var löng helgi og þetta var fyrsta glasafrjóvgunin mín. Ég vissi ekki hvernig þetta ferli virkaði og af hverju þetta klúðraðist. Svo fæ ég tíma og þá er þetta útskýrt fyrir mér og mér leið strax betur. Þá spyr ég hvort ég geti þá ekki hafið nýja meðferð, en þá er mér sagt að það gangi ekki alveg, það sé svo stutt í jólalokanir. Þetta var í byrjun nóvember,“ segir Svava sem fær að vita að ferlið byrji aftur á nýju ári. Ekki póstur mér til sóma „Það gleymist kannski líka í þessu að maður er á hápunkti hormónameðferðar og eftirvæntingin, stressið og spennan og þetta eru allar tilfinningarnar. Maður brotnar oft saman,“ segir Svava. Næst fer hún í aðra frjóvgun og spennan mikil. Hún ákveður svo að bíða, bíða og sjá hvað myndu margir dagar líða þar til að fyrirtækið myndi hafa samband. Á níunda degi gafst hún upp og sendi harðorðan póst. „Sennilega ekki póstur sem er mér til sóma en ég sagði í raun að þið getið ekki komið svona fram við skjólstæðinga ykkar. Ég fæ svar í tölvupósti og þar stendur, já ég sé að það átti að hafa samband við þig daginn eftir en það hefur greinilega gleymst.“ Ferlið sem hún fór í gegnum var langt og strangt, en sem betur fer fór þetta vel að lokum og heppnaðist glasafrjóvgunin og er hún í dag gengin fimm mánuði á leið og gengur með stúlku. Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Frjósemi Börn og uppeldi Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Hún segist ekki hafa verið tilbúin að bíða lengur eftir hinum eina rétta, tók málin í sínar hendur og fór til Livio. Gleðin mikil en hún hefur samt sem áður margt út á fyrirtækið og ferlið að setja og sagði sína sögu í innslagi gærkvöldsins. Sem lítil stelpa í Vestmannaeyjum þá man hún eftir sjálfri sér með þann draum í huganum, að eignast mann og börn. „Ég man vel eftir mér að vilja rosalega mikið eignast börn. En svo breytist lífið aðeins og það verður ekki alveg eins og þú hafðir ímyndað þér sem krakki,“ segir Svava og heldur áfram. Ekki á réttum forsendum „Ég var ekki í sambandi á þeim tíma sem ég byrjaði að hafa áhyggjur af þessu. Og ég var stundum ekki að tala við stráka á réttum forsendum. Ég var stundum að hugsa, hvernig get ég byrjað með honum nægilega snemma svo ég nái að fá hann til að eignast börn með mér nægilega fljótt,“ segir Svava og var þá spurð hvort hún hafi mögulega fælt menn frá sér. „Já, það er ekki nokkur spurning, alveg hundrað prósent. Ég var samt ekki að ræða þetta beint við þá á stefnumóti, ekki þannig en ég held ég hafi bara verið pínu krípí að reyna ganga lengra með þeim.“ Svava starfar í dag sem íþróttafréttakona á Stöð 2. Hún segist vera meðvituð, eftir á að hyggja, að inn í nokkur sambönd hafi hún farið á röngum forsendum. „Ég var alltaf með þessa barnapælingu, ég vildi eignast börn. Það kemst ekkert annað að. Þarna ákvað ég að ég myndi á einhverjum tímapunkti sækja mér aðstoð og eignast barn ein. Þegar vinir og fjölskylda voru að tilkynna mér að þau ættu von á barni þá dó alltaf eitthvað inn í mér og sú tilfinning varð alltaf sterkari og sterkari. Það fannst mér svo erfitt að geta ekki samglaðst bestu vinum mínum,“ segir Svava sem fór þá til Livio árið 2020 í miðju Covid. Hún segist hafa valið sér ljóshærðan mann þar sem flestir í hennar fjölskyldu eru ljóshærðir og að maðurinn hefði auðvitað áhuga á íþróttum. Óvissan mikil „Ég get alveg viðurkennt það, og það er kannski eitthvað sem fólk þorir ekki að tala um, að ég hræðist það alveg að fá barn í hendurnar sem ég þekki ekki. Fæðingarþunglyndi er mjög algengt og vera fara í gegnum þetta ein og ég veit ekkert um helminginn af DNA-inu hjá þessu barni,“ segir Svava og bætir við að vissulega viti foreldri sem fari hefðbundna leið ekki hvað sé á leiðinni. Hún segist hafa pantað tíma í júní 2020 og ekki komist að fyrr en í október sama ár í fyrsta viðtalstímann. Hér má sjá Svövu á góðri stundum með tveimur ungum drengjum. Hún átti oft erfitt með að samgleðjast þegar nánir einstaklingar tilkynntu henni að þau ætti við á barni. „Þessi bið er rosalega erfið. Ég gerði mér alveg grein fyrir því að það væri einhver bið en eftir átta vikur hélt ég nú bara að ég hefði gleymst í kerfinu.“ Svava segir frábært að boðið sé upp á þessa þjónustu hér á landi. En aðilinn sé bara einn og því samkeppnin engin og að hennar mati þjónustan eftir því. Ekki bíða „Pantið bara tíma strax, biðlistinn er nógu langur og þú hefur enn tíma til að hugsa þig um.“ En hún kemst að í fyrsta tímann og þar var henni tjáð að hún þyrfti að hitta félagsráðgjafa, eitthvað sem kom Svövu á óvart. „Bróðir minn býr þarna hjá mér og konan segir við mig, ég sé síðan að bróðir þinn býr hjá þér. Það er mjög gott, það er mjög mikilvægt fyrir börn að hafa sterka karlímynd nálægt sér. Ég svara henni, heyrðu fyrirgefðu myndir þú segja þetta við mig ef ég sæti hérna með kvenkyns maka mínum?,“ segir Svava en þarna fannst henni fyrsta rauða flaggið koma fram og viðhorfið með ólíkindum. „Ég fékk allavega grænt ljós til að halda áfram og gerði það. Svo eru engar rannsóknir gerðar og ég pældi ekkert í því. Ég vissi ekkert hvernig þetta virkar,“ segir Svava og næsta skref var að taka egglospróf og þegar broskarlinn kæmi upp átti hún að láta vita. Þá er uppsetning gerð samdægurs eða daginn eftir. Það er glugginn og annars þarf hún að bíða í annan mánuð. Svava verður spennt en biðin verður lengri en hún hélt. Alltaf mikil bið „Þetta heldur áfram og það eru þessar tæknisæðingar. Í fyrsta skammti af sæðisgjafa kaupi ég þrjá skammta. Því ég vildi eiga auka ef barnið mitt myndi vilja systkini en þessir skammtar áttu eftir að verða ansi margir,“ segir Svava. „Í febrúar segi ég að ég vilji fara í glasa [frjóvgun] og það er tekið undir það og sagt við mig að þau mæli með því. Konan segir við eigum laust í júní áður en við förum í sumarlokanir.“ Hún var ekki sátt með þennan biðtíma en vildi fá að halda áfram í tæknisæðingarferlinu á meðan hún beið, en þá var henni sagt: „Nei, það er ekki hægt. Þetta eru fimm mánuðir, af hverju má ég ekki? Þá svaraði konan, bara kerfið býður ekki upp á það, þú getur bara verið skráð í eina meðferð. Á þessum tímapunkti er fyrst athugað hvort að eggjaleiðararnir séu opnir hjá mér. Og það kemur svo sem í ljós að þeir séu það sem var mikill léttir. Þannig að ég ákvað að halda bara áfram, því ég var ekki tilbúin að taka mér þessa fimm mánuði í pásu. Ég hefði auðvitað aldrei átt að gera það. Ég mæli með fyrir alla að fara beint í glasa [frjóvgun], það kostar sitt en hitt telur svo fljótt.“ Hún fer því næst í næsta ferli. Ekki eins og að Dominos hafi klúðrað pöntun „Ég fer í eggheimtu og það náðust einhver tólf egg, sem þykir mjög gott. En það voru ekki nema fjögur sem frjóvguðust. Þau hafa samband við mig og segja mér að það sé uppsetning á fimmtudegi en ekki laugardegi. Ég bara svara að það sé ekkert mál. Svo hafa þau samband og segja að uppsetningin verði ekki á fimmtudeginum því þau þurfi að hafa eggin aðeins lengur hjá sér. Þá á að gera þetta á laugardeginum. Svo fæ ég sms á föstudeginum og þar stendur að ég eigi að mæta klukkan 12:45 en ég hafði áður heyrt að ég ætti að mæta klukkan 12. Ég ákvað því að hringja og athuga hvort þetta væri einhvern misskilningur, ég ætlaði ekki að fara mæta of seint í mikilvægustu stund lífs míns. Þá svarar ritari í símann og segir mér að ég sé nú yfirleitt ekki bókuð hjá þeim á morgun. Hún segir við mig, ég sé að eggin þín eru ekki í lagi svo það er enginn uppsetning. Heimurinn bara hrundi. Ég er á bílastæði einhvers staðar og byrja bara að hágráta,“ segir Svava en ritarinn bauðst þá til að fá annan starfsmann til að heyra í sér. Hún fær síðan símtal stuttu seinna og þá er þetta staðfest að það fari engin uppsetning fram. Svava hefur alltaf verið mikil barnakona. „Þetta er milljón sem ég er að borga í þetta. Auðvitað er það ekki þeim að kenna að þetta hafi klikkað en hvernig fólk talaði við mig og það gat enginn sagt mér eitt né neitt. Þetta er svo sannarlega ekki eins og Dominos hafi klúðrað einni pítsu. Þetta var á föstudegi og ég fæ tíma eftir helgi. Þetta var löng helgi og þetta var fyrsta glasafrjóvgunin mín. Ég vissi ekki hvernig þetta ferli virkaði og af hverju þetta klúðraðist. Svo fæ ég tíma og þá er þetta útskýrt fyrir mér og mér leið strax betur. Þá spyr ég hvort ég geti þá ekki hafið nýja meðferð, en þá er mér sagt að það gangi ekki alveg, það sé svo stutt í jólalokanir. Þetta var í byrjun nóvember,“ segir Svava sem fær að vita að ferlið byrji aftur á nýju ári. Ekki póstur mér til sóma „Það gleymist kannski líka í þessu að maður er á hápunkti hormónameðferðar og eftirvæntingin, stressið og spennan og þetta eru allar tilfinningarnar. Maður brotnar oft saman,“ segir Svava. Næst fer hún í aðra frjóvgun og spennan mikil. Hún ákveður svo að bíða, bíða og sjá hvað myndu margir dagar líða þar til að fyrirtækið myndi hafa samband. Á níunda degi gafst hún upp og sendi harðorðan póst. „Sennilega ekki póstur sem er mér til sóma en ég sagði í raun að þið getið ekki komið svona fram við skjólstæðinga ykkar. Ég fæ svar í tölvupósti og þar stendur, já ég sé að það átti að hafa samband við þig daginn eftir en það hefur greinilega gleymst.“ Ferlið sem hún fór í gegnum var langt og strangt, en sem betur fer fór þetta vel að lokum og heppnaðist glasafrjóvgunin og er hún í dag gengin fimm mánuði á leið og gengur með stúlku. Hér að ofan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Frjósemi Börn og uppeldi Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira