Halla Berglind hefur undarfarin ár starfað við rekstur vöruþróunar hjá leikjafyrirtækinu CCP Games. Hún starfaði áður við greiningar hjá Deloitte og Nike. Halla er verkfræðingur að mennt og sérhæfði sig í gagnagreiningu með MSc gráðu frá Imperial College London.
Avo er vel fjármagnað til næstu ára í gegnum bæði áskriftartekjur frá viðskiptavinum og vísifjármagn. Ráðning Höllu Berglindar er liður í vaxtastefnu fyrirtækisins á árinu, sem telur einnig ráðningar í stöðu markaðsstjóra, hönnuðs og þjónustustjóra.
Avo hjálpar fyrirtækjum að skilja og besta notendaupplifun. Fyrirtæki eins og Boozt.com, IKEA, Wolt og Fender spara tugi milljóna á ári með því að innleiða gagnastjórnunarlausn Avo, segir í tilkynningu.
Fyrirtækið var stofnað árið 2018 af þeim Sölva Logasyni og Stefaníu Bjarney Ólafsdóttur, sem stýrðu áður gagnagreind hjá Plain Vanilla Games við gerð leikjarins QuizUp.
Y Combinator, GGV Capital og Heavybit
Avo hefur tekið inn tæplega milljarð króna frá alþjóðlegum fjárfestum á borð við Y Combinator, GGV Capital og Heavybit, sem eru þungavigtasjóðir í Kísildalnum með sérþekkingu í að fjárfesta í ört vaxandi nýsköpunarfyrirtækjum á borð við Stripe, Slack, Tiktok og Airbnb, sem og frá íslensku sjóðunum Crowberry, Brunni og Investa.
„Avo teymið er þéttasta og einstakasta teymi sem ég hef tilheyrt. Eftir mikinn fókus á vöruþróun undanfarið erum við nú að bæta við fólki sem snýr beint að viðskiptavinum. Þetta er geggjað tækifæri til að koma snemma inn í ævintýri og sjá sprota verða að vaxtarfyrirtæki, sem ég fékk sjálf að upplifa mér til mikillar gleði og lærdóms þegar ég gekk til liðs við QuizUp sem fyrsta gagnamanneskjan,“ segir Stefanía forstjóri og meðstofnandi Avo, forstjóri og meðstofnandi Avo.
Á meðal starfsmanna Avo er Bragi Bergþórsson, fyrrverandi óperusöngvari. Hann er með B.Sc. gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík.