Innherji

Guð­mundur Fer­tram fjár­festir í Colop­last fyrir um 700 milljónir

Hörður Ægisson skrifar
Guðmundur Fertram á samanlagt beint og óbeint um tíu prósenta hlut í Kerecis og fær því um 17 milljarða króna í sinn hlut við söluna til Coloplast. Hann mun ráðstafa hluta af þeim fjármunum til baka með kaupum í Coloplast.
Guðmundur Fertram á samanlagt beint og óbeint um tíu prósenta hlut í Kerecis og fær því um 17 milljarða króna í sinn hlut við söluna til Coloplast. Hann mun ráðstafa hluta af þeim fjármunum til baka með kaupum í Coloplast. Kerecis

Forstjóri og stofnandi Kerecis mun kaupa bréf í Coloplast fyrir nálægt 700 milljónir íslenskra króna að markaðsvirði samhliða hlutafjáraukningu sem alþjóðlegi heilbrigðisrisinn hefur boðað til í tengslum við kaupin á íslenska fyrirtækinu. Á morgun, síðasta dag ágústmánaðar, verða jafnvirði um 150 milljarðar króna greiddir út í erlendum gjaldeyri til hluthafa Kerecis. 


Tengdar fréttir

Næst stærsta yfir­taka Ís­lands­sögunnar víta­mín­sprauta fyrir markaðinn

Með kaupum danska heilbrigðisrisans Coloplast á öllu hlutafé Kerecis fyrir um 176 milljarða króna, næst stærsta yfirtaka Íslandssögunnar, hefur virði lækningarvörufélagsins tvöfaldast á einu ári en að það er að miklum meirihluta í eigu Íslendinga. Seljendur fá greitt í reiðufé en á meðal stórra hluthafa Kerecis er Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri og stofnandi, með samtals um tíu prósent og þá má ætla að Baldvin Björn Haraldsson, lögmaður og eigandi að BBA//Fjeldco, fái um fimm milljarða í sinn hlut við söluna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×