Guðmundur Fertram fjárfestir í Coloplast fyrir um 700 milljónir

Forstjóri og stofnandi Kerecis mun kaupa bréf í Coloplast fyrir nálægt 700 milljónir íslenskra króna að markaðsvirði samhliða hlutafjáraukningu sem alþjóðlegi heilbrigðisrisinn hefur boðað til í tengslum við kaupin á íslenska fyrirtækinu. Á morgun, síðasta dag ágústmánaðar, verða jafnvirði um 150 milljarðar króna greiddir út í erlendum gjaldeyri til hluthafa Kerecis.
Tengdar fréttir

Næst stærsta yfirtaka Íslandssögunnar vítamínsprauta fyrir markaðinn
Með kaupum danska heilbrigðisrisans Coloplast á öllu hlutafé Kerecis fyrir um 176 milljarða króna, næst stærsta yfirtaka Íslandssögunnar, hefur virði lækningarvörufélagsins tvöfaldast á einu ári en að það er að miklum meirihluta í eigu Íslendinga. Seljendur fá greitt í reiðufé en á meðal stórra hluthafa Kerecis er Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri og stofnandi, með samtals um tíu prósent og þá má ætla að Baldvin Björn Haraldsson, lögmaður og eigandi að BBA//Fjeldco, fái um fimm milljarða í sinn hlut við söluna.