Framleiðandi Wegovy, Ozempic og Saxenda nú verðmætasta fyrirtæki Evrópu Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 5. september 2023 08:15 Wegovy og Ozempic eru í raun ætluð einstaklingum sem glíma við áunna sýkursýki. epa/ida Marie Odgaard Danski lyfjarisinn Novo Nordisk er verðmætasta fyrirtæki Evrópu samkvæmt nýjustu tölum og tekur við titlinum af tískurisanum LVMH sem meðal annars framleiðir vörur undir merkjum Luis Vuitton og áfengi á borð við Moét og Hennessy. Ástæða velgengni lyfafyrirtækisins er einföld en það er framleiðandi þyngdarstjórnunarlyfsins Wegovy sem nýtur gríðarlegra vinsælda um þessar mundir. Lyfið fékk markaðsleyfi í Bretlandi í nótt og í morgun höfðu bréf í félaginu tekið stórt stökk upp á við. Fyrirtækið er nú metið á tæpa 430 milljarða dollara. Wegovy er notað sem meðferð við sykursýki 2 og offitu en lyfið dregur úr hungurtilfinningu þannig að fólk borðar minna. Lyfið hefur líka slegið í gegn hjá fræga fólkinu og menn á borð við Elon Musk eru sagðir á meðal notenda þess. Sérfræðingar hafa þó ítrekað varað við að ekki sé um kraftaverkalyf að ræða og að rannsóknir hafi sýnt að þeir sem noti lyfið bæti á sig kílóunum aftur þegar þeir hætta á lyfinu. Þess ber að geta að Novo Nordisk framleiðir einnig Ozempic og Saxenda, sem einnig hafa notið gríðarlegra vinsælda. Heilbrigðismál Lyf Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Ástæða velgengni lyfafyrirtækisins er einföld en það er framleiðandi þyngdarstjórnunarlyfsins Wegovy sem nýtur gríðarlegra vinsælda um þessar mundir. Lyfið fékk markaðsleyfi í Bretlandi í nótt og í morgun höfðu bréf í félaginu tekið stórt stökk upp á við. Fyrirtækið er nú metið á tæpa 430 milljarða dollara. Wegovy er notað sem meðferð við sykursýki 2 og offitu en lyfið dregur úr hungurtilfinningu þannig að fólk borðar minna. Lyfið hefur líka slegið í gegn hjá fræga fólkinu og menn á borð við Elon Musk eru sagðir á meðal notenda þess. Sérfræðingar hafa þó ítrekað varað við að ekki sé um kraftaverkalyf að ræða og að rannsóknir hafi sýnt að þeir sem noti lyfið bæti á sig kílóunum aftur þegar þeir hætta á lyfinu. Þess ber að geta að Novo Nordisk framleiðir einnig Ozempic og Saxenda, sem einnig hafa notið gríðarlegra vinsælda.
Heilbrigðismál Lyf Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira