Ökumaður Ferrari þakklátur lögreglu eftir óhugnanlega reynslu Aron Guðmundsson skrifar 5. september 2023 10:31 Carlos Sainz tryggði sér sæti á verðlaunapalli í Monza kappakstrinum um nýliðna helgi. Vísir/EPA Carlos Sainz, ökumaður Formúlu 1 liðs Ferrari er þakklátur lögreglunni í Mílanó á Ítalíu fyrir skjót viðbrögð er þjófar gerðu tilraun til þess að stela úri ökumannsins. Greint er frá málinu á vef BBC en þar segir að Sainz, ásamt lífverði hans, hafi elt uppi þjófana sem höfðu í fórum sínum úr Spánverjans sem er verðmetið á að minnsta kosti 300 þúsund evrur, því sem jafngildir rúmum 43 milljónum íslenskra króna. Skjót viðbrögð lögreglu borgarinnar sáu til þess að það tókst að hafa upp á þjófunum og hefur úrið nú skilað sér aftur til Sainz sem hefur heldur betur átt viðburðaríka daga undanfarið. Á laugardaginn síðastliðinn vann hann sér inn rásspól í Monza kappakstrinum, á heimavelli Ferrari á Ítalíu, með því að setja hraðasta hring í tímatökum. Í keppninni sjálfri endaði hann svo á verðlaunapalli, kom í mark á eftir Red Bull Racing ökumönnunum Max Verstappen og Sergio Perez eftir mikla baráttu við liðsfélaga sinn hjá Ferrari, Charles Leclerc. Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Greint er frá málinu á vef BBC en þar segir að Sainz, ásamt lífverði hans, hafi elt uppi þjófana sem höfðu í fórum sínum úr Spánverjans sem er verðmetið á að minnsta kosti 300 þúsund evrur, því sem jafngildir rúmum 43 milljónum íslenskra króna. Skjót viðbrögð lögreglu borgarinnar sáu til þess að það tókst að hafa upp á þjófunum og hefur úrið nú skilað sér aftur til Sainz sem hefur heldur betur átt viðburðaríka daga undanfarið. Á laugardaginn síðastliðinn vann hann sér inn rásspól í Monza kappakstrinum, á heimavelli Ferrari á Ítalíu, með því að setja hraðasta hring í tímatökum. Í keppninni sjálfri endaði hann svo á verðlaunapalli, kom í mark á eftir Red Bull Racing ökumönnunum Max Verstappen og Sergio Perez eftir mikla baráttu við liðsfélaga sinn hjá Ferrari, Charles Leclerc.
Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira