Björk gefur út ævintýralegt myndband Íris Hauksdóttir skrifar 6. september 2023 13:44 Björk Guðmundsdóttir gaf út ævintýralegt tónlistarmyndband. Getty Stórsöngkonan og fjöllistakonan Björk, gaf nýverið út frá sér ævintýralegt myndband við lagið Victimhood. Gabríela Friðriksdóttir og Pierre-Alain Giraud sáu um leikstjórn en myndbandið var frumsýnt á Cornucopiu tónleikum Bjarkar í Altice Arenna í Lissabon. Myndbandið þróar áfram heiminn sem Björk skapaði í kringum plötuna Fossora. Í Victimhood skoðar Björk sjálfsvorkunn, fórnir og mæðraveldisumhyggju með hliðsjón af erkitýpum Jungs í melankólískri stemmningu sem breiðir smátt og smátt úr sér í gegnum skörðótt rafhljóð, þokulúðralegar klarínettur og marglaga raddanir. Töfrandi persónur með djúpa merkingu „Það má segja að ég búi yfir einhverskonar tálsýnis hugmynd af sjálfri mér sem bjartsýnismanneskju,“ segir Björk og bætir við að mikilvægt sé þó að vera trú raunveruleikanum. Þrátt fyrir ævintýralegt útlit myndbandsins segir Björk það mikilvægt að vera trú raunveruleikanum. Santiago Felipe „Það er flóknara að ná í skottið á sjálfsvorkun ef þú ert bjartsýn. Stundum verður það hlutverk kvenna, að takast á við tilfinningalega vinnu og að hreinsa geðið, og ef það eru dimmir skuggar eða öfl umbreytum við þeim í góða orku fyrir aðra fjölskyldumeðlimi svo þeir þurfi ekki að takast á við það, við sjáum um það. En það er líka undarlegur fórnarlambs hattur, þú ákveður að gera þessa vinnu en enginn bað þig um það. Kannski er það einmitt þar sem húmorinn kemur inn. Það er mjög áhugavert. Ég bara elska þetta málverk svo mikið. Þessar persónur eru svo töfrandi, þær hafa svo djúpa, djúpa merkingu fyrir mig.“ View this post on Instagram A post shared by Assoc of Independent Music (@aim_uk) Gat ekki gleymt þessu lagi Gabríela, annar leikstjóri myndbandsins, segist sömuleiðis vera hugfangna af laginu. „Ég gat ekki gleymt því, mig meira að segja dreymdi það. Frá fyrstu hlustun fann ég fyrir sterkri tengingu við lagið sem horfist í augu við þætti sem ég velti oft fyrir mér. Björk segir erfiðara að ná í skottið á sjálfsvorkun verandi bjartsýnn.Santiago Felipe Það fjallar um sjálfsvorkunn og hversu fáránleg þú varst eða fyndin þú varst í ákveðnum kringumstæðum, eða á skrítnum stað þar sem þú áttir í erfiðleikum, og síðan horfistu í augu við sjálfið. Í stað þess að benda alltaf á einhvern annan. Það er svo gott að enduruppgötva sjálfa sig. Að brjótast í gegnum steypta grímu af ákveðinni tilfinningu frá ákveðnum tíma. Ég held að það fyrir finnist einhvers konar ljóð um mannlegar kringum stæður í textanum sem býður alla velkomna. Ég held að allir geti sett sig í þau spor.“ Lagið er sem fyrr segir að finna á síðustu breiðskífu Bjarkar, Fossora. Platan hlaut tilnefningu til Grammy verðlaunanna og er nefnd ein af bestu plötum ársins af The New York Times og Pitchfork. Myndbandið má finna hér fyrir neðan. Tónlist Björk Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Myndbandið þróar áfram heiminn sem Björk skapaði í kringum plötuna Fossora. Í Victimhood skoðar Björk sjálfsvorkunn, fórnir og mæðraveldisumhyggju með hliðsjón af erkitýpum Jungs í melankólískri stemmningu sem breiðir smátt og smátt úr sér í gegnum skörðótt rafhljóð, þokulúðralegar klarínettur og marglaga raddanir. Töfrandi persónur með djúpa merkingu „Það má segja að ég búi yfir einhverskonar tálsýnis hugmynd af sjálfri mér sem bjartsýnismanneskju,“ segir Björk og bætir við að mikilvægt sé þó að vera trú raunveruleikanum. Þrátt fyrir ævintýralegt útlit myndbandsins segir Björk það mikilvægt að vera trú raunveruleikanum. Santiago Felipe „Það er flóknara að ná í skottið á sjálfsvorkun ef þú ert bjartsýn. Stundum verður það hlutverk kvenna, að takast á við tilfinningalega vinnu og að hreinsa geðið, og ef það eru dimmir skuggar eða öfl umbreytum við þeim í góða orku fyrir aðra fjölskyldumeðlimi svo þeir þurfi ekki að takast á við það, við sjáum um það. En það er líka undarlegur fórnarlambs hattur, þú ákveður að gera þessa vinnu en enginn bað þig um það. Kannski er það einmitt þar sem húmorinn kemur inn. Það er mjög áhugavert. Ég bara elska þetta málverk svo mikið. Þessar persónur eru svo töfrandi, þær hafa svo djúpa, djúpa merkingu fyrir mig.“ View this post on Instagram A post shared by Assoc of Independent Music (@aim_uk) Gat ekki gleymt þessu lagi Gabríela, annar leikstjóri myndbandsins, segist sömuleiðis vera hugfangna af laginu. „Ég gat ekki gleymt því, mig meira að segja dreymdi það. Frá fyrstu hlustun fann ég fyrir sterkri tengingu við lagið sem horfist í augu við þætti sem ég velti oft fyrir mér. Björk segir erfiðara að ná í skottið á sjálfsvorkun verandi bjartsýnn.Santiago Felipe Það fjallar um sjálfsvorkunn og hversu fáránleg þú varst eða fyndin þú varst í ákveðnum kringumstæðum, eða á skrítnum stað þar sem þú áttir í erfiðleikum, og síðan horfistu í augu við sjálfið. Í stað þess að benda alltaf á einhvern annan. Það er svo gott að enduruppgötva sjálfa sig. Að brjótast í gegnum steypta grímu af ákveðinni tilfinningu frá ákveðnum tíma. Ég held að það fyrir finnist einhvers konar ljóð um mannlegar kringum stæður í textanum sem býður alla velkomna. Ég held að allir geti sett sig í þau spor.“ Lagið er sem fyrr segir að finna á síðustu breiðskífu Bjarkar, Fossora. Platan hlaut tilnefningu til Grammy verðlaunanna og er nefnd ein af bestu plötum ársins af The New York Times og Pitchfork. Myndbandið má finna hér fyrir neðan.
Tónlist Björk Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“