Sport

Draumur Björg­vins að færa í­þróttir enn nær því að vera fyrir alla

Aron Guðmundsson skrifar
Auk þess að vera á fullu í handboltanum gegnir Björgvin Páll formennsku í Íþróttanefnd ríkisins
Auk þess að vera á fullu í handboltanum gegnir Björgvin Páll formennsku í Íþróttanefnd ríkisins Vísir/Vilhelm

Í­þrótta­nefnd ríkisins aug­lýsir nú eftir um­sóknum í Í­þrótta­sjóð fyrir næsta ár. For­maður nefndarinnar, ís­lenski lands­liðs­mark­vörðurinn í hand­bolta, Björg­vin Páll Gústavs­son segir svona sjóð skipta alveg gríðar­lega miklu máli en um­sóknar­frestur um út­hlutun úr sjóðnum er opinn fram í byrjun októ­ber.

„Svona sjóður getur haft mikið að segja,“ segir Björg­vin Páll að­spurður hver mikil­vægi svona sjóðs eins og í­þrótta­sjóðs sé. „Til að mynda fyrir minni fé­lögin úti á landi þegar kemur að að­stöðu og eins fyrir stærri fé­lögin þegar kemur að fræðslu og for­vörnum þar sem iðk­enda­fjöldin er mikill.

Fræðsla og for­varnir eru fyrir mér sterkar stoðir í í­þróttum og mér finnst að í­þrótta­fé­lög megi gera miklu betur þar. Stóra mark­miðið held ég að ætti að vera að auka vel­líðan innan ís­lenskrar í­þrótta­hreyfingar.“

Í­þrótta­sjóður styrkir að­stöðu til í­þrótta­iðkunnar, í­þrótta­rann­sókna og út­breiðslu-og fræðslu­verk­efna. Nefndin setur á hverju tíma­bili á­kveðnar á­herslur sem bæði rýma við sam­fé­lagið, á­herslu í­þrótta­stefnu, á­herslur ráð­herra o.fl. en í þetta skiptið er lögð á­hersla á inn­gildingu.

„Inn­gilding er nokkuð vítt hug­tak og nær yfir mikil­vægi þess að allir, óháð upp­runa, þjóð­erni, húð­litar, menningar, trúar- og lífs­skoðana eða annarra mis­mununar­þátta. Fyrir mér nær hug­takið einnig utan um börn með greiningar svo eitt­hvað sé nefnt. Ég per­sónu­lega væri til að mynda spenntur fyrir því að sjá um­sóknir sem ein­mitt tengjast fræðslu gagn­vart þessum hópum til þess að auka skilning á því að við erum ekki öll eins.

Mér finnst fræðslu­verk­efna­hlutinn allur mjög spennandi enda sjálfur verið að hrærast í þeim heim og finnst börnunum okkar vanta fleiri vopn til að takast á við í­þróttirnar, skólann og allt sem lífið hendir í börnin okkar. Eins finnst mér gríðar­lega þörf á for­eldrar­fræðslu al­mennt séð þegar kemur að börnum og í­þróttum.“

Hægt er að sækja um úthlutun úr sjóðnum í gegnum umsóknarform á vef Rannís.

„Íþróttir fyrir alla“

Ekki er ýkja langt síðan að Björg­vin Páll tók við for­mennsku í Í­þrótta­nefnd ríkisins.

„Það er heiður að fá að gegna for­mennsku í þessari mikil­vægu nefnd sem hefur rætur að rekja aftur til ársins 1940 ef mig minnir rétt. Það eru for­réttindi að fá að vinna með þessum jarð­ýtum sem skipa nefndina en hópurinn stút­fullur af fag­fólki með mis­jafnan bak­grunn og úr ó­líkum í­þrótta­greinum.“

Íþróttanefnd ríkisins

Björg­vin Páll vill, sem for­maður nefndarinnar, gera til­raun til að færa í­þróttirnar enn nær því að standa undir orðunum „í­þróttir fyrir alla.“

„Ég trúi því að við gerum það með því að fækka þröskuldum, fjár­hag­legum og and­legum, og með því gera í­þróttirnar stað þar sem sem flestir fá að til­heyra.“

Í­þrótta­nefnd ríkisins gegnir meðal annars því hlut­verki að veita barna- og mennta­mála­ráðu­neytinu ráð­gjöf í í­þrótta­málum og gerir til­lögur um út­hlutun fjár úr í­þrótta­sjóði. Eins kemur hún að endur­skoðun á í­þrótta­stefnunni, í­þrótta­lögunum svo eitt­hvað sé nefnt.

„Eins eru mjög spennandi hlutir í gangi á næstu misserum eins og bygging nýs þjóðar­leik­vangs, Vé­steinn Haf­steins­son að setja púður í af­rekss­mál og eins verið að gefa í tengt al­mennings­í­þróttum, þátt­töku fatlaðra í í­þróttum og eins barna af er­lendum upp­runa.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×