Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. nóvember 2024 22:04 Björgvin Páll Gústavsson vildi ekki kenna neinum einum um tapað stig í kvöld. Vísir/Anton Brink Landsliðsmarkvörurinn Björgvin Páll Gústavsson segir að það sé ekki annað hægt að segja en að það hafi verið svekkjandi að fá aðeins eitt stig á móti stórliði Vardar í Evrópudeild karla í handbolta í kvöld. Valur og Vardar gerðu 34-34 jafntefli þar sem gestirnir jöfnuðu metin með marki úr vítakasti þegar leiktíminn var búinn. Valsmenn höfðu yfirhöndina nánast allan leikinn, en þurftu að sætta sig við jafntefli. „Þetta var mjög svekkjandi, sérstaklega miðað við hvernig leikurinn þróaðist. Við vorum eiginlega sjálfum okkur verstir,“ sagði Björgvin Páll í leikslok. „Mér fannst við vera með þennan leik og mér fannst þeir ekki vera neitt spes í kvöld. Akkúrat núna eru allir mjög pirraðir út í sjálfa sig inni í klefa og að hugsa um hvað þeir hefðu getað gert betur. Með betri einstaklingsframmistöðu hjá einstaka leikmönnum, þar á meðal mér, þá hefðum við bara átt að klára þetta.“ Sjálfur átti Björgvin engan stjörnuleik, en datt aðeins í gang um miðbik seinni hálfleiks. Hann endaði leikinn með 13 varin skot, þar af eitt víti. „Ég var bara aldrei almennilega í takt við leikinn. Þeir voru að komast svolítið í skot sem mér finnst erfitt að eiga við, en ég var meira að verja dauðafærin en hitt. Svo eru þeir líka bara góðir með góðar skyttur og ég var persónulega í vandræðum.“ „Ég horfi á þetta þannig að ef ég hefði átt stórleik í kvöld þá hefðum við unnið og ég held að við þurfum allir að líta þannig á þetta og líta í eigin barm. Það geta allir sagt að þeir hefðu átt að skora einu meira eða verja einu meira eða brjóta einu sinni í viðbót. Það er súrt að detta þannig út,“ bætti Björgvin við, en úrslitin þýða að Valsmenn eiga ekki lengur möguleika á því að komast upp úr riðlinum. Valsmenn höfðu eins marks forystu þegar aðeins nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum og náðu að brjóta í síðustu sókn Vardar. Kristófer Máni Jónasson gerðist hins vegar sekur um slæm mistök þegar hann slengdi fæti í boltann áður en gestirnir gátu tekið aukakastið. Þar af leiðandi fengu gestirnir vítakast þegar leiktíminn var liðinn og Kristófer Máni fékk að líta beint rautt spjald. Marko Srdanovic skoraði úr vítinu og tryggði gestunum stig. „Það eru allir með eitt eða tvö svona atvik í leiknum. Hvort sem það er á fyrstu eða síðustu mínútunni. Máni er stríðsmaður og einn af uppáhaldsgaurunum mínum og auðvitað leiðinlegt að hann þurfi að lenda í þessu. Þetta hefði aldrei komið til ef ég hefði varið tvo bolta í viðbót. Og ef ég hefði varið síðasta vítið þá hefði þetta ekki skipt neinu máli. Við erum lítið að pæla í síðasta atvikinu og meira leiknum í heild sinni.“ Hann segist þó ekki hafa nákvæmar skýringar á því af hverju Valsliðið náði ekki að klára leikinn eftir að hafa haft yfirhöndina nánast allan tímann. „Það var kannski smá reynsluleysi hjá okkur á meðan það er mikil reynsla hjá þeim. Þeir gerðu vel og voru klókir undir lokin. Voru að taka tíma af klukkunni og fiska okkur út af. Lágu eftir og voru klókir á meðan það vantaði kannski bara klókindi hjá okkur.“ „Við vorum eiginlega allan leikinn að taka eina til tvær slæma ákvarðanir á hverjum tíu mínútna kafla. Erum að skjóta tvisvar of snemma í yfirtölu og svo eru þetta þrjú eða fjögur augnablik sem eru að kosta okkur. Þetta var hörkuleikur og jafnt allan tímann, það eru þessi litlu atriði í þessum blessaða handbolta sem skipta svo miklu máli. Ég hefði viljað sjá okkur vinna þennan leik með 5-6 mörkum ef allt hefði verið eðlilegt.“ Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Leik lokið: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Sjá meira
Valur og Vardar gerðu 34-34 jafntefli þar sem gestirnir jöfnuðu metin með marki úr vítakasti þegar leiktíminn var búinn. Valsmenn höfðu yfirhöndina nánast allan leikinn, en þurftu að sætta sig við jafntefli. „Þetta var mjög svekkjandi, sérstaklega miðað við hvernig leikurinn þróaðist. Við vorum eiginlega sjálfum okkur verstir,“ sagði Björgvin Páll í leikslok. „Mér fannst við vera með þennan leik og mér fannst þeir ekki vera neitt spes í kvöld. Akkúrat núna eru allir mjög pirraðir út í sjálfa sig inni í klefa og að hugsa um hvað þeir hefðu getað gert betur. Með betri einstaklingsframmistöðu hjá einstaka leikmönnum, þar á meðal mér, þá hefðum við bara átt að klára þetta.“ Sjálfur átti Björgvin engan stjörnuleik, en datt aðeins í gang um miðbik seinni hálfleiks. Hann endaði leikinn með 13 varin skot, þar af eitt víti. „Ég var bara aldrei almennilega í takt við leikinn. Þeir voru að komast svolítið í skot sem mér finnst erfitt að eiga við, en ég var meira að verja dauðafærin en hitt. Svo eru þeir líka bara góðir með góðar skyttur og ég var persónulega í vandræðum.“ „Ég horfi á þetta þannig að ef ég hefði átt stórleik í kvöld þá hefðum við unnið og ég held að við þurfum allir að líta þannig á þetta og líta í eigin barm. Það geta allir sagt að þeir hefðu átt að skora einu meira eða verja einu meira eða brjóta einu sinni í viðbót. Það er súrt að detta þannig út,“ bætti Björgvin við, en úrslitin þýða að Valsmenn eiga ekki lengur möguleika á því að komast upp úr riðlinum. Valsmenn höfðu eins marks forystu þegar aðeins nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum og náðu að brjóta í síðustu sókn Vardar. Kristófer Máni Jónasson gerðist hins vegar sekur um slæm mistök þegar hann slengdi fæti í boltann áður en gestirnir gátu tekið aukakastið. Þar af leiðandi fengu gestirnir vítakast þegar leiktíminn var liðinn og Kristófer Máni fékk að líta beint rautt spjald. Marko Srdanovic skoraði úr vítinu og tryggði gestunum stig. „Það eru allir með eitt eða tvö svona atvik í leiknum. Hvort sem það er á fyrstu eða síðustu mínútunni. Máni er stríðsmaður og einn af uppáhaldsgaurunum mínum og auðvitað leiðinlegt að hann þurfi að lenda í þessu. Þetta hefði aldrei komið til ef ég hefði varið tvo bolta í viðbót. Og ef ég hefði varið síðasta vítið þá hefði þetta ekki skipt neinu máli. Við erum lítið að pæla í síðasta atvikinu og meira leiknum í heild sinni.“ Hann segist þó ekki hafa nákvæmar skýringar á því af hverju Valsliðið náði ekki að klára leikinn eftir að hafa haft yfirhöndina nánast allan tímann. „Það var kannski smá reynsluleysi hjá okkur á meðan það er mikil reynsla hjá þeim. Þeir gerðu vel og voru klókir undir lokin. Voru að taka tíma af klukkunni og fiska okkur út af. Lágu eftir og voru klókir á meðan það vantaði kannski bara klókindi hjá okkur.“ „Við vorum eiginlega allan leikinn að taka eina til tvær slæma ákvarðanir á hverjum tíu mínútna kafla. Erum að skjóta tvisvar of snemma í yfirtölu og svo eru þetta þrjú eða fjögur augnablik sem eru að kosta okkur. Þetta var hörkuleikur og jafnt allan tímann, það eru þessi litlu atriði í þessum blessaða handbolta sem skipta svo miklu máli. Ég hefði viljað sjá okkur vinna þennan leik með 5-6 mörkum ef allt hefði verið eðlilegt.“
Evrópudeild karla í handbolta Valur Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Leik lokið: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Sjá meira