Bandaríkin er sú þjóð sem unnið hefur til flestra verðlauna á heimsmeistaramóti í körfubolta. Liðið hefur fimm sinnum orðið heimsmeistari, jafn oft og gamla Júgóslavía og unnið til tólf verðlauna alls á mótinu.
Liðið fer hins vegar tómhent heim af mótinu í ár. Liðið tapaði í morgun fyrir nágrönnum sínum frá Kanada í leik um bronsverðlaunin.
Final
— USA Basketball (@usabasketball) September 10, 2023
#USABMNT #WinForUSA pic.twitter.com/JVbEvalcdP
Dillon Brooks og Shai Gilgeous-Alexander fóru fyrir frábæru kanadísku liði í 127-118 sigri eftir framlengdan leik. Brooks skoraði 39 stig og Gilgeous-Alexander 31 en samtals skiluðu þeir 82 framlagsstigum fyrir kanadíska liðið í leiknum.
Lið Bandaríkjanna kom til baka í fjórða leikhlutanum eftir að hafa verið níu stigum undir og Mikal Bridges jafnaði með ótrúlegu skoti til að tryggja Bandaríkjunum framlengingu.
WATCH this INCREDIBLE Mikal Bridges shot for Team USA in the FIBA World Cup: pic.twitter.com/sJ9tbHcI7e #USABasketball
— INSIDE HOOPS - NBA Basketball (@InsideHoops) September 10, 2023
Í framlengingunni voru Kanadamenn sterkari og unnu að lokum sín fyrstu verðlaun á heimsmeistaramóti. NBA-stjörnurnar Anthony Edwards, Jalen Brunson og Austrin Reaves voru ekki nóg til að sækja gullið fyrir Bandaríkin sem tapaði gegn Þýskalandi í undanúrslitum.
„Það er búist við að við vinnum býst ég við, á hverju ári. Það er búist við að við vinnum vegna sögu bandarísks körfubolta,“ sagði Brunson eftir tapið í undanúrslitum og ljóst er að 4. sætið er svekkelsi fyrir Steve Kerr og lærisveina hans.