Sport

Svona var blaða­manna­fundur KSÍ

Smári Jökull Jónsson skrifar
Åge Hareide er landsliðsþjálfari Íslands.
Åge Hareide er landsliðsþjálfari Íslands.

Åge Hareide og Jóhann Berg Guðmundsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ á Laugardalsvelli í dag. Þar farið yfir frammistöðu Íslands gegn Lúxemborg sem og leikinn gegn Bosníu á morgun.

KSÍ boðaði til blaðamannafundar vegna leiks Íslands og Bosníu og Hersegóvínu í undankeppni EM í Þýskalandi á næsta ári.

Þeir Åge Hareide landsliðsþjálfari og Jóhann Berg Guðmundsson fyrirliði sátu fyrir svörum en Ísland leikur gegn Bosníu og Hersegóvínu í undankeppninni á morgun.

Fundurinn í Laugardalnum var í beinni útsendingu hér á Vísi og hægt er að sjá upptöku af honum í spilaranum hér fyrir neðan.

Leikur Íslands gegn Bosníu og Hersegóvínu hefst klukkan 18:45 á morgun. Leikurinn verður í beinni útsendingu í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst upphitun fyrir leikinn klukkan 17:45.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×