Eyrir færði sprotafjárfestingar niður um milljarða eftir erfitt ár á mörkuðum
![Þórður Magnússon, stærsti hluthafi Eyris Invest, var stjórnarformaður fjárfestingafélagsins í 23 ár. Hann gaf ekki kost á sér til endurkjörs í vor. Hann hefur setið í stjórnum meirihluta nýsköpunarfyrirtækjanna í eignasafninu og talað um að sjóðir Eyris séu í hálfgerðu foreldrahlutverki gagnvart sprotafyrirtækjunum.](https://www.visir.is/i/00DEED12F249CC6B2FAE96DB55D3A45548BB44C4B074E6D7053AC0F4B89B2692_713x0.jpg)
Eignasafn Eyris Invest, eitt stærsta fjárfestingafélagsins landsins, tengt sprotafyrirtækjum var fært niður fyrir samtals á fimmta milljarð króna á liðnu ári samhliða því að markaðsaðstæður og fjármögnunarumhverfi versnaði verulega. Nýtt stjórnendateymi tók við stýringu eignasafnsins í sumar en það er yfir níu milljarðar króna að stærð.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/BEB446305EC5D1B184DDE2702D7C3DD9A3496C134CE2962EE4FBEC6BC2E661CD_308x200.jpg)
Eyrir Invest tapaði yfir 80 milljörðum eftir mikið verðfall á bréfum Marels
Mikil umskipti urðu á afkomu Eyris Invest á árinu 2022 samtímis verulegri lækkun á hlutabréfaverði Marels, langsamlega stærstu eign fjárfestingafélagsins, og nam tapið samtals um 83 milljörðum króna. Til að tryggja fjárhagsstöðuna þurfti félagið að ráðast í endurfjármögnun á skuldum sínum undir lok síðasta árs en virkir vextir á breytanlegu láni sem Eyrir fékk frá erlendum sjóðum eru 17,4 prósent.