Eyrir færði sprotafjárfestingar niður um milljarða eftir erfitt ár á mörkuðum

Eignasafn Eyris Invest, eitt stærsta fjárfestingafélagsins landsins, tengt sprotafyrirtækjum var fært niður fyrir samtals á fimmta milljarð króna á liðnu ári samhliða því að markaðsaðstæður og fjármögnunarumhverfi versnaði verulega. Nýtt stjórnendateymi tók við stýringu eignasafnsins í sumar en það er yfir níu milljarðar króna að stærð.
Tengdar fréttir

Eyrir Invest tapaði yfir 80 milljörðum eftir mikið verðfall á bréfum Marels
Mikil umskipti urðu á afkomu Eyris Invest á árinu 2022 samtímis verulegri lækkun á hlutabréfaverði Marels, langsamlega stærstu eign fjárfestingafélagsins, og nam tapið samtals um 83 milljörðum króna. Til að tryggja fjárhagsstöðuna þurfti félagið að ráðast í endurfjármögnun á skuldum sínum undir lok síðasta árs en virkir vextir á breytanlegu láni sem Eyrir fékk frá erlendum sjóðum eru 17,4 prósent.