Ofurhlauparar í Heiðmörk um helgina: Hlaupa þar til aðeins einn er eftir Boði Logason og Garpur I. Elísabetarson skrifa 14. september 2023 09:01 Bakgarður Náttúruhlaupa verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi allan sólarhringinn alla helgina. Vísir/samsett Bakgarður Náttúruhlaupa, sem oft er kallað Bakgarðshlaupið, fer fram í Heiðmörk um helgina en þetta er sjötta sinn sem hlaupið er haldið hér á landi. Fylgst verður með gangi mála á Stöð 2 Vísi og Vísi alla helgina. Hlaupið hefst klukkan 9 á laugardagsmorgun og eru yfir 250 þáttakendur skráðir til leiks. Hlaupararnir hlaupa alltaf sama hringinn sem er 6,7 kílómetra langur. Keppendur leggja af stað á heila tímanum og stendur hlaupið yfir þar til einn hlaupari er eftir. Það er einungis einn hlaupari sem hleypur síðasta hringinn, hvenær það verður er ómögulegt að segja. Sigurvegarar síðustu ára: Árið 2020: Þorleifur Þorleifsson - 25 hringir Árið 2021: Mari Järsk - 25 hringir Árið 2022 Öskjuhlíð: Mari Järsk - 43 hringir Árið 2022 Heiðmörk: Kristján Svanur Eymundsson - 32 hringir Árið 2023 Öskjuhlíð: Guðjón Ingi Sigurðsson - 31 hringur Árið 2023 Heiðmörk: ? Hlaupið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi og á Vísi alla helgina. Útsending verður allan sólarhringinn eða þar til aðeins einn hlaupari er eftir. Vísir tók nokkra af keppendunum tali og spurði þá út í keppnina á laugardaginn. Björn Þór hefur mest hlaupið 42,2 kílómetra í Amsterdam í fyrra.Aðsend Nafn: Björn Þór Jóhannsson Aldur: 36 ára Starf: Ég vinn hjá fyrirtæki í byggingariðnaði en þar vinn ég að almennum rekstri og gæðamálum svo inn á milli fæ ég að smíða og þykjast vera smiður. Enginn dagur eins. Hvenær byrjaðiru að hlaupa: Ég byrjaði haustið 2020 og það er óhætt að segja að þetta hafi fljótt stigmagnast, það er að segja áhuginn á hlaupum, fjallahlaupum og öllu öðru hlaupatengdu. Markmið fyrir helgina: Dagsetningin á Bakgarðinum hentar mér vel, þar sem þá er tæpur mánuður í Amsterdam götumaraþonið 15. okt sem ég ætla að hlaupa í annað sinn og reyna að bæta mig frá því í fyrra. Þannig markmiðið fyrir helgina er að miða við 5 til 6 hringi og nýta Bakgarðinn sem seinasta langa æfingahlaup fyrir Amsterdam. En það mun reynast erfitt að hætta bara eftir 5-6 hringi ef mér líður vel. Svo ég þarf að vera skynsamur frekar en kappsamur og það verður mjög krefjandi. Hvað er það við bakgarðinn sem heillar: Það er fyrst og fremst þessi stemming, gleði og peppið í kringum hlaupið. Hvort sem fólk er að taka þátt eða hvetja. Það er alveg á hreinu að hlauparar eins og Mari hafa lyft Bakgarðshlaupunum á annað stig og komið þeim svona rækilega á kortið. Það langar engan að missa af þessari veislu. Hvað tekurðu með til að hafa á milli hringja: Vetrarúlpan verður klárlega til staðar. Ég verð með sölt, steinefni, amínó sýrur og auðvitað ískalda kók. Ég ætla tríta mig með reyktum lax, þorskalifur (sem er óvænt algjört sælgæti), flatkökum með hangikjöti, lakkrísdöðlum og öðru sem mér dettur í hug. Svo bara drekka í sig stemminguna og áfram gakk. Instagram: bjornthorj Elín Ósk hefur mest hlaupið 26 kílómetraAðsend Nafn: Elín Ósk Aldur: 33 ára Starf: Vinn í Þjónustustýringu hjá Vodafone Hvenær byrjaðiru að hlaupa: Covid árið mikla ýtti mér út að hlaupa, ekkert betra en að vinna heima og taka laufléttan Ríkishring í hádeginu, sælla minninga. Ég byrjaði að hlaupa í maí 2020 og er hvergi hætt, á helling inni. Markmið fyrir helgina: Fyrst og fremst að hafa gaman með öllum gleðisprengjunum í þessari veislu og njóta þess að hlaupa í Heiðmörkinni. Ég er að hlaupa Bakgarðinn í fyrsta skipti og í ár bara til að vera með. Planið er að fara 3-4 hringi og peppa svo inn í kvöldið eftir það. Hvað er það við bakgarðinn sem heillar: Stemmningin, fólkið og umhverfið. Ég hef verið á hliðarlínunni áður og það er einhver óútskýranleg orka á svæðinu sem er alveg geggjuð. Hvað tekuru með til að hafa á milli hringja: Góða skapið og orkustykki. Instagram: elinoskolafs Ósk hefur mest hlaupið 42,2 kílómetraFannar Magnússon Nafn: Ósk Gunnarsdóttir Aldur: 36 ára Starf: Útvarpskona og viðburðarstjóri Hvenær byrjaðiru að hlaupa: Ég byrjaði að hlaupa fyrir alvöru fyrir nákvæmlega einu ári síðan. Ég fór í ástandsskoðun hjá Greenfit og þær tölur sýndu að ég hafði góða burði í hlaup og þau sögðu mig galna ef ég færi ekki að hlaupa fyrir alvöru með þessi efnaskipti. Ég hlustaði á þau, skráði mig í hlaupaþjálfun og er núna aldeilis komin með hlaupaveiruna. Markmið fyrir helgina: Markmiðið er fyrst og fremst að njóta og hafa gaman. Mig langar til þess að fara 100 km en ætla samt sem áður að hlusta á líkamann og vera skynsöm. Hvað er það við Bakgarðinn sem heillar: Það er margt sem heillar við þetta flotta hlaup. En mig hefur lengi langað í svona stóra áskorun til að sjá hversu mikið ég get reynt á mig og líka bara til að sjá hvað líkaminn minn getur áorkað. Það sem heillar mest er að sjá hversu langt fæturnir og hausinn taka mig. Ég hef enga hugmynd um hversu langt ég get farið og vil sjá hverju ég get áorkað. Ég ætla að vera algjör svampur í þessu hlaupi og reyna að læra af þessu magnaða fólki sem verður að keppa. Eitt er víst að ég kem frá þessu hlaupi reynslunni ríkari. Hvað tekuru með til að taka milli hringja: Það sem er efst á lista eru sölt, steinefni, prótein og fita. Ég er auðvitað búin að útbúa Excel skjal með því sem ég tek með mér og það skjal er ansi stórt orðið. Ég fór á fyrirlestur með Mari Jarsk ofurhlaupara og það róaði aðeins taugarnar, þar lærði ég heilan helling sem ég tek með mér í hlaupið. Það er líka gott að vita af henni í brautinni varðandi pepp og góða stemningu. Það var eitt sem hún sagði á fyrirlestrinum sem ég ætla að nota sem mína möntru á lokametrunum „Þegar þú heldur að þú sért allveg búin og átt ekkert eftir þá áttu amk. 60% eftir“. Ég veit auðvitað ekkert hvað ég er að fara út í en ég verð með gott teymi í kringum mig sem passa upp á mig. Instagram: oskgunnars Sölvi Snær hefur mest hlaupið 107 kílómetra.Hengill Ultra Nafn: Sölvi Snær Egilsson Aldur: 20 Starf: Lagerstarfsmaður hjá Mekka wines & spirits Hvenær byrjaðiru að hlaupa: Ég tók þátt í nokkrum hlaupum árið 2019 en byrjaði svo að hlaupa meira sumarið 2021. Markmið fyrir helgina: Markmiðið er að fara eins langt og ég get en ég er búinn að vera að díla mikið við magavesen svo vonandi verður maginn samvinnufús. Hvað er það við bakgarðinn sem heillar: Stemmningin í hlaupinu og að sjá hvað maður getur pínt sig lengi. Hvað tekurðu með til að hafa á milli hringja: Kartöflustappa með smjöri og salti, flatkökur með hangikjöti, kex, Powerade og eitthvað fleira. Instagram: solviegils Aron Freyr hefur mest hlaupið 53 kílómetra.Hörður Ragnarsson Nafn: Aron Freyr Kristjánsson Aldur: 28 ára Starf: Sálfræðingur Hvenær byrjaðiru að hlaupa: Árið 2017 Markmið fyrir helgina: Hafa gaman og hlaupa 100 kílómetra. Svo er bara spurning hvort það verði gaman, sjáum til. Hvað er það við bakgarðinn sem heillar: Það er spennandi að prófa eitthvað nýtt en Bakgarðurinn er öðruvísi en öll þau hlaup sem ég hef tekið þátt í hingað til. Það verður klárlega áskorun að vera svona lengi á fótum og koma niður næringu. Hvað tekurðu með til að hafa á milli hringja: Legg áherslu á fjölbreytni í því og verð með allt frá oat king-orkustykkjum yfir í heimatilbúna pizzu. Svo hef ég heyrt að hlauparar hafa gert góða hluti með því að fá sér avókadó á milli hringja. Kannski ég grípi 1-2 með mér. Hildur Guðný hefur mest hlaupið 160 kílómetra.Aðsend Nafn: Hildur Guðný Káradóttir Aldur: Forever 27. Starf: Styrktar- og þrekþjálfari hjá Mjölni og meistaraflokkum Gróttu í knattspyrnu. Hvenær byrjaðiru að hlaupa: Haustið 2017 eftir að hafa mætt hópi Náttúruhlaupara á Fimmvörðuhálsi og hugsað „HA! er hægt að hlaupa þessa leið“. Ég skráði mig daginn eftir á grunnnámskeið og fékk utanvegahlaup mjög fljótlega algjörlega á heilann, eðli málsins samkvæmt. Markmið fyrir helgina: Markmiðið fyrir Bakgarðhlaup er alltaf það sama; að taka einn hring í einu, og einn hring í viðbót. Síðan kemur bara í ljós hvað gerist. Hvað er það við bakgarðinn sem heillar: Það er svo ótrúlega margt sem heillar mig við þetta „concept“. Ég hef alltaf hrifist af þrekraunum sem snúast um að ýta sér fram á ystu nöf og testa hvar línan liggur. Mér finnst frábært að fá tækifæri til þess að njóta þess að þjást, eins furðulega og það hljómar, því það er ekkert sem bætir andlegan styrk jafn mikið og sjálfið eflist og stækkar við það. Svo er algjörlega æðislegt að finna þegar það kviknar á frumbyggja „survival instict-inu“, sem er ómetanleg upplifun í þægindum nútímans. Hvað tekurðu með til að hafa á milli hringja: Bláber, flatkökur með osti, avókadó, banana, appelsínur, kleinur og hnetur eru mitt „go to“ í Bakgarðshlaupum og svo bara nóg af vatni. Svo er auðvitað alls konar aukabúnaður, en það er ekkert sniðugt að uppljóstra of mörgum innherja leyndarmálum á opinberum miðlum. Instagram: hildurguðny Bakgarðshlaup Hlaup Tengdar fréttir Svona var Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíðinni sem lauk eftir 31 hring Ofurhlauparar hafa um í rúman sólarhring hlaupið í hlaupakeppninni Bakgarði 101. Keppnin er systurkeppni Bakgarðs Náttúruhlaupa sem fór fram í Elliðaárdal í september síðastliðnum. 150 manns hófu keppni í gær. 30. apríl 2023 16:00 Hlaupadrottningin Mari gefur Tómasi séns Ofurhlaupakonan Mari Järsk stefnir á að hætta að reykja með aðstoð Tómasar Guðbjartssonar hjarta- og lungnaskurðlæknis en hún hefur reykt síðan á unglingsaldri. 15. apríl 2023 14:30 Hljóp meira en tvö hundruð kílómetra: „Líður bara mjög vel miðað við aldur og fyrri störf“ „Mér líður bara fínt, ótrúlegt en satt. Mér líður bara mjög vel miðað við aldur og fyrri störf,“ sagði ofurhlaupakonan Mari Järsk þegar hún ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Mari Järsk var ein af fimmtán íslenskum keppendum sem tóku þátt í heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum. Endaði hún í öðru sæti, rétt á eftir Þorleifi Þorleifssyni en þau hlaupi bæði nærri 250 kílómetra. 17. október 2022 23:00 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Enski boltinn Fleiri fréttir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Sjá meira
Hlaupið hefst klukkan 9 á laugardagsmorgun og eru yfir 250 þáttakendur skráðir til leiks. Hlaupararnir hlaupa alltaf sama hringinn sem er 6,7 kílómetra langur. Keppendur leggja af stað á heila tímanum og stendur hlaupið yfir þar til einn hlaupari er eftir. Það er einungis einn hlaupari sem hleypur síðasta hringinn, hvenær það verður er ómögulegt að segja. Sigurvegarar síðustu ára: Árið 2020: Þorleifur Þorleifsson - 25 hringir Árið 2021: Mari Järsk - 25 hringir Árið 2022 Öskjuhlíð: Mari Järsk - 43 hringir Árið 2022 Heiðmörk: Kristján Svanur Eymundsson - 32 hringir Árið 2023 Öskjuhlíð: Guðjón Ingi Sigurðsson - 31 hringur Árið 2023 Heiðmörk: ? Hlaupið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Vísi og á Vísi alla helgina. Útsending verður allan sólarhringinn eða þar til aðeins einn hlaupari er eftir. Vísir tók nokkra af keppendunum tali og spurði þá út í keppnina á laugardaginn. Björn Þór hefur mest hlaupið 42,2 kílómetra í Amsterdam í fyrra.Aðsend Nafn: Björn Þór Jóhannsson Aldur: 36 ára Starf: Ég vinn hjá fyrirtæki í byggingariðnaði en þar vinn ég að almennum rekstri og gæðamálum svo inn á milli fæ ég að smíða og þykjast vera smiður. Enginn dagur eins. Hvenær byrjaðiru að hlaupa: Ég byrjaði haustið 2020 og það er óhætt að segja að þetta hafi fljótt stigmagnast, það er að segja áhuginn á hlaupum, fjallahlaupum og öllu öðru hlaupatengdu. Markmið fyrir helgina: Dagsetningin á Bakgarðinum hentar mér vel, þar sem þá er tæpur mánuður í Amsterdam götumaraþonið 15. okt sem ég ætla að hlaupa í annað sinn og reyna að bæta mig frá því í fyrra. Þannig markmiðið fyrir helgina er að miða við 5 til 6 hringi og nýta Bakgarðinn sem seinasta langa æfingahlaup fyrir Amsterdam. En það mun reynast erfitt að hætta bara eftir 5-6 hringi ef mér líður vel. Svo ég þarf að vera skynsamur frekar en kappsamur og það verður mjög krefjandi. Hvað er það við bakgarðinn sem heillar: Það er fyrst og fremst þessi stemming, gleði og peppið í kringum hlaupið. Hvort sem fólk er að taka þátt eða hvetja. Það er alveg á hreinu að hlauparar eins og Mari hafa lyft Bakgarðshlaupunum á annað stig og komið þeim svona rækilega á kortið. Það langar engan að missa af þessari veislu. Hvað tekurðu með til að hafa á milli hringja: Vetrarúlpan verður klárlega til staðar. Ég verð með sölt, steinefni, amínó sýrur og auðvitað ískalda kók. Ég ætla tríta mig með reyktum lax, þorskalifur (sem er óvænt algjört sælgæti), flatkökum með hangikjöti, lakkrísdöðlum og öðru sem mér dettur í hug. Svo bara drekka í sig stemminguna og áfram gakk. Instagram: bjornthorj Elín Ósk hefur mest hlaupið 26 kílómetraAðsend Nafn: Elín Ósk Aldur: 33 ára Starf: Vinn í Þjónustustýringu hjá Vodafone Hvenær byrjaðiru að hlaupa: Covid árið mikla ýtti mér út að hlaupa, ekkert betra en að vinna heima og taka laufléttan Ríkishring í hádeginu, sælla minninga. Ég byrjaði að hlaupa í maí 2020 og er hvergi hætt, á helling inni. Markmið fyrir helgina: Fyrst og fremst að hafa gaman með öllum gleðisprengjunum í þessari veislu og njóta þess að hlaupa í Heiðmörkinni. Ég er að hlaupa Bakgarðinn í fyrsta skipti og í ár bara til að vera með. Planið er að fara 3-4 hringi og peppa svo inn í kvöldið eftir það. Hvað er það við bakgarðinn sem heillar: Stemmningin, fólkið og umhverfið. Ég hef verið á hliðarlínunni áður og það er einhver óútskýranleg orka á svæðinu sem er alveg geggjuð. Hvað tekuru með til að hafa á milli hringja: Góða skapið og orkustykki. Instagram: elinoskolafs Ósk hefur mest hlaupið 42,2 kílómetraFannar Magnússon Nafn: Ósk Gunnarsdóttir Aldur: 36 ára Starf: Útvarpskona og viðburðarstjóri Hvenær byrjaðiru að hlaupa: Ég byrjaði að hlaupa fyrir alvöru fyrir nákvæmlega einu ári síðan. Ég fór í ástandsskoðun hjá Greenfit og þær tölur sýndu að ég hafði góða burði í hlaup og þau sögðu mig galna ef ég færi ekki að hlaupa fyrir alvöru með þessi efnaskipti. Ég hlustaði á þau, skráði mig í hlaupaþjálfun og er núna aldeilis komin með hlaupaveiruna. Markmið fyrir helgina: Markmiðið er fyrst og fremst að njóta og hafa gaman. Mig langar til þess að fara 100 km en ætla samt sem áður að hlusta á líkamann og vera skynsöm. Hvað er það við Bakgarðinn sem heillar: Það er margt sem heillar við þetta flotta hlaup. En mig hefur lengi langað í svona stóra áskorun til að sjá hversu mikið ég get reynt á mig og líka bara til að sjá hvað líkaminn minn getur áorkað. Það sem heillar mest er að sjá hversu langt fæturnir og hausinn taka mig. Ég hef enga hugmynd um hversu langt ég get farið og vil sjá hverju ég get áorkað. Ég ætla að vera algjör svampur í þessu hlaupi og reyna að læra af þessu magnaða fólki sem verður að keppa. Eitt er víst að ég kem frá þessu hlaupi reynslunni ríkari. Hvað tekuru með til að taka milli hringja: Það sem er efst á lista eru sölt, steinefni, prótein og fita. Ég er auðvitað búin að útbúa Excel skjal með því sem ég tek með mér og það skjal er ansi stórt orðið. Ég fór á fyrirlestur með Mari Jarsk ofurhlaupara og það róaði aðeins taugarnar, þar lærði ég heilan helling sem ég tek með mér í hlaupið. Það er líka gott að vita af henni í brautinni varðandi pepp og góða stemningu. Það var eitt sem hún sagði á fyrirlestrinum sem ég ætla að nota sem mína möntru á lokametrunum „Þegar þú heldur að þú sért allveg búin og átt ekkert eftir þá áttu amk. 60% eftir“. Ég veit auðvitað ekkert hvað ég er að fara út í en ég verð með gott teymi í kringum mig sem passa upp á mig. Instagram: oskgunnars Sölvi Snær hefur mest hlaupið 107 kílómetra.Hengill Ultra Nafn: Sölvi Snær Egilsson Aldur: 20 Starf: Lagerstarfsmaður hjá Mekka wines & spirits Hvenær byrjaðiru að hlaupa: Ég tók þátt í nokkrum hlaupum árið 2019 en byrjaði svo að hlaupa meira sumarið 2021. Markmið fyrir helgina: Markmiðið er að fara eins langt og ég get en ég er búinn að vera að díla mikið við magavesen svo vonandi verður maginn samvinnufús. Hvað er það við bakgarðinn sem heillar: Stemmningin í hlaupinu og að sjá hvað maður getur pínt sig lengi. Hvað tekurðu með til að hafa á milli hringja: Kartöflustappa með smjöri og salti, flatkökur með hangikjöti, kex, Powerade og eitthvað fleira. Instagram: solviegils Aron Freyr hefur mest hlaupið 53 kílómetra.Hörður Ragnarsson Nafn: Aron Freyr Kristjánsson Aldur: 28 ára Starf: Sálfræðingur Hvenær byrjaðiru að hlaupa: Árið 2017 Markmið fyrir helgina: Hafa gaman og hlaupa 100 kílómetra. Svo er bara spurning hvort það verði gaman, sjáum til. Hvað er það við bakgarðinn sem heillar: Það er spennandi að prófa eitthvað nýtt en Bakgarðurinn er öðruvísi en öll þau hlaup sem ég hef tekið þátt í hingað til. Það verður klárlega áskorun að vera svona lengi á fótum og koma niður næringu. Hvað tekurðu með til að hafa á milli hringja: Legg áherslu á fjölbreytni í því og verð með allt frá oat king-orkustykkjum yfir í heimatilbúna pizzu. Svo hef ég heyrt að hlauparar hafa gert góða hluti með því að fá sér avókadó á milli hringja. Kannski ég grípi 1-2 með mér. Hildur Guðný hefur mest hlaupið 160 kílómetra.Aðsend Nafn: Hildur Guðný Káradóttir Aldur: Forever 27. Starf: Styrktar- og þrekþjálfari hjá Mjölni og meistaraflokkum Gróttu í knattspyrnu. Hvenær byrjaðiru að hlaupa: Haustið 2017 eftir að hafa mætt hópi Náttúruhlaupara á Fimmvörðuhálsi og hugsað „HA! er hægt að hlaupa þessa leið“. Ég skráði mig daginn eftir á grunnnámskeið og fékk utanvegahlaup mjög fljótlega algjörlega á heilann, eðli málsins samkvæmt. Markmið fyrir helgina: Markmiðið fyrir Bakgarðhlaup er alltaf það sama; að taka einn hring í einu, og einn hring í viðbót. Síðan kemur bara í ljós hvað gerist. Hvað er það við bakgarðinn sem heillar: Það er svo ótrúlega margt sem heillar mig við þetta „concept“. Ég hef alltaf hrifist af þrekraunum sem snúast um að ýta sér fram á ystu nöf og testa hvar línan liggur. Mér finnst frábært að fá tækifæri til þess að njóta þess að þjást, eins furðulega og það hljómar, því það er ekkert sem bætir andlegan styrk jafn mikið og sjálfið eflist og stækkar við það. Svo er algjörlega æðislegt að finna þegar það kviknar á frumbyggja „survival instict-inu“, sem er ómetanleg upplifun í þægindum nútímans. Hvað tekurðu með til að hafa á milli hringja: Bláber, flatkökur með osti, avókadó, banana, appelsínur, kleinur og hnetur eru mitt „go to“ í Bakgarðshlaupum og svo bara nóg af vatni. Svo er auðvitað alls konar aukabúnaður, en það er ekkert sniðugt að uppljóstra of mörgum innherja leyndarmálum á opinberum miðlum. Instagram: hildurguðny
Árið 2020: Þorleifur Þorleifsson - 25 hringir Árið 2021: Mari Järsk - 25 hringir Árið 2022 Öskjuhlíð: Mari Järsk - 43 hringir Árið 2022 Heiðmörk: Kristján Svanur Eymundsson - 32 hringir Árið 2023 Öskjuhlíð: Guðjón Ingi Sigurðsson - 31 hringur Árið 2023 Heiðmörk: ?
Bakgarðshlaup Hlaup Tengdar fréttir Svona var Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíðinni sem lauk eftir 31 hring Ofurhlauparar hafa um í rúman sólarhring hlaupið í hlaupakeppninni Bakgarði 101. Keppnin er systurkeppni Bakgarðs Náttúruhlaupa sem fór fram í Elliðaárdal í september síðastliðnum. 150 manns hófu keppni í gær. 30. apríl 2023 16:00 Hlaupadrottningin Mari gefur Tómasi séns Ofurhlaupakonan Mari Järsk stefnir á að hætta að reykja með aðstoð Tómasar Guðbjartssonar hjarta- og lungnaskurðlæknis en hún hefur reykt síðan á unglingsaldri. 15. apríl 2023 14:30 Hljóp meira en tvö hundruð kílómetra: „Líður bara mjög vel miðað við aldur og fyrri störf“ „Mér líður bara fínt, ótrúlegt en satt. Mér líður bara mjög vel miðað við aldur og fyrri störf,“ sagði ofurhlaupakonan Mari Järsk þegar hún ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Mari Järsk var ein af fimmtán íslenskum keppendum sem tóku þátt í heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum. Endaði hún í öðru sæti, rétt á eftir Þorleifi Þorleifssyni en þau hlaupi bæði nærri 250 kílómetra. 17. október 2022 23:00 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Enski boltinn Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Enski boltinn Fleiri fréttir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Í beinni: Everton - Chelsea | Hvað fá nýju eigendurnir að sjá? Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Sjá meira
Svona var Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíðinni sem lauk eftir 31 hring Ofurhlauparar hafa um í rúman sólarhring hlaupið í hlaupakeppninni Bakgarði 101. Keppnin er systurkeppni Bakgarðs Náttúruhlaupa sem fór fram í Elliðaárdal í september síðastliðnum. 150 manns hófu keppni í gær. 30. apríl 2023 16:00
Hlaupadrottningin Mari gefur Tómasi séns Ofurhlaupakonan Mari Järsk stefnir á að hætta að reykja með aðstoð Tómasar Guðbjartssonar hjarta- og lungnaskurðlæknis en hún hefur reykt síðan á unglingsaldri. 15. apríl 2023 14:30
Hljóp meira en tvö hundruð kílómetra: „Líður bara mjög vel miðað við aldur og fyrri störf“ „Mér líður bara fínt, ótrúlegt en satt. Mér líður bara mjög vel miðað við aldur og fyrri störf,“ sagði ofurhlaupakonan Mari Järsk þegar hún ræddi við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Mari Järsk var ein af fimmtán íslenskum keppendum sem tóku þátt í heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum. Endaði hún í öðru sæti, rétt á eftir Þorleifi Þorleifssyni en þau hlaupi bæði nærri 250 kílómetra. 17. október 2022 23:00