Stefna á að framleiða 32 þúsund tonn af laxi eftir nokkur ár Jón Þór Stefánsson skrifar 14. september 2023 12:37 „Í Vestmannaeyjum er til staðar gríðarleg þekking á matvælaframleiðslu og útflutningi sjávarfangs. Innviðir eru sterkir, samfélagið samheldið og mannauðurinn afar öflugur." segir í tilkynningu frá Laxey. Vísir/Vilhelm Landeldisfyrirtækið Laxey, sem áður hét Icelandic Land Farmed Salmon, í Vestmannaeyjum hefur lokið hlutafjáraukningu að andvirði 6 milljarða króna til íslenskra fjárfesta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Laxey hefur hafið uppbyggingu á fiskeldisstöð í Vestmannaeyjum, annars vegar seiðaeldisstöð í Friðarhöfn og hins vegar áframeldisstöð í Viðlagafjöru. Fyrirtækið segist gera ráð fyrir því að áframeldisstöðin muni framleiða um 32 þúsund tonn af laxi árið 2031. Til samanburðar er bent á að nú séu framleidd á Íslandi um tvö þúsund tonn af landeldislaxi. Í tilkynningunni segir að áframeldisstöðin verði byggð í sex áföngum. Stefnt sé að því að fyrsti áfanginn verði tilbúinn um mitt ár 2024 og að fyrsta slátrun fari fram síðla árs 2025. Fyrsti áfanginn verði einn og sér rekstrarlega sjálfbær en hver viðbótaráfangi muni síðan auka hagkvæmni framleiðslunnar, með lægri fjárfestingarútgjöldum og rekstrarkostnaði á hvert framleitt kíló af laxi. Laxey heldur því fram að skilyrði til laxeldis á landi í Vestmannaeyjum séu afar góð og aðstæðurnar hagstæðar. „Í Vestmannaeyjum er til staðar gríðarleg þekking á matvælaframleiðslu og útflutningi sjávarfangs. Innviðir eru sterkir, samfélagið samheldið og mannauðurinn afar öflugur. Mikil áhersla hefur verið lögð á að vanda allan undirbúning og ítarlegt mat hefur verið unnið á umhverfisáhrifum verkefnisins. Matið hefur verið kynnt ítarlega fyrir hlutaðeigandi aðilum í Vestmannaeyjum og hlotið góðar viðtökur. Sveitarfélagið hefur sýnt verkefninu mikinn stuðning enda um mikilvæga atvinnuuppbyggingu að ræða. Þannig munu yfir 100 manns starfa hjá fyrirtækinu þegar það hefur náð fullri framleiðslugetu, auk fjölda afleiddra starfa allan ársins hring,“ segir í tilkynningu fyrirtækisins. Þá er bent á að eftirspurn eftir eldislaxi í heiminum hafi farið vaxandi. Laxey segist ætla að byggja framleiðslu sína á grænum gildum þar sem notist verði við endurnýjanlega orku og að úrgangur verði unninn til áburðarframleiðslu. Þá segist fyrirtækið ætla að leggja áherslu á að laxinn verði fluttur sjóleiðina á markað til að minnka kolefnisspor. Fréttin hefur verið uppfærð. Landeldi Vestmannaeyjar Fiskeldi Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Viðskipti innlent Miklu minna magn af klementínum í boði fyrir jólin Neytendur Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Viðskipti innlent Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Viðskipti innlent Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Miklu minna magn af klementínum í boði fyrir jólin Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Sjá meira
Laxey hefur hafið uppbyggingu á fiskeldisstöð í Vestmannaeyjum, annars vegar seiðaeldisstöð í Friðarhöfn og hins vegar áframeldisstöð í Viðlagafjöru. Fyrirtækið segist gera ráð fyrir því að áframeldisstöðin muni framleiða um 32 þúsund tonn af laxi árið 2031. Til samanburðar er bent á að nú séu framleidd á Íslandi um tvö þúsund tonn af landeldislaxi. Í tilkynningunni segir að áframeldisstöðin verði byggð í sex áföngum. Stefnt sé að því að fyrsti áfanginn verði tilbúinn um mitt ár 2024 og að fyrsta slátrun fari fram síðla árs 2025. Fyrsti áfanginn verði einn og sér rekstrarlega sjálfbær en hver viðbótaráfangi muni síðan auka hagkvæmni framleiðslunnar, með lægri fjárfestingarútgjöldum og rekstrarkostnaði á hvert framleitt kíló af laxi. Laxey heldur því fram að skilyrði til laxeldis á landi í Vestmannaeyjum séu afar góð og aðstæðurnar hagstæðar. „Í Vestmannaeyjum er til staðar gríðarleg þekking á matvælaframleiðslu og útflutningi sjávarfangs. Innviðir eru sterkir, samfélagið samheldið og mannauðurinn afar öflugur. Mikil áhersla hefur verið lögð á að vanda allan undirbúning og ítarlegt mat hefur verið unnið á umhverfisáhrifum verkefnisins. Matið hefur verið kynnt ítarlega fyrir hlutaðeigandi aðilum í Vestmannaeyjum og hlotið góðar viðtökur. Sveitarfélagið hefur sýnt verkefninu mikinn stuðning enda um mikilvæga atvinnuuppbyggingu að ræða. Þannig munu yfir 100 manns starfa hjá fyrirtækinu þegar það hefur náð fullri framleiðslugetu, auk fjölda afleiddra starfa allan ársins hring,“ segir í tilkynningu fyrirtækisins. Þá er bent á að eftirspurn eftir eldislaxi í heiminum hafi farið vaxandi. Laxey segist ætla að byggja framleiðslu sína á grænum gildum þar sem notist verði við endurnýjanlega orku og að úrgangur verði unninn til áburðarframleiðslu. Þá segist fyrirtækið ætla að leggja áherslu á að laxinn verði fluttur sjóleiðina á markað til að minnka kolefnisspor. Fréttin hefur verið uppfærð.
Landeldi Vestmannaeyjar Fiskeldi Mest lesið Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Neytendur Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Viðskipti innlent Miklu minna magn af klementínum í boði fyrir jólin Neytendur Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Viðskipti innlent Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Viðskipti innlent Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur Neytendur Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Viðskipti innlent Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Miklu minna magn af klementínum í boði fyrir jólin Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Sjá meira