Veður

Nokkuð milt veður en þó með skúrum

Lovísa Arnardóttir skrifar
Þessir krakkar eru að leika í Vestmannaeyjum. Það verður fínt veðrið í dag til að leika. Myndin er úr safni.
Þessir krakkar eru að leika í Vestmannaeyjum. Það verður fínt veðrið í dag til að leika. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Það rignir eitthvað á Suður- og Austurlandi í dag en verður þó nokkuð milt. Það verður úrkomulítið á Norðurlandi. Hlýjast verður á Austurlandi í dag. 

Búast má við nokkuð mildu veðri í dag. Samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings Veðurtofunnar verður suðaustan gola eða kaldi. Þó verða einhverjir skúrir sunnanlands og rigning við austurströndina, en úrkomulítið á Norðurlandi. Hiti verður á bilinu átta til 15 stig, hlýjast verður á Austurlandi.

Á morgun hvessir nokkuð norðantil á landinu en þá verður norðaustlæg átt. Búast má við talsverðri rigningu norðan- og austanlands, en að mestu þurru suðvestantil og þar ætti að sjá vel til sólar. Hiti verður á bilinu sjö til þrettán stig.

Nánar á vef Veðurstofunnar. 



Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:

Norðaustan 10-18 m/s við norðurströndina og á Vestfjörðum, en hægari í öðrum landshlutum. Víða talsverð rigning norðan- og austanlands, en úrkomulítið á Suðvesturlandi. Hiti 7 til 13 stig.

Á þriðjudag:

Norðaustan 13-20 og rigning, einkum norðaustan- og austanlands. Hiti 5 til 10 stig.

Á miðvikudag:

Ákveðin norðaustanátt og dálítil væta, en þurrt á Suður- og Vesturlandi. Hiti 4 til 11 stig, mildast við suðurströndina.

Á fimmtudag og föstudag:

Norðlæg átt og dálítil rigning eða slydda norðan- og austanlands, en bjartviðri suðvestantil. Hiti 1 til 8 stig, mildast syðst.

Á laugardag (haustjafndægur):

Norðaustlæg átt og úrkomulítið.


Tengdar fréttir

Við­burða­lítið við­varana­sumar

Sumarið sem líður hefur verið fremur viðburðalítið  hvað varðar veðurviðvaranir, en einungis sjö gular viðvaranir hafa verið gefnar út þetta sumarið og þær voru allar vegna vinds. Síðustu fimm sumur hafa 36 viðvaranir verið gefnar út að jafnaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×