Umfjöllun, viðtöl og myndir: HK 1-1 Fram | Gestirnir upp úr fallsæti þökk sé umdeildri vítaspyrnu í Kórnum Þorsteinn Hjálmsson skrifar 18. september 2023 21:10 Úr leik kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Í kvöld fór fram einn leikur í Bestu deild karla þar sem HK tók á móti Fram inn í Kórnum. Var leikurinn fyrsti leikur beggja liða eftir að deildinni var skipt í tvennt en HK og Fram leika í neðri hluta deildarinnar. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Anton Søjberg fékk gott færi.Vísir/Hulda Margrét Ekki vantaði færin í fyrri hálfleik leiksins í kvöld. Fyrsta færi leiksins kom á 13. mínútu þegar Jannik Holmsgaard skallaði boltann í slá heimamanna eftir horn. Næsta góða færi áttu HK-ingar þegar Anton Søjberg slapp inn fyrir vörn Framara og kom boltanum fram hjá Ólafi Íshólm í marki Fram. Boltinn rúllaði hins vegar löturhægt rétt fram hjá markinu. Á 25. mínútu leiksins fengu Framarar víti. Kristján Snær Frostason togaði þá Jannik Holmsgaard niður í teignum og Vilhjálmur Alvar, dómari leiksins, benti á punktinn. Fred fór á punktinn en þrumaði boltanum vel yfir markið og HK slapp með skrekkinn. Fred brenndi af eftir þetta tilhlaup.Vísir/Hulda Margrét Heimamenn ógnuðu svo marki Fram í tvígang eftir hornspyrnur en Ólafur Íshólm vel á verði í marki Fram. Undir lok fyrri hálfleiksins fékk Jannik Holmsgaard algjört dauðafæri. Aron Snær Ingason kom þá með fasta fyrirgjöf með fram gervigrasinu sem endaði hjá Jannik sem þurfti aðeins að setja boltann yfir línuna af um metersfæri á fjærstönginni en boltinn fór hins vegar fram hjá. Staðan markalaus í hálfleik. Það þurfti þó ekki að bíða lengi eftir marki í síðari hálfleik. Eftir aðeins þriggja mínútna leik í síðari hálfleik fengu HK-ingar aukaspyrnu vinstra megin framan við teig Framara. Ívar Örn tók spyrnuna og sendi á fjærsvæðið þar sem Arnþór Ari var aleinn og óvaldaður og stangaði boltann í netið, staðan 1-0. Marki fagnað.Vísir/Hulda Margrét Eftir markið lágu gestirnir á heimamönnum án þess þó að koma sér í markverð marktækifæri. Á 77. mínútu dró til tíðinda en þá fengu Framarar sína aðra vítaspyrnu í leiknum. Ahmed Faqa, varnarmaður HK, misreiknaði þá skoppið á boltanum sem endaði með því að hann hitti ekki boltann en í staðinn hæfði hann Jannik Holmsgaard sem féll til jarðar. Vilhjálmur Alvar benti á punktinn en brotið virtist hafa átt sér stað fyrir utan vítateig heimamanna. Jannik fór sjálfur á punktinn í þetta skiptið og skoraði. Jannik jafnaði metin ... Vísir/Hulda Margrét ... en Arnar Freyr vildi ekki láta hann hafa boltann.Vísir/Hulda Margrét Eftir jöfnunarmarkið rembdust bæði lið við að ná inn sigurmarki en án árangurs. Lokatölur 1-1. Af hverju varð jafntefli? Framarar hefðu hæglega getað verið búnir að skora tvö til þrjú mörk í fyrri hálfleiknum en brást bogalistin hrapallega. HK-ingar voru dálítið frá sínu besta í dag en uppskáru mark eftir fast leikatriði. Það hefði mögulega átt að vera sigurmark leiksins þar sem Framarar fengu víti sem þeir skoruðu úr sem átti að öllum líkindum að vera aukaspyrna, þar sem brotið virtist vera utan teigs. Hverjir stóðu upp úr? Þengill Orrason var geysilega öflugur í hjarta varnarinnar hjá gestunum í sínum fyrsta leik fyrir Fram í deildinni og hafði góð tök á Antoni Søjberg sem hefur verið einn heitasti framherji deildarinnar upp á síðkastið. Þengill Orrason lék vel.Vísir/Hulda Margrét Jannik Holmsgaard, framherji Fram, var þó maður leiksins en allur sóknarleikur Fram endaði á honum sem skilaði að lokum jöfnunarmarkinu. Hvað gekk illa? Sóknarleikur HK í opnum leik gekk illa. Liðið fékk aðeins eitt færi eftir uppspilskafla, þegar Anton Søjberg slapp í gegn, ef frá eru talin þau langskot sem liðið fékk sem hittu sjaldan á markið. Hvað gerist næst? Fram mætir ÍBV út í Eyjum næstkomandi laugardag í fallbaráttuslag klukkan 14:00. HK-ingar fara hins vegar til Keflavíkur á sunnudaginn og mæta heimamönnum klukkan 14:00. Ómar Ingi Guðmundsson: Ef svo er þá er það ógeðslega pirrandi Ómar Ingi, þjálfari HK.Vísir/Hulda Margrét Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var ósáttur við úrslitin, spilamennsku sinna manna og dómgæsluna í kvöld. „Ég er ekki sáttur með úrslitin. Ég er bara ekki sáttur með frammistöðuna heldur. Við leyfðum þeim að þrýsta okkur allt of aftarlega um leið og við komumst yfir þá var leikurinn bara í kringum teiginn okkar sem er erfitt. Ég get ekki verið sáttur með úrslitin af því að mér finnst, þó við vorum ekki mikið með boltann eða að við höfðum verið frábærir í öllum þáttum leiksins, þá líður mér þannig að þeir skori úr víti sem hefði ekki átt að vera víti sem er svekkjandi. Við komumst í veg fyrir mörk fyrir utan það atriði,“ sagði Ómar Ingi. Ómar Ingi var ekki fullkomlega viss í sinni sök hvort seinni vítaspyrnudómur leiksins hafi verið réttur en efast um það. „Mér sýndist það og tilfinningin var sú að þetta hafi verið fyrir utan teig og ef svo er þá er það ógeðslega pirrandi.“ Ómar Ingi kallar eftir betri spilamennsku hjá sínu liði í síðustu fjórum leikjum deildarinnar en liðið er ekki búið að tryggja veru sína í deildinni að ári. „Það er langt í að við tryggjum okkur ef að við spilum ekki betur en þetta í þessum leikjum því við erum að spila við liðin sem eru að reyna að komast yfir okkur. Við þurfum klárlega að gera betur. Ég vill vera nær strikinu fyrir ofan heldur en strikinu fyrir neðan.“ „Við verðum að sýna betri hlið á okkur í næstu leikjum,“ sagði Ómar að lokum. Besta deild karla HK Fram
Í kvöld fór fram einn leikur í Bestu deild karla þar sem HK tók á móti Fram inn í Kórnum. Var leikurinn fyrsti leikur beggja liða eftir að deildinni var skipt í tvennt en HK og Fram leika í neðri hluta deildarinnar. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Anton Søjberg fékk gott færi.Vísir/Hulda Margrét Ekki vantaði færin í fyrri hálfleik leiksins í kvöld. Fyrsta færi leiksins kom á 13. mínútu þegar Jannik Holmsgaard skallaði boltann í slá heimamanna eftir horn. Næsta góða færi áttu HK-ingar þegar Anton Søjberg slapp inn fyrir vörn Framara og kom boltanum fram hjá Ólafi Íshólm í marki Fram. Boltinn rúllaði hins vegar löturhægt rétt fram hjá markinu. Á 25. mínútu leiksins fengu Framarar víti. Kristján Snær Frostason togaði þá Jannik Holmsgaard niður í teignum og Vilhjálmur Alvar, dómari leiksins, benti á punktinn. Fred fór á punktinn en þrumaði boltanum vel yfir markið og HK slapp með skrekkinn. Fred brenndi af eftir þetta tilhlaup.Vísir/Hulda Margrét Heimamenn ógnuðu svo marki Fram í tvígang eftir hornspyrnur en Ólafur Íshólm vel á verði í marki Fram. Undir lok fyrri hálfleiksins fékk Jannik Holmsgaard algjört dauðafæri. Aron Snær Ingason kom þá með fasta fyrirgjöf með fram gervigrasinu sem endaði hjá Jannik sem þurfti aðeins að setja boltann yfir línuna af um metersfæri á fjærstönginni en boltinn fór hins vegar fram hjá. Staðan markalaus í hálfleik. Það þurfti þó ekki að bíða lengi eftir marki í síðari hálfleik. Eftir aðeins þriggja mínútna leik í síðari hálfleik fengu HK-ingar aukaspyrnu vinstra megin framan við teig Framara. Ívar Örn tók spyrnuna og sendi á fjærsvæðið þar sem Arnþór Ari var aleinn og óvaldaður og stangaði boltann í netið, staðan 1-0. Marki fagnað.Vísir/Hulda Margrét Eftir markið lágu gestirnir á heimamönnum án þess þó að koma sér í markverð marktækifæri. Á 77. mínútu dró til tíðinda en þá fengu Framarar sína aðra vítaspyrnu í leiknum. Ahmed Faqa, varnarmaður HK, misreiknaði þá skoppið á boltanum sem endaði með því að hann hitti ekki boltann en í staðinn hæfði hann Jannik Holmsgaard sem féll til jarðar. Vilhjálmur Alvar benti á punktinn en brotið virtist hafa átt sér stað fyrir utan vítateig heimamanna. Jannik fór sjálfur á punktinn í þetta skiptið og skoraði. Jannik jafnaði metin ... Vísir/Hulda Margrét ... en Arnar Freyr vildi ekki láta hann hafa boltann.Vísir/Hulda Margrét Eftir jöfnunarmarkið rembdust bæði lið við að ná inn sigurmarki en án árangurs. Lokatölur 1-1. Af hverju varð jafntefli? Framarar hefðu hæglega getað verið búnir að skora tvö til þrjú mörk í fyrri hálfleiknum en brást bogalistin hrapallega. HK-ingar voru dálítið frá sínu besta í dag en uppskáru mark eftir fast leikatriði. Það hefði mögulega átt að vera sigurmark leiksins þar sem Framarar fengu víti sem þeir skoruðu úr sem átti að öllum líkindum að vera aukaspyrna, þar sem brotið virtist vera utan teigs. Hverjir stóðu upp úr? Þengill Orrason var geysilega öflugur í hjarta varnarinnar hjá gestunum í sínum fyrsta leik fyrir Fram í deildinni og hafði góð tök á Antoni Søjberg sem hefur verið einn heitasti framherji deildarinnar upp á síðkastið. Þengill Orrason lék vel.Vísir/Hulda Margrét Jannik Holmsgaard, framherji Fram, var þó maður leiksins en allur sóknarleikur Fram endaði á honum sem skilaði að lokum jöfnunarmarkinu. Hvað gekk illa? Sóknarleikur HK í opnum leik gekk illa. Liðið fékk aðeins eitt færi eftir uppspilskafla, þegar Anton Søjberg slapp í gegn, ef frá eru talin þau langskot sem liðið fékk sem hittu sjaldan á markið. Hvað gerist næst? Fram mætir ÍBV út í Eyjum næstkomandi laugardag í fallbaráttuslag klukkan 14:00. HK-ingar fara hins vegar til Keflavíkur á sunnudaginn og mæta heimamönnum klukkan 14:00. Ómar Ingi Guðmundsson: Ef svo er þá er það ógeðslega pirrandi Ómar Ingi, þjálfari HK.Vísir/Hulda Margrét Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var ósáttur við úrslitin, spilamennsku sinna manna og dómgæsluna í kvöld. „Ég er ekki sáttur með úrslitin. Ég er bara ekki sáttur með frammistöðuna heldur. Við leyfðum þeim að þrýsta okkur allt of aftarlega um leið og við komumst yfir þá var leikurinn bara í kringum teiginn okkar sem er erfitt. Ég get ekki verið sáttur með úrslitin af því að mér finnst, þó við vorum ekki mikið með boltann eða að við höfðum verið frábærir í öllum þáttum leiksins, þá líður mér þannig að þeir skori úr víti sem hefði ekki átt að vera víti sem er svekkjandi. Við komumst í veg fyrir mörk fyrir utan það atriði,“ sagði Ómar Ingi. Ómar Ingi var ekki fullkomlega viss í sinni sök hvort seinni vítaspyrnudómur leiksins hafi verið réttur en efast um það. „Mér sýndist það og tilfinningin var sú að þetta hafi verið fyrir utan teig og ef svo er þá er það ógeðslega pirrandi.“ Ómar Ingi kallar eftir betri spilamennsku hjá sínu liði í síðustu fjórum leikjum deildarinnar en liðið er ekki búið að tryggja veru sína í deildinni að ári. „Það er langt í að við tryggjum okkur ef að við spilum ekki betur en þetta í þessum leikjum því við erum að spila við liðin sem eru að reyna að komast yfir okkur. Við þurfum klárlega að gera betur. Ég vill vera nær strikinu fyrir ofan heldur en strikinu fyrir neðan.“ „Við verðum að sýna betri hlið á okkur í næstu leikjum,“ sagði Ómar að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti