Ekki lengur fasteignabóla á höfuðborgarsvæðinu, segir Seðlabankinn

Það er ekki lengur bóla á íbúðamarkaði á höfuðborgarsvæðinu. Dregið hefur úr misvægi á íbúðamarkaði en íbúðaverð mælist enn nokkuð hátt á flesta mælikvarða, sérstaklega í samanburði við launavísitölu, og er leiðréttingarferlinu því að öllum líkindum ekki lokið, segir Seðlabankinn.
Tengdar fréttir

Fasteignaverð „hátt á alla mælikvarða“ og spáir tólf prósenta raunlækkun
Vandinn á fasteignamarkaði er ekki kominn til vegna aðgerða Seðlabankans heldur eru orsökin fasteignaverðið sjálft sem er „hátt á alla mælikvarða“. Þegar tekið er tillit til ráðstöfunartekna og fjármagnskostnaðar þá stendur fasteignaverðið á höfuðborgarsvæðinu „eins og nagli upp úr spýtu“ í samanburði við hin Norðurlöndin, samkvæmt nýrri greiningu á fasteignamarkaðinum. Spáð er um tólf prósenta raunlækkun á fasteignaverði fram til ársloka 2024 en sú lækkun gæti orðið enn meiri ef verðbólga verður þrálát og vextir lækki seinna en nú sé gert ráð fyrir.