Grínistinn Villi Neto sá um veislustjórnun og Birgir Jónsson, forstjóri Play, og Arnar Már Magnússon, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs, héldu ræður.
Um 550 manns starfa hjá flugfélaginu Play sem flýgur til hátt í fjörutíu áfangastaða frá Íslandi beggja vegna Atlantshafsins. Félagið fagnaði tveggja ára afmæli fyrr í sumar og var heldur betur mikið stuð á árshátíð þessa unga félags líkt og meðfylgjandi myndir gefa til kynna.















