„Laugardalsvöllur verður að vera okkar gryfja í þessu móti“ Andri Már Eggertsson skrifar 22. september 2023 21:51 Glódís Perla Viggósdóttir spilaði frábærlega í hjarta varnarinnar í kvöld Vísir/Pawel Cieslikiewicz Ísland vann 1-0 sigur gegn Wales. Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, gerði sigurmarkið og var afar ánægð með sigurinn. „Gríðarlega góð tilfinning. Það var mikilvægt að byrja á sigri og það var mikilvægt að halda hreinu á heimavelli. Laugardalsvöllur verður að vera gryfjan okkar í þessu móti og það á enginn að koma hingað og halda að þetta verði auðvelt og mér fannst við sýna það,“ sagði Glódís í viðtali eftir leik. Wales byrjaði betur en Glódís var ánægð með hvernig Ísland náði að færa sig ofar á völlinn sem skilaði dauðafæri og síðan marki. „Mögulega var stress í okkur til að byrja með en mér fannst við laga það frekar hratt. Þegar að við komust bakvið þær þá fengum við færi og hornspyrnur sem við erum alltaf hættulegar í.“ „Við byrjuðum líklega að verja forskotið aðeins of snemma en að sama skapi gerðum við það gríðarlega vel og tókum þrjú stig.“ Hvernig lýsir Glódís markinu sem hún skoraði? „Við töluðum um að þetta svæði yrði opið hjá þeim og við töluðum líka um að ef við fengjum tveir á einn stöðu þá myndum við taka það. Þetta var góð sending hjá Amöndu og eina sem ég þurfti að gera var að setja hausinn í þetta og þá kom mark.“ Leikurinn var í góðu jafnvægi en um miðjan fyrri hálfleik var gert hlé þar sem dómari leiksins þurfti skiptingu vegna meiðsla sem hafði áhrif á takt íslenska liðsins. „Þetta er góður punktur þegar að þú segir það. Ég hafði ekki pælt í því að þessi pása riðlaði mögulega taktinum sem við vorum með. En þetta er partur af fótbolta og dómarinn getur meiðst eins og allir aðrir. Það var ekki svo langt í hálfleik eftir að leikurinn fór aftur af stað.“ „Mér fannst við verjast vel og þær sköpuðu ekkert af færum og Telma tók allt sem kom á markið. Þetta var virkilega góður leikur.“ Glódís var ánægð með varnarleikinn í síðari hálfleik og liðið mun byggja ofan á þennan öfluga varnarleik. „Mér fannst við vera að loka vel á þær og við vorum að beina þeim í þær stöður sem við vildum. Við unnum oft boltann á góðum stöðum en náðum ekki að koma boltanum út úr þeim svæðum sem við unnum boltann. Við munum byggja ofan á þennan varnarleik því það verður mikilvægt í næstu leikjum.“ Næsti leikur Íslands er gegn Þýskalandi þar sem Glódís spilar með Bayern Munich og hún var afar spennt fyrir því verkefni endar þekkir hún marga leikmenn í þýska landsliðinu. „Þetta verður skemmtilegt. Ég þekki vel þessar stelpur sem við erum að fara að spila við. Þetta verður gríðarlega erfiður leikur þar sem þær eru með mikil einstaklingsgæði en hafa ekki að verið að ná í þau úrslit sem þær hafa viljað undanfarið og ég er viss um að þær munu mæta af fullum krafti í leikinn gegn okkur,“ sagði Glódís að lokum. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
„Gríðarlega góð tilfinning. Það var mikilvægt að byrja á sigri og það var mikilvægt að halda hreinu á heimavelli. Laugardalsvöllur verður að vera gryfjan okkar í þessu móti og það á enginn að koma hingað og halda að þetta verði auðvelt og mér fannst við sýna það,“ sagði Glódís í viðtali eftir leik. Wales byrjaði betur en Glódís var ánægð með hvernig Ísland náði að færa sig ofar á völlinn sem skilaði dauðafæri og síðan marki. „Mögulega var stress í okkur til að byrja með en mér fannst við laga það frekar hratt. Þegar að við komust bakvið þær þá fengum við færi og hornspyrnur sem við erum alltaf hættulegar í.“ „Við byrjuðum líklega að verja forskotið aðeins of snemma en að sama skapi gerðum við það gríðarlega vel og tókum þrjú stig.“ Hvernig lýsir Glódís markinu sem hún skoraði? „Við töluðum um að þetta svæði yrði opið hjá þeim og við töluðum líka um að ef við fengjum tveir á einn stöðu þá myndum við taka það. Þetta var góð sending hjá Amöndu og eina sem ég þurfti að gera var að setja hausinn í þetta og þá kom mark.“ Leikurinn var í góðu jafnvægi en um miðjan fyrri hálfleik var gert hlé þar sem dómari leiksins þurfti skiptingu vegna meiðsla sem hafði áhrif á takt íslenska liðsins. „Þetta er góður punktur þegar að þú segir það. Ég hafði ekki pælt í því að þessi pása riðlaði mögulega taktinum sem við vorum með. En þetta er partur af fótbolta og dómarinn getur meiðst eins og allir aðrir. Það var ekki svo langt í hálfleik eftir að leikurinn fór aftur af stað.“ „Mér fannst við verjast vel og þær sköpuðu ekkert af færum og Telma tók allt sem kom á markið. Þetta var virkilega góður leikur.“ Glódís var ánægð með varnarleikinn í síðari hálfleik og liðið mun byggja ofan á þennan öfluga varnarleik. „Mér fannst við vera að loka vel á þær og við vorum að beina þeim í þær stöður sem við vildum. Við unnum oft boltann á góðum stöðum en náðum ekki að koma boltanum út úr þeim svæðum sem við unnum boltann. Við munum byggja ofan á þennan varnarleik því það verður mikilvægt í næstu leikjum.“ Næsti leikur Íslands er gegn Þýskalandi þar sem Glódís spilar með Bayern Munich og hún var afar spennt fyrir því verkefni endar þekkir hún marga leikmenn í þýska landsliðinu. „Þetta verður skemmtilegt. Ég þekki vel þessar stelpur sem við erum að fara að spila við. Þetta verður gríðarlega erfiður leikur þar sem þær eru með mikil einstaklingsgæði en hafa ekki að verið að ná í þau úrslit sem þær hafa viljað undanfarið og ég er viss um að þær munu mæta af fullum krafti í leikinn gegn okkur,“ sagði Glódís að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira