Innherji

Líf­eyris­sjóðir halda svipuðum takti í gjald­eyris­kaupum og í fyrra

Hörður Ægisson skrifar
Erlendar eignir allra sjóðanna voru í lok júlí um 36 prósent sem hlutfall af heildareignum þeirra borið saman við minna en 35 prósent í árslok 2022.
Erlendar eignir allra sjóðanna voru í lok júlí um 36 prósent sem hlutfall af heildareignum þeirra borið saman við minna en 35 prósent í árslok 2022. Getty

Þrátt fyrir að lífeyrissjóðir hafi aukið nokkuð við fjárfestingar sínar í erlendum gjaldmiðlum yfir sumarmánuðina samhliða auknu innflæði gjaldeyris til landsins vegna mikils fjölda ferðamanna þá styrktist gengi krónunnar stöðugt á tímabilinu. Hrein gjaldeyriskaup lífeyrissjóðanna jukust um liðlega fimmtán prósent á fyrstu átta mánuðum ársins en flestir sjóðir eru hins vegar enn talsvert fjarri innri viðmiðum um hlutfall gjaldeyriseigna af heildareignum sínum.


Tengdar fréttir

Seðla­banka­stjóri segir þörf á betri upp­lýsingum um gjald­eyris­markaðinn

Unnið er að því hjá Seðlabankanum að reyna afla ítarlegri og betri upplýsinga um heildarviðskipti á gjaldeyrismarkaði, að sögn seðlabankastjóra, og viðurkennir að bankinn hafi „ekki nægjanlega“ góða yfirsýn yfir þann markað. Framkvæmdastjóri lífeyrissjóðs líkir gjaldeyrispörun innan viðskiptabankanna við „stærstu skuggabankastarfsemi landsins“ og segir umfang lífeyrissjóða á gjaldeyrismarkaði minna en af er látið.

Fjár­festar auka stöðu­töku sína með krónunni um tugi milljarða

Eftir að gengi krónunnar hafði veikst stöðugt á seinni árshelmingi 2022 eru merki um að væntingar fyrirtækja og fjárfesta hafi breyst að nýju sem endurspeglast í aukinni framvirkri gjaldeyrisstöðu viðskiptabankanna með krónunni í byrjun þessa árs. Það kann að hafa átt sinn þátt í því krónan hefur rétt úr kútnum að undanförnu og þá voru gjaldeyriskaup lífeyrissjóða í liðnum mánuði með minnsta móti um langt skeið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×