„Heimskuleg mistök“ Söru rændu hana sæti á einu eftirsóttasta móti ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. september 2023 09:31 Sara Sigmundsdóttir reyndi að horfa á björtu hliðarnar en vonbrigðin voru skiljanlega mjög mikil. Instagram/@sarasigmunds Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir verður ekki með á Rogue Invitational CrossFit mótinu sem fer fram í Bandaríkjunum í lok októbermánaðar. Sara var hins vegar á góðri leið með að tryggja sér sæti á mótinu þegar hún fékk óvæntan tölvupóst að utan. Sara lofaði því að segja frá bæði góðu og slæmu dögunum á nýju Youtube síðunni sinni og hún stendur við það. Sara er enn að sleikja sárin eftir að hafa misst af heimsleikunum í CrossFit í ár. Gott tækifæri til að stimpla sig aftur inn meðal þeirra bestu var að komast inn á síðasta stórmót ársins sem er Rogue Invitational í Texas í október. Sara var ekki meðal þeirra sem var boðið á mótið en átti möguleika á því að komast þangað í gegnum undankeppni. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara fór yfir það á dögunum hvernig stendur á því að henni tókst ekki að tryggja sér sæti á Rogue mótinu þrátt fyrir flotta frammistöðu í undankeppninni. Ástæðan var sú að lyftingarstöngin hennar stóðst ekki kröfur Rogue. Átti mér þetta litla markmið Sara hafði verið á Íslandi í einn mánuð eftir að hafa eitt stærstum hluta síðasta árs í Dúbæ. Hún fór út og fylgdist með heimsleikunum þrátt fyrir að hafa enn eitt árið ekki fengið að keppa þar við þær bestu. „Ég átti mér þetta litla markmið að komast á Rogue. Endurhæfingin hafði gengið svo vel að ég vildi virkilega vera tilbúin fyrir undankeppnina. Um leið og ég kom aftur til Íslands þá tók við æfingarútínan með það markmið að undirbúa mig sem best,“ sagði Sara. Sara sýndi frá gleði sinni þegar hún kláraði lyftingaræfingu undankeppninnar með glæsibrag. Umboðsmaður hennar, Snorri Barón, var líka mjög ánægður með hana. Allt leit mjög vel út. Enn eitt áfallið „Æfingarnar gengu mun betur en ég bjóst við fyrir fram,“ sagði Sara en þá dundi yfir enn eitt áfallið hjá okkar konu á síðustu misserum. „Þegar voru bara tólf tímar fram að lokaskilum þá fékk ég tölvupóst frá þeim um að árangur minn væri ekki tekinn gildur. Lyftingarstöngin mín var ekki lögleg,“ sagði Sara. Hún þurfti því að endurtaka allar æfingarnar ætlaði hún að fá gildan árangur í undankeppninni. Það hefði ekki aðeins verið gríðarlega erfitt heldur einnig rosalegt álag á skrokkinn sem gæti hafi slæmar afleiðingar fyrir framhaldið. Hún tók þá ákvörðun að reyna ekki og átti því ekki lengur möguleika á að komast í gegnum undankeppnina. Engum öðrum að kenna „Stærsti lærdómurinn af þessu er að það var á minni ábyrgð. Þetta voru mín mistök og engum öðrum að kenna. Þetta voru heimskuleg mistök. Ég gerði líka önnur lítið mistök við upptökuna á æfingunum. Þetta var súr og erfið reynsla en það voru líka svo margir jákvæðir hlutir sem komu í ljós. Í fyrsta sinn frá undanúrslitamótinu þá leið mér aftur eins og íþróttamanni,“ sagði Sara sem eins og venjulega horfir á björtu hliðarnar þótt að vonbrigðin væru augljóslega mikil. Hér fyrir neðan má sjá Söru segja frá þessum vonbrigðum og því sem gekk á. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=qzogWEDgzLU">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Sjá meira
Sara lofaði því að segja frá bæði góðu og slæmu dögunum á nýju Youtube síðunni sinni og hún stendur við það. Sara er enn að sleikja sárin eftir að hafa misst af heimsleikunum í CrossFit í ár. Gott tækifæri til að stimpla sig aftur inn meðal þeirra bestu var að komast inn á síðasta stórmót ársins sem er Rogue Invitational í Texas í október. Sara var ekki meðal þeirra sem var boðið á mótið en átti möguleika á því að komast þangað í gegnum undankeppni. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara fór yfir það á dögunum hvernig stendur á því að henni tókst ekki að tryggja sér sæti á Rogue mótinu þrátt fyrir flotta frammistöðu í undankeppninni. Ástæðan var sú að lyftingarstöngin hennar stóðst ekki kröfur Rogue. Átti mér þetta litla markmið Sara hafði verið á Íslandi í einn mánuð eftir að hafa eitt stærstum hluta síðasta árs í Dúbæ. Hún fór út og fylgdist með heimsleikunum þrátt fyrir að hafa enn eitt árið ekki fengið að keppa þar við þær bestu. „Ég átti mér þetta litla markmið að komast á Rogue. Endurhæfingin hafði gengið svo vel að ég vildi virkilega vera tilbúin fyrir undankeppnina. Um leið og ég kom aftur til Íslands þá tók við æfingarútínan með það markmið að undirbúa mig sem best,“ sagði Sara. Sara sýndi frá gleði sinni þegar hún kláraði lyftingaræfingu undankeppninnar með glæsibrag. Umboðsmaður hennar, Snorri Barón, var líka mjög ánægður með hana. Allt leit mjög vel út. Enn eitt áfallið „Æfingarnar gengu mun betur en ég bjóst við fyrir fram,“ sagði Sara en þá dundi yfir enn eitt áfallið hjá okkar konu á síðustu misserum. „Þegar voru bara tólf tímar fram að lokaskilum þá fékk ég tölvupóst frá þeim um að árangur minn væri ekki tekinn gildur. Lyftingarstöngin mín var ekki lögleg,“ sagði Sara. Hún þurfti því að endurtaka allar æfingarnar ætlaði hún að fá gildan árangur í undankeppninni. Það hefði ekki aðeins verið gríðarlega erfitt heldur einnig rosalegt álag á skrokkinn sem gæti hafi slæmar afleiðingar fyrir framhaldið. Hún tók þá ákvörðun að reyna ekki og átti því ekki lengur möguleika á að komast í gegnum undankeppnina. Engum öðrum að kenna „Stærsti lærdómurinn af þessu er að það var á minni ábyrgð. Þetta voru mín mistök og engum öðrum að kenna. Þetta voru heimskuleg mistök. Ég gerði líka önnur lítið mistök við upptökuna á æfingunum. Þetta var súr og erfið reynsla en það voru líka svo margir jákvæðir hlutir sem komu í ljós. Í fyrsta sinn frá undanúrslitamótinu þá leið mér aftur eins og íþróttamanni,“ sagði Sara sem eins og venjulega horfir á björtu hliðarnar þótt að vonbrigðin væru augljóslega mikil. Hér fyrir neðan má sjá Söru segja frá þessum vonbrigðum og því sem gekk á. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=qzogWEDgzLU">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Sjá meira