Veður

Gul við­vörun á morgun vegna mjög hvassra vind­hviða

Helena Rós Sturludóttir skrifar
Á morgun er búist við norðaustan 13 til 20 metrum á sekúndu með mjög hvössum vinhviðum á Breiðafirði og Vestfjörðum.
Á morgun er búist við norðaustan 13 til 20 metrum á sekúndu með mjög hvössum vinhviðum á Breiðafirði og Vestfjörðum. Veðurstofan

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun á morgun vegna veðurs á Breiðafirði og Vestfjörðum. 

Viðvörunin gildir frá klukkan sex í fyrramálið til miðnættis annað kvöld á Breiðafirði og Vestfjörðum. Búist er við norðaustan átt þrettán til tuttugu metrum á sekúndu með mjög hvössum vindhviðum, einkum við fjöll. 

Bent er á að varasamt sé að vera á ferðinni á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind og er fólk hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum. Vegfarendum er bent á að fara varlega og kynna sér veðurspá á vef Veðurstofunnar áður en lagt er af stað í ferðalag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×