Á Íslandi eru efni notuð á ólögmætan hátt við fegrunarmeðferðir og ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki sem starfar oft í skjóli villandi starfsheita. Í Kompás er rætt við lækni sem segir markaðinn stjórnlausan og Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. Tilhneigingin til þess að breyta útlitinu á einhvern hátt er ekki ný en fegurðarstaðlar breytast og í dag litast normið talsvert af samfélagsmiðlastjörnum og fyrirmyndum í raunveruleikaþáttum. Fegrunarmeðferðir sem hægt er að framkvæma með sprautu af fylliefni verða sífellt vinsælli en með því má eyða hrukkum, stækka varir og móta andlit. Jenna Huld er húðsjúkdómalæknir og tekur reglulega á móti fólki sem hefur lent í mistökum við fegrunaraðgerðir. Hún bendir á að fylliefnið sé aðskotahlutur sem aðeins sérfræðingar ættu að meðhöndla. „Þetta er gel. Þó svo að talað sé um það á mörgum snyrtistofum að þetta sé mjög náttúrulegt efni er ekkert náttúrulegt við það og þetta er bara framleitt í verksmiðjum,“ segir Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðsjúkdómalæknir. „Ef þú setur þetta gel inn í slagæð óvart, sem getur getur alltaf komið fyrir hjá hvaða aðila sem er, hversu fær sem hann er eða þjálfaður, að þá geturðu lokað fyrir blóðflæði inn til húðarinnar á þeim stað sem sú slagæð nærir og þá verður náttúrulega bara drep í þeim vef. Til dæmis ef þetta er í kringum varir og þú sprautar í slagæð í kringum varirnar, það eru alveg nokkrar sem liggja í kringum munninn, að þá geturðu bara misst hluta úr vörinni,“ segir Jenna. Jenna Huld, húðsjúkdómalæknir tekur reglulega á móti fólki sem hefur lent í mistökum við fegrunaraðgerðir. Hún segir stórhættulegt að hver sem er megi sprauta fylliefni í aðra.vilhelm/vísir Hér á landi hefur lengi verið boðið upp á ýmsar meðferðir sem er ætlað að vinna gegn öldrun og hrukkum. Bótox hefur verið vinsælt en það er flokkað sem lyf og um það gilda því strangar reglur ólíkt fylliefnunum. Engar reglur gilda um þau og hver sem er má sprauta þeim í annað fólk - bæði í andlit og varir. Hægt er fara til lækna sem hafa sérfræðiþekkingu og eru undir eftirliti landlæknis en þjónustan er einnig í boði á ótal snyrtistofum og jafnvel í heimahúsum sem heyra ekki undir sama eftirlit. Titlar þeirra sem sjá um að sprauta efninu geta verið misvísandi og jafnvel ýtt undir trú fólks á að fagaðili sjái um meðferðina. Sumir taka upp titla eftir netnámskeið sem eru ekki vottuð af einum né neinum og aðrir segjast með „þekkingu á sviði næringalækninga, íþróttalækninga og fegrunarmeðferða“, eru „húðsérfræðingar“ og „líftæknar“. Allt þetta hljómar sannfærandi en ekki er um löggiltar heilbrigðisstéttir að ræða. Starfstitlar þeirra sem sjá um meðferðirnar geta verið villandi. Þeir geta borið það með sér að viðkomandi hafi sérfræðiþekkingu sem lítið er á bak við.vísir/Kompás „Það er verið að varpa fram alls konar titlum. Allt í einu ertu orðinn húðsérfræðingur. Hvað er það? Ég veit það ekki. Það eru alls konar svona titlar sem eru bara settir fram og eru í raun ekkert viðurkenndir starfstitlar. Þannig að fólk veit það ekkert og mér finnst mjög merkilegt að það geti hvaða aðili sem er, ófaglærður, opnað stofu og hún heitir klínik,“ segir Jenna. Ódýrara og einfaldara að fara á snyrtistofu Díana Rós Breckmann er ein þeirra fjölmörgu sem hefur látið sprauta fylliefni í varirnar. Hún var nítján ára þegar hún gerði það í fyrsta sinn. „Ég var búin að hugsa þetta frekar lengi frá ungum aldri. Þetta byrjar sem tískubóla að vera með stærri varir, að minnsta kosti þegar ég var unglingur og ég pældi lengi í því að fá mér varafyllingar en var auðvitað mjög ung og hef aldrei verið mjög fljótfær að breyta einhverju við mig,“ segir Díana en eins og margir aðrir ákvað hún að fara á snyrtistofu. „Í mínu tilfelli og margra í kringum mig, sem hafa ekki farið til hjúkrunarfræðings eða læknis í fyllingar, að þá er þetta helmingi ódýrara, frekar vinsælt og léttara að panta tíma,“ segir Díana. Fylliefni í varir getur verið mun ódýrara hjá ófaglærðum en hjá snyrtistofum og því leitar margt ungt fólk þangað.vísir/Kompás Verðmunurinn getur verið umtalsverður. Ein sprauta af fylliefni kostar allt niður í tuttugu og fimm þúsund krónur á snyrtistofum en nær sjötíu þúsund krónum hjá læknum. „Ef allt gengur vel er þetta ódýrara en ef eitthvað gengur illa er þetta alls ekki ódýrara,“ segir Jenna Huld. „Svo er þetta líka svolítið tískan núna að leita að offyllingu og fagaðilar gera það ekki. Við stýrum fólki í að þetta verði náttúrulegt og innan viss ramma. En ef þig langar að fá þessar andavarir eða offylltu varir þá færðu það kannski ekki hjá fagaðilum heldur hjá þeim sem eru ófaglærðir.“ Deyfð en dælt í varirnar Stærð varanna fer eftir magni af fylliefni. Í hálfri sprautu er hálfur millilíter af efninu, einn millilíter í heilli og svo framvegis. Húðlæknar mæla gjarnan með hálfri sprautu í fyrsta skipti en Díana ákvað að fá sér heila eftir að hafa skoðað það sem var í boði. „Þegar ég fór þangað bað ég um eina sprautu. Konan gerir það en á meðan hún er að sprauta segir hún að ég sé með svo litlar varir að ég þurfi hálfa í viðbót til að hún geti mótað þær. Áður en ég get sagt eitthvað, á meðan hún er með nálina í vörunum mínum og ég deyfð, þá sprautar hún bara hálfri í viðbót. Sem er hálfur millilíter, þannig að ég fékk eina og hálfa sprautu, eða einn og hálfan millilíter í fyrsta skiptið, nítján ára gömul.“ Hvernig leið þér með það? „Þetta var mjög óþægilegt, að geta ekki tjáð sig um það hvort maður vilji hálfa í viðbót. Maður fékk ekki einu sinni að ráða en ég var samt að greiða fyrir þessa hálfu sprautu eftir á. Þegar maður er svona ungur þá er maður ekkert að pæla í neinu og kinkar bara kollinum og hugsar; já þær hafa örugglega rétt fyrir sér,“ segir Díana. Díana fór fyrst í varafyllingu nítján ára eftir að hafa hugsað málið í nokkurn tíma. Hún fór, eins og svo margir aðrir, á snyrtistofu.vísir/kompás Sagt að vera róleg þrátt fyrir ofnæmisviðbrögð Díana fór síðar aftur í fyllingu þar sem virknin hafði dvínað en síðasta sumar var efnið farið að leka út fyrir varirnar og hún ákvað því að láta leysa það upp og valdi stofu sem nýtur mikilla vinsælda í dag. „Ég fer til hennar og hún gerir svona ofnæmistest hjá úlnliðnum mínum. Sprautar mjög litlu magni af þessu efni til að sjá hvort ég fái einhver ofnæmisviðbrögð og ég fæ alveg svona kláðabólu og rauðan blett í kringum bóluna,“ segir Díana. Leysiefninu var þó sprautað í varirnar og meðferðaraðilinn tjáði Díönu að hún gæti orðið nokkuð bólgin miðað við viðbrögðin við ofnæmisprófi. Það væri hins vegar algengt og henni var sagt að vera róleg og bíða afsíðis í einu herbergi snyrtistofunnar. „Hún kemur síðan inn og nuddar varirnar mínar og sér að ég er alveg frekar bólgin. Gefur mér steralyf og ofnæmislyf,“ segir Díana og lýsir því hvernig hún bólgnaði sífellt meira upp. Díönu var sagt að fara í súrefnismeðferð á snyrtistofu þegar hún byrjaði að bólgna upp.vísir/kompás Ráðlagt frá því að leita á sjúkrahús „Fyrst var þetta mjög hlægilegt að sjá sig svona en svo eftir svona klukkutíma þá byrja kinnarnar mínar að bólgna upp og ég finn fyrir miklum hita. Konan kemur inn og segir mér að þetta sé að hjaðna og að ég ætti ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu því ég sé búin að taka steralyf og ofnæmislyf. Og hún er alltaf að fara inn og út og fylgjast með mér, segir mér meira að segja að það hafi ein önnur stelpa lent í svipuðu og að daginn eftir hafi allt verið í góðu lagi hjá henni þannig ég ætti ekki að hafa neinar áhyggjur. Og hún talar um einhverja aðra stofu, snyrtistofu í Kópavoginum, og segir að ég ætti að fara þangað í svona bólgueyðandi súrefnismeðferð,“ segir Díana. „Og síðan líður smá tími og þetta byrjar að bólgnar meira og þá byrja ég að verða mjög stressuð og spyr hvort ég eigi ekki að fara upp á bráðamóttöku. Hún segir nei, þeir geta ekkert gert fyrir þig. Alveg orðrétt.“ Díana segist hafa verið tvístígandi varðandi næstu skref en ákvað að fylgja leiðbeiningum konunnar sem sprautaði hana, enda um mjög vinsælan meðferðaraðila að ræða. Hún fékk grímu til að hylja andlitið og hélt í súrefnismeðferð í Kópavoginum - eins og henni var ráðlagt. Díana fékk lyfjagjöf í æð á bráðamóttökunni en þá hafði hún bólgnað verulega, enda í bráðaofnæmiskasti.vísir „Ég tala við þessa konu í Kópavogi og spyr hana út í þessa meðferð en hún segist vera með snyrtimeðferð sem sé bólgueyðandi fyrir lungnaveika. Og þá tek ég niður grímuna og henni bregður og segir að það sé ástæða fyrir því að læknar séu að reyna að setja reglur um þetta eða berjast á móti því að hver sem er megi sprauta fylliefni og leysiefni og þá byrja viðvörunarbjöllurnar í hausnum mínum að hringja og ég panikka og hringi í 112.“ Heppin að öndunarvegurinn hafi ekki lokast Þegar hún ræddi við starfsmann neyðarlínunnar var henni tjáð að hún væri líklega að fá bráðaofnæmiskast og sagt að fara án tafar á bráðamóttökuna. Andlitið hélt áfram að bólgna upp á leiðinni þangað. „Ég fer þangað og fæ strax að fara inn í herbergi og fæ alls konar ofnæmislyf og steralyf beint í æð. Ég var bara heppin að öndunarvegurinn minn hafi ekki lokast. Því ef ég hefði ekki farið þá hefðu verið miklar líkur á því að hann hefði lokast þar sem þetta var bráðaofnæmiskast.“ Nokkru síðar leitaði hún til húðsjúkdómalæknis sem blöskraði vinnubrögðin og sinnuleysi þess sem sprautaði hana. „Læknirinn var alls ekki sáttur og segir mér hversu alvarlegt þetta er. Nánast að þessi kona hafi mælt á móti því að ég færi á bráðamóttöku, að þetta væri nánast, sem mér fannst mjög ýkt, en tilraun til manndráps, af því að þetta er lífshættulegt að fá bráðaofnæmiskast.“ Díana segir meðferðaraðilann hafa ráðlagt sér frá því að leita læknis og telur að hann hafi viljað leyna því sem kom upp á.vísir/kompás Nota lyf sem einungis læknum er heimilt að nota Leysiefnið sem var sprautaði í Díönu heitir Hýalúronídasi og er notað til að leysa upp hýalúronsýru sem er í sumum fylliefnum. Samkvæmt svari frá Lyfjastofnun er lyfið ekki með markaðsleyfi á Íslandi og því þarf læknir að sækja um undanþágu fyrir notkun þess og rökstyðja hana vandlega. Einungis læknar mega nota efnið og auk þess hvílir rík upplýsingaskylda gagnvart sjúklingi um notkunina. Svar Lyfjastofnunnar við fyrirspurn Kompáss um efnið. Eins og sést sætir það miklum takmörkunum hér á landi.kompás „Það er alveg þekkt að geta fengið bráðaofnæmi gegn þessu leysiefni og þetta leysiefni er lyfseðilsskylt. Það eru bara læknar sem mega nota þetta leysiefni en það er bara notað út um allt,“ segir Jenna. Hvernig nálgast viðkomandi þetta leysiefni? „Maður spyr sig, kaupa þetta á Ali eða hvað þau gera. Allavega ætti ekki að vera hægt að gera það í gegnum rétta aðila því þar þarftu að vera með læknaleyfi.“ Þrátt fyrir að einungis læknar megi nota efnið er boðið upp á meðferðina á þó nokkrum snyrtistofum þar sem ekki er starfandi læknir - eins og símtöl Kompáss sýna. Þar sem meðferðin er ólögleg eru dæmi um að snyrtistofur bjóði upp á að leysa fylliefni án þess að auglýsa það sérstaklega og biðja þá viðskiptavini um að fara krókaleið til að panta tíma. Dæmi um að snyrtistofur bjóði upp á að leysa fylliefni. Hér sést hvernig viðskiptavinur er beðinn um að skrifa „leysing í komment til að panta tíma í leysingu.“kompás Kompás hringdi í nokkrar snyrtistofur þar sem ekki er starfandi læknir og við spurðum hvort starfsmenn bjóði upp á að leysa upp fylliefni. Í þættinum eru tvö símtöl spiluð þar sem heyrist í starfsmanni játa því að bjóða upp á að leysa efnið úr vörum, þrátt fyrir að hafa enga heimild til þess. Kompás hringdi á snyrtistofur þar sem enginn læknir er starfandi. Á nokkrum er boðið upp á leysingu á fylliefnum með lyfi sem einungis læknar mega nota.vísir/Kompás Mikil skömm Díana segist hafa verið mjög hrædd þegar hún var á bráðamóttökunni. „Ég skammaðist mín líka mjög mikið þegar ég var komin upp á bráðamóttöku, það var mikil skömm að reyna útskýra fyrir læknum og hjúkrunarfræðingum hvað ég hefði gert.“ „Ég verð alveg smá bara reið að hugsa út í það því hún fékk nefnilega svo oft tækifæri til að segja mér að fara upp á bráðamóttöku. Ég spyr hana hvort ég eigi að gera það og hún segir nei og sendir mig á þessa stofu til að koma í veg fyrir að ég leiti til læknis og að þetta verði alvarlegra fyrir hana. Þannig það gerir mig svo reiða að hún hafi fengið alveg nokkur tækifæri til að segja bara; heyrðu já ég gerði mistök, ég myndi leita mér hjálpar og fara til læknis þar sem ég ræð ekki við þetta,“ segir Díana. „En ef ég hugsa til baka að þá eru þetta viðbrögð hjá einhverjum sem er stressuð og er að reyna að gera lítið úr þessu svo ég muni ekki kæra eða segja frá þessu. Svo hún geti haldið áfram að sinna sínu fyrirtæki.“ Jenna segist finna fyrir því í auknum mæli að ungar stelpur panti fylliefni á netinu og sprauti sig sjálfar heima.vísir/kompás Ungar stelpur panta efni á netinu og sprauta sig heima Snyrtistofum sem bjóða upp á varafyllingar hefur stórfjölgað á síðustu árum með tilheyrandi auglýsingafargan á samfélagsmiðlum. Áhrifavaldar eru þar oft í aðalhlutverki og myndir af vörum fyrir og eftir fyllingu fylla fréttaveitur. Auðvelt er að panta tíma á netinu með nokkrum smellum en þar að auki er hægt að nálgast fylliefnin með öðrum hætti sem Jenna segir enn alvarlegri. „Svo erum við líka að sjá aukningu, sérstaklega hjá ungum stelpum, sem eru að sprauta sig í rauninni sjálfar. Kaupa bara efni á netinu. Þú getur nálgast þessi efni eiginlega hvar sem er,“ segir Jenna. Á Amazon og Ali Express má finna úrval fylliefna sem hægt er að sprauta í andlit og varir.vísir/Kompás Efni sem ganga kaupum og sölum á netinu kallast oft sjóræningjaefni. „Þeir sem selja þau segja efnin vera frá viðurkenndu merki og segjast sjálfir viðurkenndir aðilar. En í rauninni vita þeir sem kaupa efni á netinu ekkert hvað þeir eru með í höndunum og sprauta sig svo sjálfir í varir og fleira. Þetta er bara mjög, mjög alvarlegt,“ segir Jenna. „Þú veist aldrei almennilega hvað þú ert að kaupa. Svo er eitthvað kemur upp á, ef eitthvað efni er ekki í lagi þá er réttur þinn enginn. Það er enginn sem grípur þig.“ Stútfull sprauta af fylliefni heim að dyrum Við létum reyna á þetta. Með einfaldri leit á Amazon og Aliexpress má finna mikið úrval af alls konar fylliefnum. Þegar kom að því að velja efni renndum við dálítið blint í sjóinn enda erfitt að nálgast innihaldslýsingu eða nánari upplýsingar um hvert og eitt efni. Við völdum því eftir verði og greiddum 13.484 krónur fyrir efnið og sendingu til Íslands. Tveimur dögum síðar var það komið til landsins og beið okkar í póstboxi. Í sendingunni var sprauta, stútfull af fylliefni og tvær nálar. Sprauta með fylliefni sem var í sendingunni sem Kompás pantaði á Amazon. Það var komið til landsins á tveimur dögum.vísir/Arnar Umræðan um skort á eftirliti með meðferðum með fylliefni sprettur reglulega upp og markaðnum hefur verið líkt við villta vestrið. En þrátt fyrir það hefur ekki verið brugðist við og Jenna telur stjórnvöld sek um grafalvarlegt sinnuleysi. „Það verður að koma reglugerð frá heilbrigðisráðuneytinu varðandi það hverjir geta sprautað og að það séu einhverjir eftirlitsaðilar með þeim sem eru að sprauta. Bara upp á öryggi sjúklinga og að fólk viti að það sé að fara til viðurkenndra aðila,“ segir Jenna. „Þau eiga bara ekki að vera nota þetta. Það er bara fáránlegt að það sé að gerast og viðurlögin virðast ekki vera til. Landlæknir nær ekki til ófaglærðra einstaklinga. Ef ég geri eitthvað af mér þá er landlæknir strax kominn og skammar mig og einhver viðurlög við því. En ef Jón Jónsson sem er kannski slökkviliðsmaður gerir það, að þá getur landlæknisembættið ekkert gert.“ Jenna segir að þeir sem leiti til ófaglærðra aðila séu stundum að leitast eftir offyllingu í varir.vísir/kompás Sjö ára fangelsisrefsing í Svíþjóð Jenna bendir á að í nágrannalöndunum sem við viljum oft bera okkur saman við séu strangar reglugerðir í gildi sem kveða á um hverjir mega sprauta fylliefnum í aðra. „Það eru eru læknar, tannlæknar og hjúkrunarfræðingar sem mega sprauta og hjúkrunarfræðingar verða að vera með lækni með sér.“ Eru einhver viðurlög við þessari reglugerð? „Það er sjö ára fangelsi til dæmis í Svíþjóð ef þú brýtur þessa reglugerð.“ Ýmislegt getur komið upp á þegar fylliefni er sprautað í húð. Fari það til dæmis í slagæð getur myndast drep.vísir/kompás Þegar fylliefni er sprautað í eða undir húð getur ýmislegt komið upp á, bæði hjá sérfræðingum og ófaglærðum. Því er mikilvægt að sá sem sprautar viti hvað hann er að gera og hvernig eigi að bregðast við því bráða ástandi sem getur skapast. „Það er eins og þetta sé einhver svona ákveðin tískubylgja sem er normaliseruð. Mér datt ekki í hug að ég myndi lenda í þessu þannig þegar ég var komin upp á bráðamóttöku þá var þetta svo skömmustulegt, að vita ekki betur,“ segir Díana. Óttast það versta verði ekkert gert „Mér líður alltaf illa þegar þessir aðilar koma,“ segir Jenna. „Af því að oftast eru þetta mjög ungir aðilar á viðkvæmum aldri, búnir að borga tugi þúsunda fyrir eitthvað sem endar ekki vel og yfirleitt er skömmin frekar mikil.“ „Stundum veit ég bara ekki hversu mikið þarf til þess að fólk bregðist við og hugsi aðeins, af hverju er ég að láta þessa ókunnugu manneskju sprauta mig? Þetta er andlitið á mér. Veit hún hvaða efni þetta er? Hvaðan fékk hún þetta efni? Hvaðan pantaði hún þetta? Má hún þetta? Er þetta löglegt? Þannig í dag er ég harðlega á móti því að hver sem er megi sprauta og hvað þá leysingarefni,“ segir Díana. Ef ekkert er gert, sjáum við þá fram á dauðsfall? „Já að sjálfsögðu,“ segir Jenna. „Ef við tökum Bretland sem dæmi þar sem er algjört stjórnleysi og hver sem er getur sprautað. Fylgikvillarnir sem þeir eru að eiga við þarna, það eru aðilar að koma til læknis eftir að hafa misst hluta af andlitinu. Þá er komið drep af því þeir eru í sambandi við ófaglærða aðila og þeir segja þeim bara að bíða og bíða þar til að vefurinn dettur af þeim. Að við þurfum að bíða eftir að eitthvað svona alvarlegt gerist er náttúrulega fáránlegt.“ Strangar reglur gilda um notkun fylliefna í nágrannalöndunum.vísir/Arnar Saga Díönu vekur upp ýmsar spurningar varðandi fylliefnabransann á Íslandi. Stjórnleysi ríkir á markaði með efni sem geta verið stórhættuleg. Meðferðaraðilar með enga sérfræðiþekkingu sprauta lyfjum sem er ólöglegt að nota á þennan hátt og ungt fólk leitar í meðferðirnar þar sem markaðssetningin er sniðin að þeim á samfélagsmiðlum. Ættu Íslendingar að fara sömu leið og nágrannaþjóðir og banna öðrum en sérfræðingum að nota efnin? Eða eiga þeir sem þiggja þjónustuna að bera alla ábyrgðina? Við höldum áfram að fjalla um ýmsar hliðar fegrunarmeðferða á næstunni. Ef lesendur hafa ábendingar um þessi mál eða önnur þá endilega sendu okkur póst á kompas@stod2.is Kompás Heilbrigðismál Lýtalækningar Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent
Tilhneigingin til þess að breyta útlitinu á einhvern hátt er ekki ný en fegurðarstaðlar breytast og í dag litast normið talsvert af samfélagsmiðlastjörnum og fyrirmyndum í raunveruleikaþáttum. Fegrunarmeðferðir sem hægt er að framkvæma með sprautu af fylliefni verða sífellt vinsælli en með því má eyða hrukkum, stækka varir og móta andlit. Jenna Huld er húðsjúkdómalæknir og tekur reglulega á móti fólki sem hefur lent í mistökum við fegrunaraðgerðir. Hún bendir á að fylliefnið sé aðskotahlutur sem aðeins sérfræðingar ættu að meðhöndla. „Þetta er gel. Þó svo að talað sé um það á mörgum snyrtistofum að þetta sé mjög náttúrulegt efni er ekkert náttúrulegt við það og þetta er bara framleitt í verksmiðjum,“ segir Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðsjúkdómalæknir. „Ef þú setur þetta gel inn í slagæð óvart, sem getur getur alltaf komið fyrir hjá hvaða aðila sem er, hversu fær sem hann er eða þjálfaður, að þá geturðu lokað fyrir blóðflæði inn til húðarinnar á þeim stað sem sú slagæð nærir og þá verður náttúrulega bara drep í þeim vef. Til dæmis ef þetta er í kringum varir og þú sprautar í slagæð í kringum varirnar, það eru alveg nokkrar sem liggja í kringum munninn, að þá geturðu bara misst hluta úr vörinni,“ segir Jenna. Jenna Huld, húðsjúkdómalæknir tekur reglulega á móti fólki sem hefur lent í mistökum við fegrunaraðgerðir. Hún segir stórhættulegt að hver sem er megi sprauta fylliefni í aðra.vilhelm/vísir Hér á landi hefur lengi verið boðið upp á ýmsar meðferðir sem er ætlað að vinna gegn öldrun og hrukkum. Bótox hefur verið vinsælt en það er flokkað sem lyf og um það gilda því strangar reglur ólíkt fylliefnunum. Engar reglur gilda um þau og hver sem er má sprauta þeim í annað fólk - bæði í andlit og varir. Hægt er fara til lækna sem hafa sérfræðiþekkingu og eru undir eftirliti landlæknis en þjónustan er einnig í boði á ótal snyrtistofum og jafnvel í heimahúsum sem heyra ekki undir sama eftirlit. Titlar þeirra sem sjá um að sprauta efninu geta verið misvísandi og jafnvel ýtt undir trú fólks á að fagaðili sjái um meðferðina. Sumir taka upp titla eftir netnámskeið sem eru ekki vottuð af einum né neinum og aðrir segjast með „þekkingu á sviði næringalækninga, íþróttalækninga og fegrunarmeðferða“, eru „húðsérfræðingar“ og „líftæknar“. Allt þetta hljómar sannfærandi en ekki er um löggiltar heilbrigðisstéttir að ræða. Starfstitlar þeirra sem sjá um meðferðirnar geta verið villandi. Þeir geta borið það með sér að viðkomandi hafi sérfræðiþekkingu sem lítið er á bak við.vísir/Kompás „Það er verið að varpa fram alls konar titlum. Allt í einu ertu orðinn húðsérfræðingur. Hvað er það? Ég veit það ekki. Það eru alls konar svona titlar sem eru bara settir fram og eru í raun ekkert viðurkenndir starfstitlar. Þannig að fólk veit það ekkert og mér finnst mjög merkilegt að það geti hvaða aðili sem er, ófaglærður, opnað stofu og hún heitir klínik,“ segir Jenna. Ódýrara og einfaldara að fara á snyrtistofu Díana Rós Breckmann er ein þeirra fjölmörgu sem hefur látið sprauta fylliefni í varirnar. Hún var nítján ára þegar hún gerði það í fyrsta sinn. „Ég var búin að hugsa þetta frekar lengi frá ungum aldri. Þetta byrjar sem tískubóla að vera með stærri varir, að minnsta kosti þegar ég var unglingur og ég pældi lengi í því að fá mér varafyllingar en var auðvitað mjög ung og hef aldrei verið mjög fljótfær að breyta einhverju við mig,“ segir Díana en eins og margir aðrir ákvað hún að fara á snyrtistofu. „Í mínu tilfelli og margra í kringum mig, sem hafa ekki farið til hjúkrunarfræðings eða læknis í fyllingar, að þá er þetta helmingi ódýrara, frekar vinsælt og léttara að panta tíma,“ segir Díana. Fylliefni í varir getur verið mun ódýrara hjá ófaglærðum en hjá snyrtistofum og því leitar margt ungt fólk þangað.vísir/Kompás Verðmunurinn getur verið umtalsverður. Ein sprauta af fylliefni kostar allt niður í tuttugu og fimm þúsund krónur á snyrtistofum en nær sjötíu þúsund krónum hjá læknum. „Ef allt gengur vel er þetta ódýrara en ef eitthvað gengur illa er þetta alls ekki ódýrara,“ segir Jenna Huld. „Svo er þetta líka svolítið tískan núna að leita að offyllingu og fagaðilar gera það ekki. Við stýrum fólki í að þetta verði náttúrulegt og innan viss ramma. En ef þig langar að fá þessar andavarir eða offylltu varir þá færðu það kannski ekki hjá fagaðilum heldur hjá þeim sem eru ófaglærðir.“ Deyfð en dælt í varirnar Stærð varanna fer eftir magni af fylliefni. Í hálfri sprautu er hálfur millilíter af efninu, einn millilíter í heilli og svo framvegis. Húðlæknar mæla gjarnan með hálfri sprautu í fyrsta skipti en Díana ákvað að fá sér heila eftir að hafa skoðað það sem var í boði. „Þegar ég fór þangað bað ég um eina sprautu. Konan gerir það en á meðan hún er að sprauta segir hún að ég sé með svo litlar varir að ég þurfi hálfa í viðbót til að hún geti mótað þær. Áður en ég get sagt eitthvað, á meðan hún er með nálina í vörunum mínum og ég deyfð, þá sprautar hún bara hálfri í viðbót. Sem er hálfur millilíter, þannig að ég fékk eina og hálfa sprautu, eða einn og hálfan millilíter í fyrsta skiptið, nítján ára gömul.“ Hvernig leið þér með það? „Þetta var mjög óþægilegt, að geta ekki tjáð sig um það hvort maður vilji hálfa í viðbót. Maður fékk ekki einu sinni að ráða en ég var samt að greiða fyrir þessa hálfu sprautu eftir á. Þegar maður er svona ungur þá er maður ekkert að pæla í neinu og kinkar bara kollinum og hugsar; já þær hafa örugglega rétt fyrir sér,“ segir Díana. Díana fór fyrst í varafyllingu nítján ára eftir að hafa hugsað málið í nokkurn tíma. Hún fór, eins og svo margir aðrir, á snyrtistofu.vísir/kompás Sagt að vera róleg þrátt fyrir ofnæmisviðbrögð Díana fór síðar aftur í fyllingu þar sem virknin hafði dvínað en síðasta sumar var efnið farið að leka út fyrir varirnar og hún ákvað því að láta leysa það upp og valdi stofu sem nýtur mikilla vinsælda í dag. „Ég fer til hennar og hún gerir svona ofnæmistest hjá úlnliðnum mínum. Sprautar mjög litlu magni af þessu efni til að sjá hvort ég fái einhver ofnæmisviðbrögð og ég fæ alveg svona kláðabólu og rauðan blett í kringum bóluna,“ segir Díana. Leysiefninu var þó sprautað í varirnar og meðferðaraðilinn tjáði Díönu að hún gæti orðið nokkuð bólgin miðað við viðbrögðin við ofnæmisprófi. Það væri hins vegar algengt og henni var sagt að vera róleg og bíða afsíðis í einu herbergi snyrtistofunnar. „Hún kemur síðan inn og nuddar varirnar mínar og sér að ég er alveg frekar bólgin. Gefur mér steralyf og ofnæmislyf,“ segir Díana og lýsir því hvernig hún bólgnaði sífellt meira upp. Díönu var sagt að fara í súrefnismeðferð á snyrtistofu þegar hún byrjaði að bólgna upp.vísir/kompás Ráðlagt frá því að leita á sjúkrahús „Fyrst var þetta mjög hlægilegt að sjá sig svona en svo eftir svona klukkutíma þá byrja kinnarnar mínar að bólgna upp og ég finn fyrir miklum hita. Konan kemur inn og segir mér að þetta sé að hjaðna og að ég ætti ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu því ég sé búin að taka steralyf og ofnæmislyf. Og hún er alltaf að fara inn og út og fylgjast með mér, segir mér meira að segja að það hafi ein önnur stelpa lent í svipuðu og að daginn eftir hafi allt verið í góðu lagi hjá henni þannig ég ætti ekki að hafa neinar áhyggjur. Og hún talar um einhverja aðra stofu, snyrtistofu í Kópavoginum, og segir að ég ætti að fara þangað í svona bólgueyðandi súrefnismeðferð,“ segir Díana. „Og síðan líður smá tími og þetta byrjar að bólgnar meira og þá byrja ég að verða mjög stressuð og spyr hvort ég eigi ekki að fara upp á bráðamóttöku. Hún segir nei, þeir geta ekkert gert fyrir þig. Alveg orðrétt.“ Díana segist hafa verið tvístígandi varðandi næstu skref en ákvað að fylgja leiðbeiningum konunnar sem sprautaði hana, enda um mjög vinsælan meðferðaraðila að ræða. Hún fékk grímu til að hylja andlitið og hélt í súrefnismeðferð í Kópavoginum - eins og henni var ráðlagt. Díana fékk lyfjagjöf í æð á bráðamóttökunni en þá hafði hún bólgnað verulega, enda í bráðaofnæmiskasti.vísir „Ég tala við þessa konu í Kópavogi og spyr hana út í þessa meðferð en hún segist vera með snyrtimeðferð sem sé bólgueyðandi fyrir lungnaveika. Og þá tek ég niður grímuna og henni bregður og segir að það sé ástæða fyrir því að læknar séu að reyna að setja reglur um þetta eða berjast á móti því að hver sem er megi sprauta fylliefni og leysiefni og þá byrja viðvörunarbjöllurnar í hausnum mínum að hringja og ég panikka og hringi í 112.“ Heppin að öndunarvegurinn hafi ekki lokast Þegar hún ræddi við starfsmann neyðarlínunnar var henni tjáð að hún væri líklega að fá bráðaofnæmiskast og sagt að fara án tafar á bráðamóttökuna. Andlitið hélt áfram að bólgna upp á leiðinni þangað. „Ég fer þangað og fæ strax að fara inn í herbergi og fæ alls konar ofnæmislyf og steralyf beint í æð. Ég var bara heppin að öndunarvegurinn minn hafi ekki lokast. Því ef ég hefði ekki farið þá hefðu verið miklar líkur á því að hann hefði lokast þar sem þetta var bráðaofnæmiskast.“ Nokkru síðar leitaði hún til húðsjúkdómalæknis sem blöskraði vinnubrögðin og sinnuleysi þess sem sprautaði hana. „Læknirinn var alls ekki sáttur og segir mér hversu alvarlegt þetta er. Nánast að þessi kona hafi mælt á móti því að ég færi á bráðamóttöku, að þetta væri nánast, sem mér fannst mjög ýkt, en tilraun til manndráps, af því að þetta er lífshættulegt að fá bráðaofnæmiskast.“ Díana segir meðferðaraðilann hafa ráðlagt sér frá því að leita læknis og telur að hann hafi viljað leyna því sem kom upp á.vísir/kompás Nota lyf sem einungis læknum er heimilt að nota Leysiefnið sem var sprautaði í Díönu heitir Hýalúronídasi og er notað til að leysa upp hýalúronsýru sem er í sumum fylliefnum. Samkvæmt svari frá Lyfjastofnun er lyfið ekki með markaðsleyfi á Íslandi og því þarf læknir að sækja um undanþágu fyrir notkun þess og rökstyðja hana vandlega. Einungis læknar mega nota efnið og auk þess hvílir rík upplýsingaskylda gagnvart sjúklingi um notkunina. Svar Lyfjastofnunnar við fyrirspurn Kompáss um efnið. Eins og sést sætir það miklum takmörkunum hér á landi.kompás „Það er alveg þekkt að geta fengið bráðaofnæmi gegn þessu leysiefni og þetta leysiefni er lyfseðilsskylt. Það eru bara læknar sem mega nota þetta leysiefni en það er bara notað út um allt,“ segir Jenna. Hvernig nálgast viðkomandi þetta leysiefni? „Maður spyr sig, kaupa þetta á Ali eða hvað þau gera. Allavega ætti ekki að vera hægt að gera það í gegnum rétta aðila því þar þarftu að vera með læknaleyfi.“ Þrátt fyrir að einungis læknar megi nota efnið er boðið upp á meðferðina á þó nokkrum snyrtistofum þar sem ekki er starfandi læknir - eins og símtöl Kompáss sýna. Þar sem meðferðin er ólögleg eru dæmi um að snyrtistofur bjóði upp á að leysa fylliefni án þess að auglýsa það sérstaklega og biðja þá viðskiptavini um að fara krókaleið til að panta tíma. Dæmi um að snyrtistofur bjóði upp á að leysa fylliefni. Hér sést hvernig viðskiptavinur er beðinn um að skrifa „leysing í komment til að panta tíma í leysingu.“kompás Kompás hringdi í nokkrar snyrtistofur þar sem ekki er starfandi læknir og við spurðum hvort starfsmenn bjóði upp á að leysa upp fylliefni. Í þættinum eru tvö símtöl spiluð þar sem heyrist í starfsmanni játa því að bjóða upp á að leysa efnið úr vörum, þrátt fyrir að hafa enga heimild til þess. Kompás hringdi á snyrtistofur þar sem enginn læknir er starfandi. Á nokkrum er boðið upp á leysingu á fylliefnum með lyfi sem einungis læknar mega nota.vísir/Kompás Mikil skömm Díana segist hafa verið mjög hrædd þegar hún var á bráðamóttökunni. „Ég skammaðist mín líka mjög mikið þegar ég var komin upp á bráðamóttöku, það var mikil skömm að reyna útskýra fyrir læknum og hjúkrunarfræðingum hvað ég hefði gert.“ „Ég verð alveg smá bara reið að hugsa út í það því hún fékk nefnilega svo oft tækifæri til að segja mér að fara upp á bráðamóttöku. Ég spyr hana hvort ég eigi að gera það og hún segir nei og sendir mig á þessa stofu til að koma í veg fyrir að ég leiti til læknis og að þetta verði alvarlegra fyrir hana. Þannig það gerir mig svo reiða að hún hafi fengið alveg nokkur tækifæri til að segja bara; heyrðu já ég gerði mistök, ég myndi leita mér hjálpar og fara til læknis þar sem ég ræð ekki við þetta,“ segir Díana. „En ef ég hugsa til baka að þá eru þetta viðbrögð hjá einhverjum sem er stressuð og er að reyna að gera lítið úr þessu svo ég muni ekki kæra eða segja frá þessu. Svo hún geti haldið áfram að sinna sínu fyrirtæki.“ Jenna segist finna fyrir því í auknum mæli að ungar stelpur panti fylliefni á netinu og sprauti sig sjálfar heima.vísir/kompás Ungar stelpur panta efni á netinu og sprauta sig heima Snyrtistofum sem bjóða upp á varafyllingar hefur stórfjölgað á síðustu árum með tilheyrandi auglýsingafargan á samfélagsmiðlum. Áhrifavaldar eru þar oft í aðalhlutverki og myndir af vörum fyrir og eftir fyllingu fylla fréttaveitur. Auðvelt er að panta tíma á netinu með nokkrum smellum en þar að auki er hægt að nálgast fylliefnin með öðrum hætti sem Jenna segir enn alvarlegri. „Svo erum við líka að sjá aukningu, sérstaklega hjá ungum stelpum, sem eru að sprauta sig í rauninni sjálfar. Kaupa bara efni á netinu. Þú getur nálgast þessi efni eiginlega hvar sem er,“ segir Jenna. Á Amazon og Ali Express má finna úrval fylliefna sem hægt er að sprauta í andlit og varir.vísir/Kompás Efni sem ganga kaupum og sölum á netinu kallast oft sjóræningjaefni. „Þeir sem selja þau segja efnin vera frá viðurkenndu merki og segjast sjálfir viðurkenndir aðilar. En í rauninni vita þeir sem kaupa efni á netinu ekkert hvað þeir eru með í höndunum og sprauta sig svo sjálfir í varir og fleira. Þetta er bara mjög, mjög alvarlegt,“ segir Jenna. „Þú veist aldrei almennilega hvað þú ert að kaupa. Svo er eitthvað kemur upp á, ef eitthvað efni er ekki í lagi þá er réttur þinn enginn. Það er enginn sem grípur þig.“ Stútfull sprauta af fylliefni heim að dyrum Við létum reyna á þetta. Með einfaldri leit á Amazon og Aliexpress má finna mikið úrval af alls konar fylliefnum. Þegar kom að því að velja efni renndum við dálítið blint í sjóinn enda erfitt að nálgast innihaldslýsingu eða nánari upplýsingar um hvert og eitt efni. Við völdum því eftir verði og greiddum 13.484 krónur fyrir efnið og sendingu til Íslands. Tveimur dögum síðar var það komið til landsins og beið okkar í póstboxi. Í sendingunni var sprauta, stútfull af fylliefni og tvær nálar. Sprauta með fylliefni sem var í sendingunni sem Kompás pantaði á Amazon. Það var komið til landsins á tveimur dögum.vísir/Arnar Umræðan um skort á eftirliti með meðferðum með fylliefni sprettur reglulega upp og markaðnum hefur verið líkt við villta vestrið. En þrátt fyrir það hefur ekki verið brugðist við og Jenna telur stjórnvöld sek um grafalvarlegt sinnuleysi. „Það verður að koma reglugerð frá heilbrigðisráðuneytinu varðandi það hverjir geta sprautað og að það séu einhverjir eftirlitsaðilar með þeim sem eru að sprauta. Bara upp á öryggi sjúklinga og að fólk viti að það sé að fara til viðurkenndra aðila,“ segir Jenna. „Þau eiga bara ekki að vera nota þetta. Það er bara fáránlegt að það sé að gerast og viðurlögin virðast ekki vera til. Landlæknir nær ekki til ófaglærðra einstaklinga. Ef ég geri eitthvað af mér þá er landlæknir strax kominn og skammar mig og einhver viðurlög við því. En ef Jón Jónsson sem er kannski slökkviliðsmaður gerir það, að þá getur landlæknisembættið ekkert gert.“ Jenna segir að þeir sem leiti til ófaglærðra aðila séu stundum að leitast eftir offyllingu í varir.vísir/kompás Sjö ára fangelsisrefsing í Svíþjóð Jenna bendir á að í nágrannalöndunum sem við viljum oft bera okkur saman við séu strangar reglugerðir í gildi sem kveða á um hverjir mega sprauta fylliefnum í aðra. „Það eru eru læknar, tannlæknar og hjúkrunarfræðingar sem mega sprauta og hjúkrunarfræðingar verða að vera með lækni með sér.“ Eru einhver viðurlög við þessari reglugerð? „Það er sjö ára fangelsi til dæmis í Svíþjóð ef þú brýtur þessa reglugerð.“ Ýmislegt getur komið upp á þegar fylliefni er sprautað í húð. Fari það til dæmis í slagæð getur myndast drep.vísir/kompás Þegar fylliefni er sprautað í eða undir húð getur ýmislegt komið upp á, bæði hjá sérfræðingum og ófaglærðum. Því er mikilvægt að sá sem sprautar viti hvað hann er að gera og hvernig eigi að bregðast við því bráða ástandi sem getur skapast. „Það er eins og þetta sé einhver svona ákveðin tískubylgja sem er normaliseruð. Mér datt ekki í hug að ég myndi lenda í þessu þannig þegar ég var komin upp á bráðamóttöku þá var þetta svo skömmustulegt, að vita ekki betur,“ segir Díana. Óttast það versta verði ekkert gert „Mér líður alltaf illa þegar þessir aðilar koma,“ segir Jenna. „Af því að oftast eru þetta mjög ungir aðilar á viðkvæmum aldri, búnir að borga tugi þúsunda fyrir eitthvað sem endar ekki vel og yfirleitt er skömmin frekar mikil.“ „Stundum veit ég bara ekki hversu mikið þarf til þess að fólk bregðist við og hugsi aðeins, af hverju er ég að láta þessa ókunnugu manneskju sprauta mig? Þetta er andlitið á mér. Veit hún hvaða efni þetta er? Hvaðan fékk hún þetta efni? Hvaðan pantaði hún þetta? Má hún þetta? Er þetta löglegt? Þannig í dag er ég harðlega á móti því að hver sem er megi sprauta og hvað þá leysingarefni,“ segir Díana. Ef ekkert er gert, sjáum við þá fram á dauðsfall? „Já að sjálfsögðu,“ segir Jenna. „Ef við tökum Bretland sem dæmi þar sem er algjört stjórnleysi og hver sem er getur sprautað. Fylgikvillarnir sem þeir eru að eiga við þarna, það eru aðilar að koma til læknis eftir að hafa misst hluta af andlitinu. Þá er komið drep af því þeir eru í sambandi við ófaglærða aðila og þeir segja þeim bara að bíða og bíða þar til að vefurinn dettur af þeim. Að við þurfum að bíða eftir að eitthvað svona alvarlegt gerist er náttúrulega fáránlegt.“ Strangar reglur gilda um notkun fylliefna í nágrannalöndunum.vísir/Arnar Saga Díönu vekur upp ýmsar spurningar varðandi fylliefnabransann á Íslandi. Stjórnleysi ríkir á markaði með efni sem geta verið stórhættuleg. Meðferðaraðilar með enga sérfræðiþekkingu sprauta lyfjum sem er ólöglegt að nota á þennan hátt og ungt fólk leitar í meðferðirnar þar sem markaðssetningin er sniðin að þeim á samfélagsmiðlum. Ættu Íslendingar að fara sömu leið og nágrannaþjóðir og banna öðrum en sérfræðingum að nota efnin? Eða eiga þeir sem þiggja þjónustuna að bera alla ábyrgðina? Við höldum áfram að fjalla um ýmsar hliðar fegrunarmeðferða á næstunni. Ef lesendur hafa ábendingar um þessi mál eða önnur þá endilega sendu okkur póst á kompas@stod2.is