Víkingar sektaðir um hundruð þúsunda króna vegna símtala Arnars Aron Guðmundsson skrifar 27. september 2023 12:36 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur Vísir/Hulda Margrét Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að sekta Knattspyrnudeild Víkings Reykjavíkur um 250 þúsund krónur vegna háttsemi Arnars Gunnlaugssonar, þjálfara karlaliðs félagsins, sem var í sambandi við starfslið sitt í gegnum síma í leik liðsins gegn Val þegar að hann tók út leikbann. Umræddum leik lauk með 4-0 sigri Víkings Reykjavíkur en í úrskurði sínum vísar áfrýjunardómstóllinn í grein 36.1 reglugerðar um knattspyrnumót. Það voru Valsmenn sem höfðu áður áfrýjað niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KSÍ að láta úrslit umrædds leiks standa óhögguð. Sneri aðalkrafa Vals að því að dæma ætti Víkingum 3-0 tap í umræddum leik og var varakrafa félagsins að endurtaka ætti leikinn. Áfrýjunardómstóllinn telur óumdeilt að Arnar hafi verið í tengslum og samskiptum við starfsfólk og þjálfara Víkings Reykjavíkur í boðvangi er hann var á meðal áhorfenda í leik Vals og Víkings R. í Bestu deild karla á sama tíma og hann tók út leikbann í leiknum. Arnar Gunnlaugsson í símanum við sína menn í stúkunni á Origovellinum að HlíðarendaVísir/Anton Brink „Er það niðurstaða dómsins að þjálfara mfl. karla hjá varnaraðila hafi verið óheimilt að vera í tengslum eða samskiptum við starfsfólk eða þjálfara Víkings R. í boðvangi á sama tíma og hann tók út leikbann í leiknum. Þá hafi þjálfara verið óheimilt að taka þátt í fjölmiðlastarfsemi á leikvangi í tengslum við umræddan leik.“Við ákvörðun sektarfjárhæðar er litið til þess að brotin áttu sér stað í efstu deild meistaraflokks og voru endurtekin á meðan leik stóð. „Með hliðsjón af framangreindu, eðli og umfangi brota þjálfara varnaraðila og atvikum máls að öðru leyti er sektarfjárhæð talin hæfilega ákveðin kr. 250.000,“ segir í úrskurði Áfrýjunardómstóls KSÍ. Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér. Víkingur Reykjavík Valur KSÍ Besta deild karla Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Sjá meira
Umræddum leik lauk með 4-0 sigri Víkings Reykjavíkur en í úrskurði sínum vísar áfrýjunardómstóllinn í grein 36.1 reglugerðar um knattspyrnumót. Það voru Valsmenn sem höfðu áður áfrýjað niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KSÍ að láta úrslit umrædds leiks standa óhögguð. Sneri aðalkrafa Vals að því að dæma ætti Víkingum 3-0 tap í umræddum leik og var varakrafa félagsins að endurtaka ætti leikinn. Áfrýjunardómstóllinn telur óumdeilt að Arnar hafi verið í tengslum og samskiptum við starfsfólk og þjálfara Víkings Reykjavíkur í boðvangi er hann var á meðal áhorfenda í leik Vals og Víkings R. í Bestu deild karla á sama tíma og hann tók út leikbann í leiknum. Arnar Gunnlaugsson í símanum við sína menn í stúkunni á Origovellinum að HlíðarendaVísir/Anton Brink „Er það niðurstaða dómsins að þjálfara mfl. karla hjá varnaraðila hafi verið óheimilt að vera í tengslum eða samskiptum við starfsfólk eða þjálfara Víkings R. í boðvangi á sama tíma og hann tók út leikbann í leiknum. Þá hafi þjálfara verið óheimilt að taka þátt í fjölmiðlastarfsemi á leikvangi í tengslum við umræddan leik.“Við ákvörðun sektarfjárhæðar er litið til þess að brotin áttu sér stað í efstu deild meistaraflokks og voru endurtekin á meðan leik stóð. „Með hliðsjón af framangreindu, eðli og umfangi brota þjálfara varnaraðila og atvikum máls að öðru leyti er sektarfjárhæð talin hæfilega ákveðin kr. 250.000,“ segir í úrskurði Áfrýjunardómstóls KSÍ. Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér.
Víkingur Reykjavík Valur KSÍ Besta deild karla Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Sjá meira