Goðsagnirnar mætast í fyrsta sinn sem mömmur í Texas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2023 08:41 Það verðu gaman að sjá mömmurnar Anníe Mist Þórisdóttur og Tiu-Clair Toomey-Orr eigast við aftur á keppnisgólfinu. @anniethorisdottir og @tiaclair1 Sexfaldi heimsmeistarinn Tia-Clair Toomey-Orr er búin að skipta aftur í keppnisgírinn í CrossFit og hefur boðað endurkomu sína í næsta mánuði. Tia eignaðist dótturina Willow Clair Orr í maí en óléttan sá til þess að sex ára sigurgöngu hennar lauk á heimsleikunum því Ástralinn var auðvitað ekki meðal keppenda í ár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Tia sýndi á miðlum sínum að hún hóf næstum því strax æfingar eftir fæðinguna og æfði oft með dótturina á sér. Það var ekkert gefið eftir á þeim bænum og hún talaði um mikla lönguna til að snúa aftur. Tia hefur nú tilkynnt að hún verði meðal keppenda á Rogue Invitational stórmótinu sem fer fram nálægt Austin í Texas fylki 27. til 29. október næstkomandi. Þegar keppnin hefst þá verður aðeins liðinn 171 dagur frá fæðingu Willow. Toomey vann Rogue mótið þrjú fyrstu ár þess eða frá 2019 til 2021. Það eru margir spenntir að sjá hvernig þessi fyrrum yfirburðarkona í sportinu snýr til baka eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Á mótinu mun Tia keppa við aðra CrossFit goðsögn eða okkar eigin Anníe Mist Þórisdóttur. Anníe var fyrsta konan til að vinna heimsleikana tvisvar sinnum og átti það met þar til að Toomey sló það með sínum þriðja sigri í röð árið 2019. Anníe komst á verðlaunapall á heimsleikunum rétt innan við ári eftir að hún eignaðist dótturina Freyju Mist. Það afrek verður seint slegið en Tia hefur sett stefnuna á að keppa á heimsleikunum fimmtán mánuðum eftir fæðingu. Anníe snéri aftur til baka með glæsibrag þrátt fyrir að hafa farið í gegnum mikla erfiðleika í fæðingu og krefjandi eftirmála hennar. Allt gekk þetta miklu betur hjá Tiu sem boðar gott fyrir hennar endurkomu. Þær hafa mæst eftir að Anníe varð móðir meðal annars á Rogue 2021 þegar þær urðu í tveimur fyrstu sætunum. Þetta verður hins vegar í fyrsta sinn sem tvær af stærstu goðsögnum CrossFit íþróttarinnar mætast sem mömmur. Anníe Mist verður ekki eini Íslendingurinn á mótinu því Björgvin Karl Guðmundsson mun keppa karlamegin. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) CrossFit Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sjá meira
Tia eignaðist dótturina Willow Clair Orr í maí en óléttan sá til þess að sex ára sigurgöngu hennar lauk á heimsleikunum því Ástralinn var auðvitað ekki meðal keppenda í ár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Tia sýndi á miðlum sínum að hún hóf næstum því strax æfingar eftir fæðinguna og æfði oft með dótturina á sér. Það var ekkert gefið eftir á þeim bænum og hún talaði um mikla lönguna til að snúa aftur. Tia hefur nú tilkynnt að hún verði meðal keppenda á Rogue Invitational stórmótinu sem fer fram nálægt Austin í Texas fylki 27. til 29. október næstkomandi. Þegar keppnin hefst þá verður aðeins liðinn 171 dagur frá fæðingu Willow. Toomey vann Rogue mótið þrjú fyrstu ár þess eða frá 2019 til 2021. Það eru margir spenntir að sjá hvernig þessi fyrrum yfirburðarkona í sportinu snýr til baka eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Á mótinu mun Tia keppa við aðra CrossFit goðsögn eða okkar eigin Anníe Mist Þórisdóttur. Anníe var fyrsta konan til að vinna heimsleikana tvisvar sinnum og átti það met þar til að Toomey sló það með sínum þriðja sigri í röð árið 2019. Anníe komst á verðlaunapall á heimsleikunum rétt innan við ári eftir að hún eignaðist dótturina Freyju Mist. Það afrek verður seint slegið en Tia hefur sett stefnuna á að keppa á heimsleikunum fimmtán mánuðum eftir fæðingu. Anníe snéri aftur til baka með glæsibrag þrátt fyrir að hafa farið í gegnum mikla erfiðleika í fæðingu og krefjandi eftirmála hennar. Allt gekk þetta miklu betur hjá Tiu sem boðar gott fyrir hennar endurkomu. Þær hafa mæst eftir að Anníe varð móðir meðal annars á Rogue 2021 þegar þær urðu í tveimur fyrstu sætunum. Þetta verður hins vegar í fyrsta sinn sem tvær af stærstu goðsögnum CrossFit íþróttarinnar mætast sem mömmur. Anníe Mist verður ekki eini Íslendingurinn á mótinu því Björgvin Karl Guðmundsson mun keppa karlamegin. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational)
CrossFit Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sjá meira